Bíddu Varsjá, bíddu mín

Góða kvöldið kæru lesendur,
nú sit ég hér í flugvél Wizz Air á leið frá Póllandi til Íslands ásamt Eyjólfi „Srdan“ Unnarssyni og Magnúsi „barnabjargara“ Ólafssyni og erum við allir þrír klæddir í Legia Warsawa fótbolta treyjur eins og sönnum pólskum fótboltabullum sæmir.
Eyjólfur (Eyjó) og Magnús (Maggi) eru drengir sem ég kynntist í verkfræðinni í HÍ. Eyjó kynntist ég í iðnaðarverkfræðinni fyrir þremur árum síðan vegna sameiginlegs áhuga á Gísla Einarssyni (þáttastjórnanda Landans og ullarpeysutöffara), „Grænu þrumunni“ (græna rennibrautin í sundlauginni á Borgarnesi) og síðast en ekki síst Venna Páer (bestu og vanmetnustu grín þættir Íslandssögunnar).  Magga kynntist ég hins vegar síðasta haust í tölvunarfræðinni vegna sameiginlegrar ástar á skrítinni þýskri menningu.
Maggi og Eyjó hefðu einungis einu sinni hist fyrir þessa ferð og þá í u.þ.b. 20 mín. Ég hafði þó u.þ.b. 0% áhyggjur af því að þeir myndu ekki fúnkera saman þar sem báðir drengirnir eru yfirburða skemmtilegir með meiru, góðir bullarar en samt með góða virkni á milli eyranna. Alveg eins og ég vil hafa fólkið sem ég umgengst.

Ævintýrið byrjaði síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem við höfðum sammælst um að hittast heima hjá mér kl 18 og taka rútuna þar rétt hjá. Ekki vildi betur til en að herra Eyjólfur gleymdi sér aðeins og heyrði ég ekki frá honum fyrr en 18:20 þar sem hann var að koma af æfingu. Þetta var síðasta rúta kvöldsins svo það var ekki séns að redda sér upp á flugvöll með rútunni.
Sem „betur fer“ höfðu mamma og pabbi akkúrat „ákveðið“ að skella sér í ferð um Reykjanesið þetta miðvikudags kvöld enda alltof langt síðan að þau kíktu á Ólsen-Ólsen veitingastaðinn í Reykjanesbæ og vorum við því svo heppnir að fá að sitja í hjá þeim á leið þeirra á Ólsen-Ólsen.

Við flugum því af stað seint á miðvikudagskvöldi og lentum að staðartíma kl 04:00 í Varsjá. Íbúðin sem við leigðum átti ekki að vera tilbúin fyrr en kl 13:00 og því höfðum við nægan tíma til að drepa.  Við höfðum skoðað veðurspánna fyrir Varsjá og leit hún bara rosa vel út, oftast sól og 10-20°C. Það sem hafði þó gleymst var að skoða hvernig veðrið væri þegar við myndum lenda. 30. mars kl 04:00 var hvorki 20°C né sól og engin kaffihús opin og við ekki með hlý föt. Það var því mikið fagnaðarefni hjá föruneyti aulahúmorsins þegar klukkan varð sjö og eitt kaffihúsið opnaði.

Við nutum þess að sitja þarna og keyptum við allir að sjálfsögðu einhverja rétti sem enginn hafði smakkað áður. Ef ég gæti skrifað það sem stóð á matseðlinum þá væri ég mjög sáttur með sjálfan mig. Pólska er ekki tungumál sem auðvelt er fyrir okkur að skrifa. T.d. höfðum við mjög gaman að því að reyna að bera fram eitt skilti sem við sáum „Institut Gluch... svo bara einhverjir random stafir "(https://drive.google.com/file/d/0B3ok6mkyvQesTmJZa0lyWjJnU2M/view?usp=sharing)

Eftir mikið af góðu gríni á kaffihúsinu góða þá var ákveðið að skella sér í einn laufléttan klellara (klipping). Ég og Maggi skelltum okkur í stólinn en Eyjó fékk það vanmetna hlutverk að horfa á. Ég held að við höfðum báðir verið u.þ.b. hálftíma í stólnum þar sem þvegið var á okkur hárið, hárið ryksugað (án gríns, haha) og nostrað vel við það að klippingu lokinni. Hvað borguðum við svo fyrir þetta? Jú 35 slota eða rétt rúman 1000 kall. Ekki nóg með það heldur kostaði flug og gisting í þriggja herbergja íbúð í þrjár nætur í miðbæ Varsjá 25.000 kr. Já, það er ansi hagstætt að ferðast til Póllands. 
Eins gott að hárgreiðsludaman nostraði við hárið á Magga í svona 15 mín eftir klippinguna því hann setti upp húfu strax að henni lokinni. 
Maggi hélt svo áfram að eiga stórleik, því að á lestarstöðinni ákvað hann að taka út pening. Við vorum ekki búnir að kíkja á hvernig gengið væri á slotanum gagnvart krónunni og giskaði Maggi því í hraðbankanum á hversu mikinn pening hann væri að 
fara að fara að taka út. Þeir valkostir sem voru í boði voru allt frá 1000 slotum til 4000 slota. 
Hann giskaði því á að 2500 slotar væri bara svona þokkaleg upphæð, mesta lagi 20.000 kr. Það kom svo upp úr krafsinu að það væri u.þ.b. 80.000 kr. Mjög gott að vera með 80.000 kr. í seðlum í landi þar sem allt kostar á bilinu 1/5 til 1/3 af verðlaginu heima.

Klukkan eitt gátum við svo farið í íbúðina og hittum manninn sem átti hana. Íbúðin var alveg ótrúlega snyrtileg og þriggja herbergja og best af öllu var að við borguðum u.þ.b. 5.000 kr. fyrir nóttina. Á minnsta rúminu var bangsi og Eyjó notaði mjög fleyga línu til að sannfæra Magga um að best væri fyrir Magga að sofa í minnsta rúminu: „Í ljósi stærðar okkar tel ég best fyrir alla að þú fáir bangsann“. Maggi veðraðist allur upp og var ekki lengi að segja já við þessum rökum.

Við skelltum okkur svo niðrí bæ þar sem við fórum í „Free guided tour“. Þá er farið í göngu um bæinn með leiðsögumanni og það kostar ekki neitt en í staðinn getur fólk borgað tips ef þeim finnst túrinn góður. Túrinn sem við fórum í þennan daginn fjallaði um hvernig Varsjá var þegar kommúnistar réðu ríkjum. Sem betur fer náði Eyjó að halda aftan að öllum kommúnista bröndurum sem hann langaði til að segja við leiðsögukonuna. Ef þeir hefðu ekki virkað hefðu næstu tveir tímar orðið óþægilegir. Í göngunni keyrði embættismaður frá Slóveníu fram hjá okkur í lögreglufylgd í forgangsakstri. Leiðsögukonan sagði okkar að það væri mjög eðlilegt að embættismenn eða lögreglumenn nýttu sér sírenurnar óspart í Varsjá. Grínaðist hún með það að embættismaðurinn væri örugglega að skutla dóttur sinni sem væri orðin of sein á ballett æfingu.
Um kvöldið skelltum við okkur svo á pubcrawl en það er ein af mínum uppáhalds leiðum til að kynnast næturlífi borga og mæli ég eindregið með að fólk geri það þegar í borgarferð er farið. 
Pubcrawl er ekki flókið fyrirbæri. Þá hópast margir saman á einum stað og leiðsögumaður röltir svo með hópinn um ölkelduhús bæjarins. 
Í pubcrawlinu komumst við að því að rokkhljómsveitin Korn ætti að halda tónleika á föstudagskvöldið og Legia Warsawa (aðalfótbolta liðið í Varsjá) ætti leik á laugardagskvöldið. Því pöntuðum við að sjálfsögðu miða á báða viðburði daginn eftir. Hvað kostuðu miðarnir á leikinn? Jú, 35 slota(1.000 kr.) alveg eins og klippingin. Draumur í dós!

Morguninn eftir rölti ég niðrí búð sem var rétt hjá og gerði ýmis kosta kaup en meðal annars keypti ég pólska pylsu. Eyjó hafði mikið talað um þannig enda er hann að vinna með búlgörskum manni sem hefur gefið honum vel undir fótinn varðandi þær. Því fékk Eyjó drauma vakningu sem var þannig að ég setti niðursneidda pylsu upp í munninn á honum. Það sem maðurinn var ánægður með það. Maggi var ekki alveg jafn ánægður með sína vakningu sem fór þannig fram að ég lyfti honum og endaði hann standandi á gólfinu. Þá mælti hann: „Þetta er ekki í lagi!“.

Sumarið var mætt þennan daginn, 20°C og sól. Við áttum því ansi góðan dag þar sem rölt var um miðbæ Varsjár, skoðað höll menningar og vísinda einnig þekkt sem langatöng Stalíns enda var þetta gjöf hans til Póllands en Pólverjar voru ekkert svo hrifnir af þessu eins og flestu sem Sovétríkin gerðu (https://drive.google.com/file/d/0B3ok6mkyvQesZW11bXVXOVBETnM/view?usp=sharing).


Um kvöldið var svo farið á Korn tónleika, þegar við pöntuðum miða á tónleikana voru einungis átta miðar eftir þannig að við vorum auðsjáanlega á leiðinni í veislu.
Ég verð að viðurkenna það að ég hafði ekki hlustað mikið á Korn fram að þessu en Eyjó og Maggi voru miklir aðdáendur.
Á tónleikunum var allt að frétta, við fengum því miður einungis pláss í sætum en við höfðum þó gott útsýni yfir pyttinn sem myndaðist. Þar voru menn auðsjáanlega búnir að fá sér eitthvað sterkara en appelsín og örugglega eitthvað sterkara en Gumma Torfa(G&T). Það var mjög gaman að sitja við hliðina á Eyjó enda mætti halda að hann hefði dáið og væri kominn til himnaríkis. Svo mikil gleði skein úr andlitinu á honum þegar söngvarinn öskraði hvað eftir annað í míkrófóninn(https://www.youtube.com/watch?v=L6tYqP7HO9E&feature=youtu.be)

Eftir það fórum við á vit ævintýranna í Varsjá. Það kvöld tók Maggi 200 kg í bekk, bjargaði barni úr brennandi byggingu, rústaði mér í sjómann, rústaði Eyjó í sjómann, lamdi fjóra tveggja metra menn og skoraði tvö mörk fyrir Legia Warsawa. Svo vaknaði hann.

Daginn eftir fórum við í gamla bæinn í Varsjá sem er í raun og veru ekki svo gamall því 90% af Varsjá var sprengt upp í seinni heimstyrjöldinni, þar með talinn gamli bærinn. Sólin skein og það var 20°C, Eyjó hætti þó ekki að minnast á hvað hann saknaði kalda morgunsins þegar við mættum fyrst í bæinn. Eyjó þarf nefnilega ekki annað en að hugsa um sól og þá verður hann kaffibrúnn, það vill enginn verða svoleiðis.
Í gamla bænum fórum við í annað „free walking tour“. Það var heldur Pétur skemmtilegur túr eins og sá fyrri og sagði leiðsögumaðurinn okkur frá einni óvenjulegri aftöku aðferð sem notuð var til að taka af lífi mann sem ætlaði að reyna að drepa kónginn.
Hægri höndin hans var skorinn af, síðan var hann skorinn í sneiðar á meðan hann var á lífi, sneiðarnar brenndar og askan skotin úr fallbyssu yfir ánna Vistula sem rennur í gegnum Varsjá til að minna fólk á að gera svona ekki. Fólk í gamla daga hafði ansi svartan húmor!

Um kvöldið fórum svo á leik með Legia Warsawa. Það var rosaleg upplifun. Stuðningsmannaklúbburinn var meira en til í að deyja fyrir félagið og við að sjálfsögðu líka. Það kæmi mér á óvart ef það væru ekki hópslagsmál að leik loknum! 
Eyjó gerði það sem flestir menn frá Hvammstanga myndu gera og leitaði eftir Blikum frá Kópavogi. Það gerði hann með því að syngja „Babbabababa Breiðablik“ (https://www.youtube.com/watch?v=R5UrcLXtcZg&feature=youtu.be). Ótrúlegt en satt þá virtust engir Blikar taka undir með honum. Ég hugsaði líka mjög hátt „Liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiii ÞRÓTTUR“ en enginn virtist taka undir þá hugsun með mér. Það voru reyndar litlir strákar þarna í grenndinni sem auðsjáanlega töluðu Lwow mállýskuna en erfitt er að gera greinarmun á hugskeytum sem innihalda „Þróttur“ og „Wigor“ á þeirri mállýsku vegna tvöfaldrar mállykkju sem myndast í efri barka.

Annars var ekki að spyrja að því, Legia endaði á að sigra leikinn og við gengum glaðir út í nóttina með þrjú stig og allir í Legia búningum. Við fengum því mikið af jákvæðum kommentum niðrí bæ það kvöldið.

Daginn eftir var svo komið að síðasta deginum okkar og ennþá var 20°C og sól. Við tókum bröttu töffarana á þetta, skelltum okkur beint á útikaffihús og sátum og röppuðum um daginn og veginn. Við sátum þarna líklegast í einhverja 3-4 klst og höfðum það rosa notalegt. 
Á leiðinni upp á flugvöll hittum við svo mann sem sagði „Legia“ og svo bara endalaust af random orðum mynduð með random bókstöfum úr stafrófinu eins og við skiljum pólsku. Við héldum að hann væri bara að segja hvað við værum flottir í þessum Legia treyjum og sögðum bara „Dobre, dobre, da, da“ (gott, gott, já, já) á móti.
Hann hætti svo ekkert að tala við okkur þannig að við báðum hann að segja þetta á ensku. Þá kom það upp úr krafsinu að hann væri heimilislaus og væri að biðja okkur um pening. Það var því rosa gott hvað við vorum jákvæðir á það sem hann var að segja fyrst.
Maggi endaði á að fá blóð úr honum yfir höndina á sér þegar maðurinn tók í höndina á Magga. Maggi stressaðist allsvakalega upp og hefði líklegast stressast minna við það að fá fullt af köldu vatni yfir sig í sturtunni frá Eyjó.

Góðir hlutir taka þó alltaf enda og því var næsta skref að fara upp á flugvöll og segja bless við þetta yndislega land sem Pólland er.

Mynd dagsins:

20170401_192620

 

 

 

 

 

 

 

Stuðningsmannaklúbburinn Styrmir gerðu sér glaðan dag á Pepsi-Arena (áður þekktur sem Polish army stadium)


La Bella vita

Hei, hvordan går det?

Nú sit ég hér á flugvellinum í Osló, nánar tiltekið í Gardermoen að bíða eftir flugi heim til Íslands.
Síðustu þrír dagar hafa verið „veldig bra“(með norskri skíðastökksendingu: https://youtu.be/nikVNrviHug?t=3m50s)

Ég tók lestina á laugardagsmorgninum frá Stokkhólmi og var kominn til Osló kl 15. Þessi lestarferð nýttist mjög vel enda fátt jafn þægilegt eins og að sofa í lest.
Hostelið sem ég gisti á í Oslo var staðsett mjög miðsvæðis og nálægt Karl Johann. Með mér í herbergi voru 5 aðrar manneskjur og og er það mjög skemmtilegt þegar maður ferðast einn. Ég og 27 ára mexíkanskur efnaverkfræðingur sem hét Jessica fórum og skoðuðum bæinn. Hún talaði mjög takmarkaða ensku þannig barnaenskan kom sterk inn. Það var því ekkert auðvelt að tala við hana um vinnuna hennar, en ég skildi það allavega þannig að hún sér um efnaferla á efnum sem notuð eru í bílaiðnaðinum. 

Við fórum að skoða virkið við sjóinn og þótti mér mjög fyndið að sjá hermennina þar, grafalvarlegir en í mjög steiktum búningum (http://www.euroisme.eu/wpcontent/uploads/euroisme_2016_oslo_pm_klein-4.jpg).
Ég á  vin sem heitir Bjarki Brynjarsson og er í norska hernum, ég veit ekki hvort að hann hafi einhvern tímann klætt sig svona upp en honum finnst mjög þægilegt að slaka á í netabol þannig að það kæmi mér ekkert á óvart að hann klæðir sig í álíka föt. Því miður hitti ég hann ekkert í þessari ferð en ég náði ekkert í hann þar sem hann var örugglega í einhverju tveggja vikna tjaldferðalagi með hernum um fjöll Noregs þar sem þeir þurfa að veiða sér til matar og kveikja eld með ísmolum eða eitthvað álíka hart.

Við Jess héldum svo ferð okkar áfram um Osló þar sem kíkt var á óperuhúsið. Það var rosalega líkt Hörpu að mínu mati. Ég ætla ekki að draga neitt úr arkitektinum sem teiknaði Hörpu en hann hefur auðsjáanlega fengið að taka pínu „sneak peak“ á teikningarnar af óperuhúsinu í Osló.

Þar sem Osló er ekki ódýrasta borg í heimi ákvað ég að taka laufléttan nirfil á þetta og fjárfesti í klassískri frosni pizzu. Kool aidið fékk þó að vera áfram í hillunni (https://www.youtube.com/watch?v=UnAbszcy3bs).
Vinur minn hann Jón Arnar Briem sem var skíðakennari í Austurríki lifði á þessu kombói þar enda klassískt kombó. Reyndar var kool aidið minna drukkið en það skiptir ekki öllu máli, aldrei að eyðileggja góða sögu með sannleika.

Um kvöldið kíkti ég aðeins út. Annar staðurinn sem ég fór á var púra teknóstaður sem hét Villa og mér fannst ekki mikið að vera að frétta af honum enda ég ekki mikill teknó maður. Hinn staðurinn sem ég endaði inn á hét Oslo Camping og það var gaman að því þar sem fólk var bæði að spila minigolf og dansa á sama tíma. Mjög gott grín!

Næsta morgun við morgunverðarborðið hitti ég norska stelpu sem hét Sara og ítalskan dreng sem hét Carlo. Þessi Sara var á leiðinni út en herra Carlo var mjög ferskur drengur. Hann er akkúrat sú týpa af mönnum sem ég hef mest gaman af. Töluvert mikið á milli eyrnanna en samt meira en til í gott bull. Ég og Carlo fórum ásamt vinkonu hans, Francesca á safnarölt. Eins og ég skildi þau þá eru þau að læra ferðamálafræði í París en koma bæði frá S-Ítalíu og lifa því skv. orðunum „La bella vita“

Í menntaskóla höfðu þau bæði lært listasögu þannig að það var yndislegt að vera með þeim á safninu. Við fórum á Nasjonalmuseet sem hefur að geyma mögnuð verk eftir listamenn á borð við Monet,  Picasso og Munch. Af þeim verkum sem eru þarna er líklegast frægast af öllu „Ópið“ eftir Munch.
Þrátt fyrir að herra Carlo var mikill grínisti þá var hann mjög alvarlegur þegar að hann skoðaði þessi verk og sagði mér frá ýmsu sem tengdist verkunum. Ég er ekki mikill safnamaður en með jafn góða leiðsögumenn og þau Francesca voru þá var þetta virkilega skemmtilegt. Það sem var líka svo skemmtilegt var hvað þeim þótti þetta merkileg listaverk og þau búa í París!

Eftir Nasjonalmuseet var förinni heitið á Nóbel safnið. Við urðum fyrir töluverðum vonbrigðum með það enda mjög ruglingslegt safn að okkar mati.

Um kvöldið elduðum við okkur saman pastarétt, ótrúlegt en satt!
Eins og ítölum er einum lagið þá elskuðu þau að elda. Francesca sagði mér það að þegar hún væri pirruð eða stressuð fyndist henni ekkert betra en að elda góðan mat. Mér fannst það mjög fyndið. Hún sagði mér það líka að þegar hún hefur ekkert til að tala um við fólk þá talar hún um mat. Þetta er örugglega bara svipað og þegar við Íslendingar tölum um veðrið þegar við höfum ekkert til að tala um.
Einnig fannst mér mjög fyndið að biðja þau um að telja upp allar mögulegar tegundir af pasta og kaffi. Þau nefndu u.þ.b. 50 pasta tegundir og 30 kaffitegundir.

Um kvöldið fórum við svo á skemmtistað sem hét Blå og var jazz-latínó staður. Fyrr um kvöldið voru jazz tónleikar og síðan var spiluð latínó tónlist að þeim loknum. Að sjálfsögðu dönsuðu þau eins og alvöru latínó fólki er einum lagið, s.s. mjög vel. Það var því mjög gaman að reyna að losa þessar fótbolta/íslendinga mjaðmir sem ég er með. Í lok kvöldsins taldi ég mig þó geta sagt án þess að vera of hrokafullur: „My hips don‘t lie“.

Ég vaknaði svo í morgun eldferskur og fór í morgunmat með herra Carlo og ungfrú Francescu þar sem rætt var um heima og geima. Þau sögðu mér frá hinum yndislega „La bella vita“ lífstíl og ég sagði þeim ýmsar skrítnar/fyndnar staðreyndir um þýska tónlist auk þess að segja þeim frá Íslandi. „La bella vita“ er eitthvað sem maður verður auðsjáanlega að kynnast.

Mynd dagsins:

1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pikachu að dansa til að safna pening

Frá vinstri: Francesca, Pikachu, ónefndur maður, Carlo og ég


Er hægt að bæta sjónina með gulrótum og réttum æfingum?

Góða kvöldið kæru lesendur,
í kvöld sit ég hér á hosteli í Osló eftir að hafa verið á ferðalagi um Stokkhólm síðastliðna þrjá daga.

Ævintýrið byrjaði eins og mörg góð ferðalög á því að stíga upp í flugvél á Leifsstöð. Með mér í flugvélinni var Brynja Þrastardóttir sem var í árgangi með mér í Verzló. Hún var að fara til Svíþjóðar til að hitta bróðir sinn. Eftir að Brynja hafði sýnt mér töfra lestarinnar frá Arlanda til miðborgar Stokkhólms þá hitti ég herra Kára Tristan Helgason, fyrrverandi bekkjarbróðir úr Versló. Það er margt hægt að segja um þann ágæta dreng, það sem er hins vegar ekki hægt að segja um hann er að hann geti ekki notað munninn til að koma sér út úr slæmum aðstæðum.
Hann vinnur hjá Google í Svíþjóð svo að hann bauð mér í yndislegan hádegismat. Eins og við var að búast er það virkilega flottur vinnustaður og sýndi Kári mér mjög vel um. Kári er með B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og er að vinna við að forrita aðferðir til að senda vídeó yfir netið eins og ég skildi hann. Í fyrirtækinu eru nokkrir Íslendingar að vinna og er yfirmaður hans Íslendingur. Við þurftum því að passa okkur hvað við vorum að segja sem er oft erfitt þegar maður er með manni sem er smargaðs medalíu í biluðu bulli frá kanaslaralega tækniskólanum í Heiner Brand.

Eftir að hafa eytt tveimur dásamlegum klst með herra Tristram hitti ég herra Þór Stefánsson sem var með mér í verkfræðinni í HÍ. Hann er í KTH(Kungliga tekniska hogskolan) að læra einhverslags vélmennaverkfræði(Robotics). Hann sýndi mér um svæðið sem er virkilega flott, virkilega vel staðsett og það mætti jafnvel halda það að skólinn hafði verið byggður sem höll en það var hann ekki. Við kíktum inn á barinn sem tölvunarfræði deildin rekur. Það kom ekkert á óvart þar. Kynjahlutföllin svona 95:5, strákar vs stelpur, einhver teknótónlist í gangi og menn að reikna stærðfræðigreiningu á meðan. Sannkallaður nördakjallari.

Við fórum svo heim til Þórs en hann býr í miðbæ Stokkhólms ásamt Jóhanni Birni sem var líka með okkur í HÍ og er að læra byggingaverkfræði í KTH. Jóhann var nýbúinn að sjóða sér einhverja kindabjúgu enda mjög svipaður og konan sem kunni bara að elda bjúgu (https://www.youtube.com/watch?v=ofiGrUKFCjs). Lyktin var alveg svakaleg þarna inni þar sem að þetta var engin venjuleg bjúga heldur einhvr bjúga sem þarf klst til að sjóða, alveg eins og Jóhann vill hafa þær, vel soðnar og fínar.

Þegar við vorum búnir að jafna okkur á bjúgulyktinni fórum við Þór að hitta herra Sindra Már Kaldal sem var með mér í bekk í Verzló og er að læra hugbúnaðarverkfræði í KTH. Við fórum að horfa á meistaradeildina í fótbolta ásamt suðrænum vinum Þórs sem eru frá Ítalíu og Venezúela. Það var einhver lauflétt þreyta að hrjá mig sem ég er mjög ósáttur með enda hafði ég fengið fjögra klst flugvélarsvefn um nóttina. Fáránlegt!
Ég gerði því það sem allir myndu gera og hristi hana af mér með korters blundi inn á klósetti.
Að leik loknum hittumst við fjórir(ég, Þór, Sindri og Jóhann) aftur í íbúðinni þeirra Þórs þar sem var bara talað um gáfulega og leiðinlega hluti,
pause not! (https://youtu.be/VT8uiT_rZ5k?t=39s)

Morguninn eftir vaknaði ég á hostelinu við hliðina á tælenskum dreng sem hét Theo.
Ég spurði hann að sjálfsögðu að þeirri spurningu sem allir sem myndu spyrja hann: „Er það ABBA safnið á eftir?“
Eins og allir sem eru ekki með greindarvísitölu undir 60 eða greindir með sjúkdóminn „boringus humanos“ sagði hann að sjálfsögðu já.
Við hentum okkur því beint á ABBA safnið. Theo varð þó fyrir þeirri leiðinlegu reynslu að leiða okkur inn á vitlaust safn sem hét Vasa safnið. Við borguðum okkur inn á það og héldum að við værum að fara að sjá glysgalla Björn Ulvaeus í allri sinni dýrð. Eftir smá stund spurði ég þó konuna í afgreiðslunni: „Det är inte ABBA-museum, är det?“

Hún tók laufléttan hlátur á þetta og gaf okkur skemmtilegan svip. Sem betur fer fengum við borgað til baka og græddi Theo meira að segja á þessu þar sem hann hafði borgað stúdentaverð en fékk borgað fullt verð til baka.

En til að lýsa ABBA safninu í einni setningu þá myndi ég segja: „Money well spent“. Við að labba þarna inn og það sem tekur á móti manni er taktfastur diskó taktur „Dancing queen“. Getur maður beðið um það betra?
Ásamt því að vera safn um alls konar hluti sem tengjast ABBA þá var líka hægt að gera þarna ýmislegt eins og að taka karíókí, taka upp tónlistarmyndband og klæða sig upp í sýndarveruleika ABBA föt. Við tókum að sjálfsögðu upp tónlistarmyndband við lagið „Dancing Queen“ og má sjá afraksturinn hér:
https://youtu.be/bEXYPcaD5fo

Eftir ABBA safnið gengum við Theo um bæinn. Þennan dag rákumst við á vinkonu mömmu minnar ásamt því að ég rakst aftur á Brynju sem hafði verið með mér í fluginu og bróðir hennar. Því hafði Theo sem aldrei hafði hitt Íslending áður rekist á fjóra Íslendinga af algjörri tilviljun sama daginn. Hann ætlaði reyndar til Íslands eftir að hafa verið í Stokkhólmi en hætti við vegna peningaleysis og fór í staðinn til Bucharest. Þetta var því það næst besta sem gat komið í staðinn.

Theo er að læra viðskiptafræði í Luxembourg og fórum við að hitta vini hans sem eru með honum í námi á hostelinu þeirra. Þau eru frá Kína, El Salvador og Spáni. Ég hitti þau svo reyndar aftur í dag hérna á hostelinu í Osló en meira um það í næsta bloggi.
Á hostelinu þeirra var spurningakeppni í gangi. Spurningakeppnin var um sænska menningu svo ég hafði óþæginlega mikið forskot enda spurt um margt af því besta í heiminum(ABBA og IKEA) og eina fólkið sem var að keppa voru frá löndum sem hafa ekki beina tengingu við Lars Lagerbäck. Það fór því svo að við unnum mjög sannfærandi en skemmtilegt var þetta. T.d. var spurt um hver skrifaði Línu Langsokk.

Við Theo skiluðum okkur svo inn á hostelið aftur um kvöldið en þá hafði bandarískur/indverskur strákur sem hét Karan komið sér fyrir í herberginu með okkur. Hann var á leiðinni til Íslands og kíktum við allir út með honum þegar leið á kvöldið.

Daginn eftir hitti ég svo á herra Kristófer Þór Magnússon sem var með mér í bekk í Verzló og í verkfræðinni í HÍ. Hann var auðsjáanlega búinn að mastera sænska lúkkið enda vel flottur á því. Frakki, flottir skór, þröngar gallabuxur og allt að frétta.
Hann er í Iðnaðarstjórnun(minnir mig) í KTH. Þennan dag var rosa gott veður, sex stiga hiti og sól. Hann sagði mér frá ýmsu sem hafði drifið á daga hans auk þess sem að við fórum upp á útsýnispall þar sem að við náðum að sjá Stokkhólm skarta sínu allra fegursta, mjög rómantískt!
Kristófer býr í norður Stokkhólmi í íbúð sem amma hans og afi eiga, nánar tiltekið í Täby. Hann æfir fótbolta í liði sem er í efstu sýslu deildinni og er að fá einhvern pening fyrir það, yndislegt. Það sem er hins vegar ekki jafn frábært er það að liðið er í suður Stokkhólmi og tekur það hann 1,5 klst að fara á æfingu. Heildartíminn að fara á æfingu er því sex tímar þar sem æfingin er 3 tímar, what a metnaður! Kristófer má svo sem eiga það að hann er mjög metnaðarfullur ungur drengur því að ekki nóg með það að hann hafi verið dúx í verkfræðinni og semí dúx í Verzló þá gerir hann líka augnæfingar og borðar augnbætandi mat svo hann þurfi ekki að nota gleraugu. Mjög fyndið finnst mér!

Við hittum svo Þór og Jóhann seinna um daginn, Þór var í Mínu mús bol sem var endalaus uppspretta klassískra brandara þann daginn.
Við gengum um Stokkhólm og skoðuðum vel. Jóhann var alltaf að leita af einhverjum lundi sem okkur fannst mjög fyndið en ennþá fyndnara fannst okkur hvað Þór var duglegur að lesa af einhverjum random skiltum og þýddu þau yfir á íslensku.
Eftir góðan dag þar sem gengið var um Djurgården og sagt var mikið af góðu gríni var komið að endalokum.
Ég þakkaði drengjunum kærlega fyrir mig þar sem var svo haldið á vit ævintýranna.

Mynd dagsins:
KariGoogle

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Strákarnir léttir, ljúfir og kátir í Google


Anyway, like I was sayin', shrimp is the fruit of the sea

Góða kvöldið kæra fólk,
nú eru menn komnir heim eftir langt og gott ferðalag um US and A og siglingu um Karabíska hafið.

Síðast þegar að ég skildi við ykkur vorum við fjölskyldan að stíga frá borði eftir viku siglingu um Karabíska hafið, ævintýrið sem það var!
Ég hef verið í sambandi við plötusnúðinn á skipinu og hann er reglulega að senda mér hvað er í gangi og núna er eitthvað sem heitir Holy Ship! sem er þannig að öllu skipinu er breytt í einhvern veislubát og það er samfleytt teiti þar í fjóra daga. Það er örugglega eitthvað.

Eins og alltaf í US and A þá þurfti að byrja á að leigja bíl, síðan var keyrt að húsinu sem var rétt hjá Orlando, þar sem við gistum. Þann dag var bara 14 stiga hiti og það var skítkalt!
Húsið sem við gistum í var eins og allt í US and A, töluvert stærra en það þarf að vera. Auk þess var að sjálfsögðu líka sundlaug og net yfir henni eins og í öllum hinum húsunum í hverfinu.
Það var svo maður sem kom og hreinsaði sundlaugina. Hann sagði fyrst við okkur að hann væri að leita að krókódílum enda klassískur brandari. Ég ákvað að djóka eitthvað áfram í honum um að ég hafði líka heyrt það að krókódílar væru svo litlir að það þyrfti sérstök áhöld til að finna þá.
Hann nennti því ekki neitt!

Á gamlárskvöld var okkur svo boðið í teiti til Helgu og Eiríks sem eru vinafólk mömmu og pabba. Stórfjölskyldan þeirra var með þeim þar svo það var í kringum 30 manns þarna örugglega. Þetta var því heljarinnar fjör og allt að frétta. Var meðal annars farið í mjög skemmtilegt pub quiz þar sem að maður átti t.d. að giska á hvaða fræga manneskja þetta væri miðað við lítinn andlitsbút af þeim. Við fjölskyldan fórum svo heim til okkar rétt fyrir miðnætti og héldum þar upp á áramótin ásamt fyrrnefndum systrum þeim Elísu, Guðbjörgu og Selmu Skúladætrum.
Það var mjög skemmtilegt og getum við bara orðað það þannig að mamma á töluvert meiri framtíð fyrir sér í beer pong heldur en pabbi.

Daginn eftir var horft á áramótaskaupið og get ég ekki neitað því að ég hafði mjög gaman að því. Ennþá skemmtilegra fannst mér að pabbi fór inn á facebook og sá að vinkona frænku minnar hafði gert status á facebook sem fjallaði um það að af öllum veislugestum hennar sem voru 18 talsins hafði enginn hlegið yfir áramótaskaupinu þrátt fyrir frábæran efnivið. Frænka mín hafði þá skrifað athugasemd hjá þessari vinkonu sinni að heima hjá henni hefði 14 manns verið og af þeim höfðu 13 manns grátið úr hlátri. Svona er fólk mismunandi.

Um kvöldið var svo haldið í Disney World þar sem ekki þurfti að borga inn.
Bjóst ég við að sjá svona margar búðir þarna? Neibb
Bjóst ég við að sjá svona mikið af fólki? Neibb
Bjóst ég við að sjá svona marga töffarahjólastóla? Jájá það kom ekki mikið á óvart
https://fiercefatties.files.wordpress.com/2012/08/yhst-13787673511982_2222_2527285.jpg
Kaninn kann að selja, það er þinglýst.
Klukkan 8 um kvöldið var svo rosalegasta ljósasýning sem ég hef séð (https://www.youtube.com/watch?v=NUYAPg-8SY0) . Þá var búið að koma 300 flýgildum(drónum) fyrir á himnum og þeir látnir lýsa með mismunandi litum og hreyfingum, mjög tilkomumikið.

Þar sem að við vorum stödd í Orlando, Flo Rida gekk náttúrulega ekki annað en að ég og Golfrekur skyldum skella okkur í golf.
Við skruppum þá í golf á völl sem var rétt hjá húsinu sem við gistum í. Við áttum rástíma með kanadískum bónda sem hét Kevin. Eins og gengur og gerist með Kanadabúa var hann innilega kurteis og ferskur maður. Þar sem að ekki er hægt að spila golf á vellinum nema á golfbíl gerðumst við ekki lögbrjótar og fékk ég og Bílrekur sitt hvorn bílinn. Það var virkilega gaman en ég hafði aldrei áður notað svona bíl í golfi. Bíllinn hjálpaði mér nú reyndar kannski ekki mikið með gæði högganna en ég fékk þó reyndar einn fugl. Ég væri þó reyndar að ljúga ef ég sagðist hafa fengið eitthvað par...stöðugur leikur af minni hálfu semsagt. Það er líka algjör óþarfi að minnast á hvernig Skollreki gekk.

Um kvöldið fórum við svo í Universal Studios þar sem að við hittum fyrir frænda og frænku okkar, systkinin þau Jón Frímann og Ragnheiði Jónsbörn.
Jón Frímann er jafn gamall Patreki(19 ára) og er mikill áhugamaður um golf. Hann náði því að plata systur sína hana Ragnheiði til að koma með sér því að 19 ára töffarar eiga ansi erfitt með að leigja sér bíl. Auk þess held ég að Ragnheiður hafi mjög gaman að vera með bróður sínum í US and A.
Við fórum saman á veitingastaðinn Bubba Gump sem er afsprengi ein af mínum uppáhalds bíómyndum, Forrest Gump. Frá því að myndin kom út árið 1994 hafa verið opnaðir 44 veitingastaðir og ganga þeir allir út á þessa 142 mínútna mynd, mjög vel nýttar 142 mínútur!
Í miðri máltíð(sem auðvitað innihélt rækjur) kom þjónninn til okkar og tók okkur í spurningakeppni úr Forrest Gump. Ég hafði virkilega gaman að því og gátum við svarað flest öllum spurningunum nema númer hvað Forrest Gump var þegar að hann keppti í ruðning og hvað Bubba vinur Forrest hét fullu nafni. Svör eru birt neðst á blogginu.

Öll ævintýri verða svo einhvern tímann að enda og það gilti það sama um þetta.
Ég vil enda þetta blogg mitt á að þakka mömmu minni og pabba kærlega fyrir að bjóða okkur bræðrunum í þessa yndislegu ferð sem gleymist seint.

16010310_10154834104012464_1119204783_o

 

 

 

 

 

 

 

Ég, Golfrekur og King Kevin að velta því fyrir okkur hvort það væri betra að taka "Hollenska hookið" eða "Slóvenska slicið"

Svör frá Bubba Gump veitingastaðnum:

1.44

2.Benjamin Buford Blue
(You can barbecue it, boil it, broil it, bake it, saute it. Dey's uh, shrimp-kabobs, shrimp creole, shrimp gumbo. Pan fried, deep fried, stir-fried. There's pineapple shrimp, lemon shrimp, coconut shrimp, pepper shrimp, shrimp soup, shrimp stew, shrimp salad, shrimp and potatoes, shrimp burger, shrimp sandwich. That- that's about it.)


Make America gay again

Hey Joe, what do you know you know? You come from Mexico?

Nú eru menn staddir á 28.310413, -81.641191 einnig þekkt sem Four Corners sem er rétt hjá Orlando, Florida, US and A, N-Ameríku. Í dag var mikill sorgardagur hjá okkur fjölskyldunni enda síðasti dagur okkar um borð í skemmtiferðarskipinu Norwegian Epic sem sigldi um Karabíska hafið. Ég held þó að ákveðið líffæri sem getur orðið að skorpu og seytir gallrauða í gall hafi þó reyndar hoppað hæð sína af gleði enda komið í kærkomið frí fram að áramótum(dagsfrí). Við getum bara orðað það þannig að það hefði verið mjög heimskuleg ákvörðun ef við hefðum ekki keypt drykkjarpakkann á skipinu.

Síðast þegar að ég skildi við ykkur vorum við á hóteli í Flo Rida að fara upp í rútu að skipinu. Það var svo sem ekki mikið að frétta í þessari rútuferð fyrir utan það að fararstjórinn(Skúli Sleggja) var með free comedy allan tímann. Draumur í dós.

Fyrsta kvöldið var byrjað að fara á veitingastað með allan hópinn. Þar sat ég við hliðina á ferskum sjóara frá Hafnafirði sem kenndi mér allt um muninn á línuveiðum og netaveiðum. Ég get því með stolti sagt ykkur frá því að sjómílan er 1852 metrar. Um kvöldið kynntumst ég og Pattinegger svo dætrum Skúla Sleggju þeim Guðbjörgu, Selmu og Elísu sem urðu vinnufélagar okkar þessa siglinguna. Mjög gaman að þeim.

Dagurinn eftir var líklegast eðlilegasti aðfangadagur sem ég hef upplifað. Mætt var á eyju í Bahama eyja klasanum sem skipafélagið átti. Þar var gjörsamlega allt til alls(Arnar Grand, Vala Grand, hvort viljiði?) sandur, sól, gleði, klósettpappír, kokteilar, nefndu það bara.

Eitt það fyrsta sem maður tekur eftir varðandi þessa siglingu er hvað það er mikil hræðsla um matareitrun sem er nokkuð skiljanlegt. Væri nett svekkjandi ef Maggi Texas fengi að elda fyrir alla gesti(4.000 manns) og allir yrðu veikir. Það er því regla á skipinu að ef maður fer inná veitingastaði þá þarf maður að spritta á sér hendurnar. Á sumum veitingastöðunum unnu fólk við að spritta mann og sú allra skemmtilegasta var stór svört kona sem sagði með rosa blíðri röddu: „Washy, washy, happy, happy, smiley, smiley!“

Um kvöldið var svo haldið fótbolta mót þar sem að við vorum nokkrir Íslendingar saman í liði á móti US and A mönnum. Við vildum auðvitað halda uppi heiðri Íslands og gera alla skíthrædda við okkur sem endaði á því að við unnum þá 11-0. Hef líklegast aldrei verið jafn stoltur að vinna fótbolta leik þrátt fyrir að hann var spilaður gegn mönnum sem hafa varla snert fótbolta á sinni ævi á leikvelli sem er gerður aðallega fyrir krakka yngri en 12 ára. Maður verður að halda uppi öllum merkilegri lífssigrum sínum.

Næsta stopp var Cayman eyjur. Eins og flestir hjartahreinir Íslendingar byrjuðum við á því að sækja arfinn okkar vegna sölu bílaumboðs í einn bankann. Að því loknu gat fjörið fyrst byrjað.
Við hoppuðum upp í rútu til að fara í skoðunarferð um eyjuna. Það átti eftir að vera algjör draumur enda paid comedy. Leiðsögumaðurinn okkar um eyjuna var eyjarskeggi að nafni Everton. Hann byrjaði bara strax á einum laufléttum til að fá mannskapinn yfir á sitt band. Við keyrðum þá fram hjá KFC og þá sagði hann að á Cayman eyjum væri KFC kallað „Keep you from cooking“. Klassískur brandari enda stór hluti eyjaskeggja blökkumenn og eins og allir vita hata þeir ekki Colonel Sanders.

Síðan hélt grínið/fróðleikurinn bara áfram. T.d. þá sagði hann að á eyjunum sem u.þ.b. 60.000 manns búa á væru 650 bankar og 600 tryggingafyrirtæki. „We call them washing machines“ bætti hann við svo með sínum yndislega Cayman hreim.

Á Cayman eyjum eru engir sem sjá um póstútburð heldur er allur póstur settur á miðlægan stað í pósthólf á eyjunni og sækja heimamenn póstinn sinn þangað, „So if you don‘t want the bills, don‘t go there“ sagði hann um pósthólfin.
Annað sem er skemmtilegt varðandi Cayman eyjur er að villtar hænur eru útum allt. Það var því mjög kaldhæðnislegt þegar að hr. Everton benti okkur hænurnar sem voru fyrir utan KFC.

Síðan liðu dagarnir og var hver annar betri, ég og mínir ferðafélagar fórum að kynnast mikið af fólki af borði þarna á skipinu og var það þannig að ég var orðinn þekktur sem mr. Iceland.
Meðal þess fólk sem við kynntumst hvað best var drengur frá Púertó Ríkó sem hét Gabriel Jesus, klassískt að taka Jesús brandarann á hann. Hann var yndislega ferskur drengur sem langar mikið til að flytja til Skandinavíu seinna í framtíðinni. Eitt kvöldið var hann að spjalla við þýska stelpu. Í sakleysi mínu kenndi ég honum mína allra bestu þýsku og bað hann um að segja við hana „Deutschland, Deutschland, über alles“ sem ég sagði við hann að væri falleg kveðja á þýsku.
Sem betur fer vissi hann ekki að þetta var upphafs línan í þjóðsöng Þriðja ríkis Adolf Hitlers og sagði hann því þetta við hana. Henni fannst þetta ekki jafn fyndið og mér. Ég bað Gabriel svo um að segja við hana „Arbeit macht frei“ sem ég útskýrði fyrir honum að þýddi að hún væri yndisleg. Því miður trúði hann því ekki enda rökrétt ályktun þar sem að það var aðalslagorð nasista í útrýmingarbúðum þeirra.
Einnig kynntist ég vel bandarískum dreng sem heitir Paul McClure og er í háskóla í Washington. Hann hafði farið á 8 svona siglingar auk þess að hafa farið útum allan heim meðal annars Íslands. Við höfðum mjög góðan sameiginlegan grundvöll enda báðir einstaklega hrifnir af biluðu bulli og þess að leysa hnúta á skóm fólks.
DJ-inn á skipinu hét svo Rommel Alegre og var frá Filippseyjum, hann var ferskari en allt sem heitir ferskt og var svo ánægður með að hafa kynnst okkur Íslendingunum. Það var alltaf hægt að fara til hans ef manni langaði að heyra Basshunter eða eitthvað álíka.

Það má svo að sjálfsögðu ekki gleyma að kynna rækilega systurnar þær Elísu, Guðbjörgu og Selmu Skúladætur til leiks enda vorum ég og Patrekur mjög duglegir að vinna yfirvinnu með þeim auk þess sem að fjölskyldur okkar borðuðum nokkrum sinnum saman. Foreldrar þeirra höfðu verið með mömmu okkar í menntaskóla auk þess sem mamma spilaði körfubolta með mömmu þeirra, Hörpu um árabil. Við gerðum ýmislegt sniðugt saman, sérstaklega þegar eitthvað sterkara en Appelsín var við höndina.  Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að þær hefðu ekki gert þessa ferð skemmtilegri.

Það sem kom líka skemmtilega á óvart var hvað það var mikið af samkynhneigðum ungum karlmönnum um borð. Má þar t.d. nefna hann Tanner Young sem sást aldrei án derhúfunnar sinnar sem á stóð „Make America gay again“.  Hann hnýtti líka einu sinni skóna mína mjög skemmtilega eftir að Paul hafði leyst reimarnar mínar.
Einnig var þar annar drengur sem var rosalega góður að syngja og dansa eins og Nicki Minaj og þegar að ég segi að dansa eins og hún þá virkilega meina ég það.
Gabriel Jesus var það líka en hann var ekkert sérstaklega mikill Páll Óskar, við komumst í raun ekki að því fyrr en á þriðja degi þegar að hann tilkynnti okkur það og baðst afsökunar á því að vera ekki búinn að tilkynna okkur það fyrr. Okkur gat auðvitað ekki verið meira sama og hann sagði að það væri stærsta ástæðan fyrir því að hann vildi flytja til Norðurlandanna. Síðast en ekki sístur var svo einn töffari sem ég man ekki hvað heitir en ég hef líklegast aldrei séð karlmann hrista mjaðmirnar jafn vel. His hips don‘t lie!

Eitt sem var líka svo frábært við þetta skip var öll aðstaða. Alltaf var hægt að fá að borða og það voru vatnsrennibrautir um borð sem var unaðslegt.  Einnig var rækt þarna og alltaf hægt að fara í fótbolta og körfubolta við litla stráka á íþróttavellinum(viðurkenni, mjög skrítið að skrifa þetta. Var samt mjög skemmtilegt).

Næst síðasta daginn var svo stoppað á mexíkóskri eyju sem hét Cozumel sem er rétt fyrir utan Cancun. Þar fórum ég og Patti að snorkla. Sólheimaglottið sem myndaðist á Patta eftir snorklið hefur ekki verið hægt að þurrka af honum eftir það og er það fyrst núna að verða að Kleppsglotti (sex dögum seinna). Ef Patti myndi deyja á morgun væri þetta það himnaríki sem hann myndi vilja fara til.
Um kvöldið var svo haldið til baka á skipið og var þar slegið upp heljarinnar Glow stick partý sem var svoldið mikið gaman. Þá klæddum við okkur upp í okkar fínasta hvíta púss og helltum glow stick vökva yfir okkur líkt og Grikki sem hellir yfir sig þýskum skuldum. Ég fékk bæði vökvann í augun og munninn en „beauty is pain“. Maður kemst ekki í gegnum lífið án þess að fá óbragð í munninn endrum og sinnum.

Komið var svo að loka deginum. Mikil sorg sem það var.
Þegar að ég lá í hægðum mínum í sólbaði spurði mexíkanskur fjölskyldufaðir mig um að taka mynd af fjölskyldunni. Bað mig um að fara upp á þak og taka myndina að ofan. Ég gerði fastlega ráð fyrir því að þetta yrði í mesta lagi svona 10 manns en svo hélt fólkið bara áfram að koma út úr lyftunni, líkt og mexíkanar sem koma út úr vinnutrukk að tína appelsínur. Í heildina held ég að þetta hafi verið 25 manns, mjög fyndið fannst mér.

Um kvöldið var svo kíkt aðeins út á lífið og kvatt allt fólkið sem við höfðum kynnst þar. Sama kvöld kynntist ég fólki frá Kansas. Þeim fannst alveg ótrúlegt að ég væri 24 ára, ógiftur og barnlaus. Þau voru sjálf öll í kringum tvítug og flestir vinir þeirra voru bæði giftir og áttu börn. Þegar að ég sagði þeim að það væri algengt á Íslandi að eignast börn áður en fólk giftist þá urðu þau næstum kjaftstopp og fólk giftist mjög oft eftir þrítugt. Svona er heimurinn mismunandi. Þeim fannst líka frekar fyndið þegar að ég sagði þeim að mér fyndist mjög sérstakt að hvar sem maður væri í Bandaríkjunum væri maður alltaf spurður „How are you?“ jafnvel þó að fólk meinti ekkert með því. Þau höfðu aldrei pælt í þessu áður og þegar að þau spáðu í því fannst þeim það líka frekar skrítið. Ég meina, er starfsmanni sem vinnur í WalMart ekki nákvæmlega sama hvort manni líður vel eða illa?
Ég og Patti ræddum það oft að svara „Not well, I was just diagnosed with cancer today and Scunthorpe just beat Yeovil Town“. Því miður höfum við ekki ennþá gerst svo djarfir en það mun koma að því.

Mynd dagsins:

15841833_10208311713815748_1136606181_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allt rangt við þetta

 


Loksins skilur maður mr. 305, mr. Worldwide

Góðan daginn kæru lesendur,
nú sit ég eins slakur og það gerist á þilfari Norwegian Epic sem er skemmtiferðaskip sem siglir suður um höfin að sólgylltri strönd nánar tiltekið um Karabíska hafið. Best af öllu, það er jóladagur og það eina sem ég þarf að pæla í er hvort að ég þurfi sólarvörn nr. 15 eða 30.

Síðast þegar að ég skildi við ykkur vorum við fjölskyldan á leiðinni frá köldum stað(St. Louis, Missouri) að hlýjum stað(Fort Lauderdale, Flo-Rida) í US and A.

Það fyrsta sem maður þarf alltaf að pæla í hér í US and A er hvernig maður getur reddað bíl enda ekki séns að vera án þeirra. Síðan var KEYRSLA enda allar vegalengdir alveg gífurlegar. Fyrsti staðurinn sem við keyrðum að heitir Marathon(ég veit, nóg af bröndurum hægt að segja um það bæjarnafn en ég ætla að leyfa ykkur að sleppa við það). Marathon er lítill strandbær staðsettur á Florida Keys. Að keyra eftir þessu rifi er hreint út sagt ótrúlegt, virkilega fallegt. Skil í raun og veru ekki af hverju þetta er ekki frægari staður. Um kvöldið þá enduðum við fyrir ótrúlega tilviljun á heimilisbát hjá fólki sem lifði mjög klassísku bóhem lífi. Maðurinn, Chris hafði átt veitingastað en seldi hann svo bara og keypti sér svo bara bát og siglir um höfin og vinnur fyrir sér með því að elda á hinum og þessum veitingastöðum. Konan, Erin var með meistara gráðu í viðskiptafræði en ákvað að snúa sér bara algjörlega við og búa þessu lífi. Þau fullyrtu bæði að þau höfðu aldrei verið jafn hamingjusöm á ævinni þrátt fyrir að eiga næstum ekki neitt. Fallegur hugsunarháttur finnst mér.
Ég hafði líka mjög gaman að því að þessi Chris var mjög hjátrúarfullur og t.d. þá gjörsamlega hataði hann banana ekki vegna þess að honum finnst þeir vera vondir heldur einfaldlega segir hann að mikil ógæfa fylgi banönum út á sjó. Þess vegna fannst mér mjög fyndið að lauma bönunum á þilfarið hjá þeim og lét hann ekki vita fyrr en seint um kvöldið að það væri banani um borð. Þá varð hann virkilega hræddur og bað vinsamlegast að fjarlægja þennan banana eins og skot!

Daginn eftir keyrðum við um þetta Florida rif og enduðum á Key West. Það er staður sem ég mæli virkilega með.  Ótrúleg fegurð líka að keyra eftir þessu rifi! Við snerum svo við og keyrðum til Miami.

Miami er í einu orði rosaleg. Það er ekki að ástæðulausu sem kúbverski kvennaljómurinn og textakóngurinn Pitbull minnist á Miami í hverju einasta lagi hjá sér. Það er staður sem ég ætla skjalfest að fara aftur á. Gjörsamlega geggjuð strönd og allt að frétta með allt annað. Um kvöldið kíktum ég og Patti litli bróðir út á lífið í Miami. Þar sem að Miami varð ekki stórborg fyrr en á 6. áratugnum með tilkomu innflutnings mikils magn af hvítu dufti sem er ekki hveiti og ekki bökunarsódi þá kom það okkur ekki á óvart að við vorum spurðir þrisvar hvort við vildum „bökunarsóda“  á fyrstu fimm mínútunum okkar þar.

Morguninn eftir vorum ég og pabbi einstaklega lúmskir og skelltum okkur í lauflétt útihlaup. Eins og gengur og gerist þá hoppaði stór hundur á pabba sem meiddi hann töluvert. Svo er alltaf talað um hvað það sé gott fyrir mann að fara út að hlaupa!

Það var síðan keyrt á næsta hótel sem staðsett er í Florida mall. Við þurftum þó fyrst að skila bílaleigubílnum. Maðurinn sem við fengum far með frá bílaleigunni að hótelinu var frá Jamaíka og algjör eðal töffari sem elskaði að segja „ya, man!“ með jamaíkískum hreim. Var hreint út sagt yndislegt. Við höfðum líka sameiginlegan grundvöll að tala um þar sem að við vorum báðir mjög hrifnir af „Cool runnings“ bíómyndinni og auðvitað Bob Marley.
Á hótelinu hittum við svo leiðsögumanninn okkar sem er gamall vinur mömmu úr menntaskóla og heitir Skúli, ég var ekki að hata hversu mikill brandakarl hann er. Fjölskyldan hans var þó orðinn aðeins þreytt á bröndurunum hans. T.d. slær það alltaf í gegn þegar að hann er spurður hvort að dætur hans séu dætur hans, þá svarar hann alltaf: „Tja, konan mín segir það allavega“.
Okkur var svo ekki til setunnar boðið heldur en að undirbúa okkur fyrir siglinguna sem myndi verða daginn eftir.

Mynd dagsins:

15820760_10207882358633014_1310860115_o

 

 

 

 

 

 

 

Við að njóta þess að hafa aðgang að sólarvörn á Miami beach

 

 


Ameríkanar hafa líka gaman af Einz, zwei, Polizei

Góða kvöldið kæra fólk,
eins og staðan er núna sit ég eins ferskur og það gerist að keyra á milli Fort Lauderdale og Marathon sem staðsettir eru á Florida skaganum í US and A ásamt fjölskyldunni minni(Guðmundur Jónasson a.k.a. Prince of partying, Hanna Ingibjörg Birgisdóttir a.k.a. Princess of partying og Patrekur Gísli Guðmundsson a.k.a. King of partying!).

Þessi ferð okkar verður þriggja vikna löng og byrjaði á því að við heimsóttum frænku okkar Elleni sem býr rétt hjá St. Louis í Missouri sem var að útskrifast úr háskóla sem endurskoðandi. Síðan munum við halda áfram og fara til Florida þar sem við munum dvelja á hinum og þessum stöðum í þrjá daga, fara svo í skemmtiferða siglingu um Karabíska hafið í eina viku og klára svo ferðina í Flórída, nóg af sól, nóg af vitleysu

Ævintýrið byrjaði eins og mörg önnur góð ævintýri með því að ég kláraði síðasta prófið mitt þessa önnina í HÍ í forritunarmálum hjá Snollvélinni a.k.a. Snorri Agnarsson.
Síðan drifum við okkur öll upp á flugvöll með hjálp frá Magnúsi Thorlaciusi vini mínum og rokkstjörnu sem ætlar að passa húsið og köttinn Depil a.k.a. Partypussy meðan við verðum í burtu ásamt kærustunni sinni.
Chicago var fyrsti áfangastaður en þar var bara töluvert kalt og fyrsta skipti í langan tíma sem við sáum snjó.
Eins og gengur og gerist þegar að maður er í US and A þá þarf maður að leigja sér bílaleigubíl og var það gert. Konan sem hleypti okkur útaf því svæði var skilgreiningin á skemmtilegri svartri konu. Þegar að pabbi var ekki að finna einhvern takka sem þurfti að ýta á þá kallaði hún eitthvað á vinkonu sína og þær gáfu alls konar leiðbeiningar þar sem var meðal annars sagt „Look up in the sky baby!“ (sagt með miklum svertingja hreim, mjög skemmtilegt!).

Við keyrðum svo inn til Chicago þar sem að við gistum eina nótt. Það var bara mjög fínt og gerðist ég svo djarfur að prófa sundlaugina þar. Morguninn eftir keyrðum við til frænku minnar Ellenar sem er systir Danna Deutsch, frænda míns og alls ekkert skyld Ellen DeGeneres eða Pitbull ef einhver var að velta því fyrir sér.

Ellen býr í litlum bæ sem heitir Labadie sem er rétt hjá St. Louis, Missouri ásamt eiginmanni sínum Joe Lohmeyer.  Þar fyrir voru Lollý frænka mín (mamma Ellenar), Danni Deutsch (bróðir og puttastríðs félagi Ellenar) ásamt Marjani kærustu Deutscharans. Húsið þeirra er í mikilli brekku og sem betur fer lentum við í mestu hálku sem verið hefur á þessu svæði í þrjú ár. Það var því ekkert skemmtilegra en að renna sér niður brekkuna á skónum og var ég orðinn ansi góður vinur 8 ára strákanna i götunni(https://www.youtube.com/watch?v=Uyx8Sx6bBOs&feature=youtu.be). Það var reyndar eitthvað erfiðara að keyra við þessar aðstæður en maður verður jú alltaf að fórna einhverju fyrir góða skemmtun.

Um kvöldið fórum við svo í útskriftina hennar Ellenar. Þar gerðist ekki mikið fyrir utan allt það sem að gerðist og er mér það sérstaklega minnistætt þegar að þjóðsöngurinn var spilaður og allir lögðu hönd á brjóst og horfðu í átt að bandaríska fánanum. Ég tók að sjálfsögðu þátt í því og hafði mjög gaman af! Ekki má gleyma að monta sig yfir því að Ellen fékk viðurkenningu fyrir námsárangur.

Þegar herlegheitin voru liðin hjá var ákveðið að fara út að borða. Við enduðum að fara á stað sem heitir Olive garden en Patrekur var ansi svekktur þegar hann tók eftir því að hægt var að panta öðruvísi rétti en ólífu rétti. Á veitingastaðnum gerðist ég síðan uppvísa að mestu byrjendamistökum sem hægt er að gera í US and A, ég pantaði mér forrétt og borðaði hann allan! Þá er bara ekki einn einasti séns að klára matinn sinn en við doggy(böguðum) bara matinn sem kláraðist ekki(taka matinn með sér heim).

Morguninn eftir vöknuðum bæði ég og mamma eldsnemma enda bæði stillt inn á íslenskan tíma(6 klst. tímamunur). Við ákváðum því að fara í göngutúr án þess að kíkja á neina hitamæla, sem reyndist vera mjög sniðugt. Þar sem Ellen býr fer enginn í göngutúr. Hvað þá þegar að það er 16°C frost. Við fengum því tilboð um far en afþökkuðum það. Lærin voru ansi nálægt frostmarki þegar að við vorum svo komin heim.

Um hádegið var svo haldin alvöru útskriftarveisla „miðríkja style“. Nóg af veigum, bæði í vökva og föstu formi.
Fyrsti drengurinn til að mæta á svæðið hét Mike og er frændi Joe, eiginmanns Ellenar. Ég kynnti hann inn sem „Mike the punisher“ og eftir það var erfitt að stoppa hann. Við getum bara orðað það þannig að þegar hann mætti á svæðið leit hann út fyrir að vera dagfars prúður heimilisfaðir sem myndi varla fá sér neitt sterkara en appelsín en hann endaði á því sofa alla nóttina á La-Z Boy stólnum hennar Ellenar. Mjög gaman af honum!

Ég hafði virkilega gaman af þessu partýi og það var þannig í enda kvöldsins að ég var búinn að kenna flestum Ameríkönum þarna tvo mikilvægustu frasanna sem til eru að mínu mati.

  1. Einz, zwei, polizei!
  2. Alla som inte dansar är våldtäktsmän

Það að Mike hafi sofnað á La-Z Boy stólnum hennar Ellenar má að einhverju leyti rekja til þess að hann var full duglegur að segja einz, zwei, polizei!

Daginn eftir vöknuðu allir heimilismenn eldferskir og var förinni heitið að skoða helsta umhverfi Ellenar. Fyrst komum við til St. Louis og var skoðað þar ýmislegt eins og „the Arch“ og borgarminjasafnið. Ég hef mjög gaman að Bandaríkjamönnum og sagði einn maðurinn þar „Hey big fellah, you know what the time is“ með miklum Suðurríkjahreim, mjög skemmtilegt.

Eftir að hafa skoðað St. Louis fórum við í heimsókn til foreldra Joe sem búa á sveitabýli töluvert fyrir utan St. Louis. Pabbi Joe‘s sem heitir Tom tók á móti okkur og er það maður sem er maður að mínu skapi. Það að segja að hann tali mikið er vanvirðing við orðið „mikið“. Þegar ég og Patrekur mættum á svæðið þá byrjaði hann að faðma Patrek að sér og segja við hann „the sensible brother“ síðan sneri hann sér að mér og faðmaði mig að sér og sagði „the weird brother“. Mjög fyndið fannst mér. Hann hafði verið í veislunni kvöldið áður.
Þau rækta aðallega geitur en það eru líka nokkrir hestar þarna. Sem betur fer hafði einn kalkúnn sloppið inn fyrir geita girðinguna nokkru áður og var mjög fyndið að heyra geiturnar vera í kappræðum við kalkúninn.

Í dag vöknuðum við svo eldsnemma og brunuðum beint upp á flugvöll. Við kvöddum Elleni og Joe þar sem að þau áttu bæði eftir klst keyrslu eftir til að fara í vinnuna. Þegar ég ætlaði að rífa í spaðann á Joe til að þakka honum fyrir sagði hann svo yndislega: „Brothers don‘t shake hands, brothers hug“, mjög krúttlegt fannst mér.

Til að komast til Fort Lauderdale þurftum við fyrst að millilenda í Atlanta. Þar sem að ég er svo vanur því að geta sagt hvað sem er við fjölskylduna mína án þess að nokkur annar skilji þá sagði ég óvart svoldið hátt „Housenigger“ þar sem að ég var að tala um svertingja sem bjuggu á bómullarökrunum hérna áður fyrr og unnu inni í húsunum. Sem betur fer held ég að enginn hafi heyrt í mér.

Fastir liðir:

Enska dagsins: Dinghy(lítill árabátur sem er festur á stærri báta, mjög skemmtilegt orð fannst mér)

Mynd dagsins:

15657796_10207814601659132_1565467868_o

 

 

 

 

 

 

 

Eins og maður á versla þegar maður verslar í WalMart

 

 

 


Lukka í ólukku eða ólukka í lukku?

Hej alle sammen,
nú er þessi leiðangur minn um hina yndislegu sunnanverðu Skandinavíu senn að enda og því gráupplagt að skella í eitt blogg eða svo.

Á sunnudaginn hoppaði ég upp í lest frá Lund til Kaupmannahafnar að hitta þær Lovísu(Lobbu) og Ragnheiði(Röggu) ásamt kærasta Röggu hann Úlf og fékk að gista hjá þeim. Þau eru að læra ýmsar verkfræðigreinar í DTU(tækniháskóli í Kaupmannahöfn).
Í lestinni átti ég gott samtal við mann frá Los Angeles sem var 81 árs og var í eins árs heimsreisu. Hann er fyrrverandi lögfræðingur, hætti að vinna þegar hann var 80 ára og leit út fyrir að að vera í svona mesta lagi 55 ára. Hvílík fyrirmynd!

Að lestarferð lokinni hitti ég þær Lobbu og Röggu á Bagsværd station þar sem að þær komu fótgangandi og skælbrosandi að sækja mig. Förinni var heitið í næstu kjörbúð að versla inn alls konar góðmeti fyrir matarboðið sem haldið var hjá þeim um kvöldið. Þær sýndu mér hverfið sem þær bjuggu í og sögðu mér alls konar skemmtilegar sögur. Ég get svarið það að hverfið sem þær búa í er hverfið þar sem Klovn er tekið upp í, semsagt draumur í dós.
Lobba sagði mér líka að hún hafði neyðst til að kaupa sér hjálm þar sem að hún gat ekki talað við foreldra sína án þess að pabbi hennar spurði hana hvort hún væri búin að kaupa hjálm. Lobba er því líklegast eina manneskjan hérna í Kaupmannahöfn sem notar hjálm þegar að hún hjólar í bænum.

Um kvöldið var svo haldið matarboð þar sem að Arna Dýrfjörð og Ari Páll Ísberg sem eru líka að læra hér í DTU og voru með okkur í Verzló mættu í. Úlfur henti í eina rándýra kjúklingasúpu.
Það sem tók við af því var líklegast minnst nördalegasta partý sem ég hef farið í(sex verkfræðinemar saman). Ari bjó til pub quiz með 20 spurningum þar sem voru t.d. spurningar eins og hvað er (x+2)3.
Að því loknu var svo leystur fylkjareikningur sem að Úlfur hafði verið að brasa við í skólanum. Já, það er eins gott að hafa fjölbreytni í þessu. En það sem skiptir máli var að við skemmtum okkur konunglega og ef skemmtunin er konungleg þá skiptir ekki máli á hvaða formi hún er.

Dagurinn eftir það var svo í raun tilgangur ferðarinnar. Þá fór ég og kíkti á framtíðarskólann minn, DTU(Danmarks Tekniske Universitet). Ég var svo heppinn að Úlfur átti eitt aukahjól og fékk ég það lánað þegar Lobba sýndi mér allt það besta sem DTU hefur upp á að bjóða.
Í skólanum hitti ég fyrir Ara Pál Ísberg(Ari kál), Atli Páll Helgason og Hafþór Hákonarson(Haffi kaffi). Eftir að hafa snætt með þeim unaðslega mötuneytismáltíð héldu þeir áfram að læra en ég fór á vit ævintýranna, settist upp á hjólið og drakk í mig stemninguna í Lyngby(úthverfisbær frá Kaupmannahöfn þar sem DTU er staðsett).
Nokkru seinna fékk ég símtal frá fyrrverandi bekkjarbróður mínum úr Verzló honum Alexander Jóhannessyni(Lexi flex) og hitti ég hann á Ráðhústorginu. Við héldum rakleiðis áfram að hitta vini hans þau Bubbi Bergsteinsson og Ína Sturludóttir en ótrúlegt en satt þá eru þau líka í DTU. Stefnan var sett á staðinn Hviids Vinstue þar sem Jónas Hallgrímsson og félagar voru tíðir gestir á og Hr. Hallgrímsson fótbraut sig og dó, líklegast bláedrú. Já, það er gott að við Íslendingar höfum jafn merkan mann sem þjóðhetju!

Síðan var haldið í Tívolí sem skartaði heilmiklum Halloween skreytingum. Það var því mikið fyrir augað að vera það. Við keyptum okkur að sjálfsögðu passa í öll stóru tækin til að geta verið með hinum stóru krökkunum.
Það er komið nýtt tæki þar frá því að ég var síðast sem er einhver flugvél sem snýst í hringi, það var það klikkað að það mætti halda að sómalski sjóræninginn Shafar væri að stýra því. Allavega snérist hausinn á mér næsta hálftímann.

Eftir góða tívolíferð var kominn tími til að tía sig heim. Því miður ákvað ég á þeim tímapunkti að sannfæra sjálfan mig um það að væri ekkert sniðug hugmynd að stilla ekki vekjaraklukku í lestinni á leiðinni heim. Eins og gengur og gerist þá auðvitað sofnaði ég og fór einhverjum þrem stöðum of langt. Til að gera þetta að ennþá betra ævintýri þá voru lestarnar hættar að ganga og því bara um að gera og skella sér upp á reiðhjólið og reyna að finna húsið. Á endanum tókst það en það sem var hvað skemmtilegast var að hjólastígarnir voru lítið eða ekkert upplýstir og því þurfti ég oft að fylgja hvítu línunni á stígnum sem rétt sást vegna birtu frá tunglinu(mjög ljóðrænt!). Ferðin lengdist því um einhverja tvær klst en það var bara gaman að því.

Daginn eftir tók ég svo ennþá stærri skitu á mig. Á flugmiðanum mínum stóð að flugið átti að fara kl 13:05, af einhverjum ástæðum hafði ég í staðinn lesið 3:05. Ég lagði því svona tveimur klst of seint af stað og þegar ég var mættur á flugvöllinn var ekki lengur hægt að innrita sig og því gat ég ekki farið með heim í flugi og þurfti því að kaupa nýjan flugmiða. Ég gat þó allavega huggað mig við að þetta gerðist í Danmörku þar sem hægt var að fá nýjan ódýran miða heim næsta dag og ég var með gistingu. Lovísa, Ragga og Úlfur voru samt ekki jafn heppin að þurfa að hafa mig einn dag í viðbót.
En eins og sönnum góðum gestgjöfum sæmir þá gerðu þau bara gott úr þessu og buðu Gunnar Þorláki Þórssyni(Gull-Gunnar grjótharði) í mat þar sem að eldaður var hinn frægi paragvæski pasta réttur, pasta carbonara.
Þótti mér kvöldið heppnast með besta móti og var mjög gaman að því að einhver var auðsjáanlega nýbúinn að setja 100 kall í Gunnar því að hann gerði ekki annað allt kvöldið en að reita af sér brandara.

Í dag fór Ragga svo með mér niður á flugvöll til að sjá til þess að ég kæmist örugglega á flugvöllinn og reyndar líka til að sækja foreldra sína. Ég held að það hafi samt bara verið afsökun til að vera örugg um að ég kæmist heim.

Að lokum vil ég svo þakka öllum kærlega fyrir sem tóku á mér á þessari ferð minni. Yndislegt að fá að hitta á ykkur. Sérstaklega vil ég auðvitað þakka þeim sem hýstu mig kærlega þeim: Einari, Lobbu, Röggu og Úlf.

Fastir liðir:
Danska dagsins: Du må ikke komme ind fordi du er for sent(Mjög svekkjandi að lenda í þessu)

Mynd dagsins:

14793672_10154258606604219_1119801808_n

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd frá minnst nördalega partý allra tíma


Af hverju að fara í fangelsi þegar maður getur borgað fyrir að fara í fangelsi?

Hej allihoppa,

ég er núna staddur í lest á leið frá Lund í Svíþjóð til Kaupmannahafnar að hitta fyrir tvær fyrrverandi bekkjarsystur mínar úr Verzló þær Lovísu(Lobbu) og Ragnheiði(Röggu) og kærastan hennar hann Úlf. Ástæðan er sú að ég hef verið á einni laufléttri Skandinavíu reisu að njóta alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða enda í hjarta allrar siðmenningar.

Strax frá byrjun ferðarinnar vissi ég að eitthvað ætti eftir að gerast í henni þar sem að einn drengur sem ég þekki frá Verzló hann Einar Lúðvík Ólafsson var í sama flugi og ég en hann var með útrunnið vegabréf og komst því ekki með. Töluverður skellur! Hann keypti sér því nýjan flugmiða og beið á flugvellinum í einhverja 10 tíma.

Í staðinn var ég töluvert með töffara vinum hans úr Grafarvoginum. Þeir höfðu leigt sér íbúð á besta stað í Stokkhólmi og var þar fyrir vinur þeirra hann Gauti Gunnlaugsson sem var líka með mér í Verzló svo það var gaman að því.

Þar sem að ég var ekki með neina gistingu ákvað ég að taka fislétt rölt um Stokkhólm og finna eitthvað fýsilegt. Hvílík borg sem Stokkhólmur er!

Á endanum fann ég eitt yndislegt Hostel í Långholmen. Það hafði verið fangelsi til 1975 svo að ég var semsagt að borga fyrir það að gista í fangaklefa. Mjög gaman að því.

Um kvöldið hitti ég svo þennan mjög svo samheldna vinahóp úr Grafarvoginum og fórum við á Pizza Hut saman og að lokum kíktum við á ölkelduhús Stokkhólms.

 

Daginn eftir tók ég mjög góðan göngutúr um Stokkhólm og æfði mig eins og ég gat í sænskunni og þrátt fyrir að ég segi sjálfur frá þá gekk það furðuvel. T.d. er ég farinn að geta sagt 27 og 77 sem ég er mjög stoltur af. Einnig komst ég að því að låt þýðir lag(song) á sænsku en á dönsku(lort borið svipað fram) þýðir það kúkur. Ég hafði mjög gaman að því.

Eitt það helsta sem ég sá þó hvað mest eftir var að hafa ekki farið á ABBA safnið, en það gefur mér bara aðra afsökun til að fara til Stokkhólms svo það er jákvætt.

Um kvöldið fór ég á Pub Crawl í Gamla Stan. Pub Crawl er viðburður þar sem að fólk hittist á einum bar og röltir svo á milli staða með leiðsögumanni og hefur gaman. Ég hef sjálfur verið nokkrum sinnum leiðsögumaður í Pub Crawli í Reykjavík og mér finnst það vera alveg dásamlegt, ekki til mikið betri leið til að kynnast næturlífi borga finnst mér.

Síðasti staðurinn sem við enduðum á var latínó dans staður þar sem að fólkið hafði svo mikla dans takta að maður hafði ekki séð annað eins. Ég var því eins og belja á svelli þarna inni, en reyndi samt mitt besta sem því miður gekk ekkert sérlega vel!

Í lok kvölds fór ég upp á lestarstöð og lagði mig þar vegna þess að ég ætlaði að vera sniðugur og spara mér gistingu þar sem að ég var á leiðinni til Lund að hitta æsku vin minn hann Einar Þór Gunnlaugsson(Einsi kaldi úr eyjunum) morguninn eftir.

Því miður var bannað að leggjast niður á lestarstöðinni þannig að ég þurfti að leggja mig sitjandi en það var svo sem bara allt í góðu.

Á lestarstöðinni átti ég mjög gott samtal við mjög vinalegan mann frá Gambíu sem hafði búið lengi í London. Eftir langt og vinalegt samtal ákvað hann í lokin að spyrja mig hvort að ég þekkti einhverja kókaín sala í Reykjavík sem vantaði gott og ódýrt efni. Þá ákvað ég að það væri kannski sniðugt að fara eitthvert annað.

Í lestarferðinni til Lund að hitta Einar var ég bænheyrður enda fékk ég góðan lestarklefa og náði því að sofa prýðilega stærsta hluta ferðarinnar sem var sex tímar.

Þegar komið var til Lund hitti mig fyrir einn hrikalega vinalegur drengur hann Einar. Sýndi mér hann um bæinn sem er líklegast einn líflegasti bær sem hægt er að fara til enda búa næstum einungis ungt háskóla fólk þar.

Hann býr hjá konu sem leigir út nokkur herbergi til stúdenta. Meðal annars býr stelpa þar frá Þýskalandi sem heitir Leni. Því miður þá ákvað ég að vera sniðugur og spyrja hvort hún héti Leni Riefenstahl(aðal áróðursmála kvikmyndagerðar kona þriðja ríkisins). Henni fannst það ekkert sérstaklega sniðugt!(Mögulega heyrt það áður)

Á ferð okkar um Lund kíktum við á skólann hans Einars, mikið öfunda ég manninn að vera þarna enda rosa flottur staður.
Í miðju háskólahverfinu er ICA súpermarkaður(borið fram næstum því eins og Ikea og því mjög ruglandi) sem ég fékk að fara á klósettið á. Þar tók afgreiðsludaman á móti mér og fylgdi mér inn á lagerinn þar sem að ég fékk að fara á klósettið. Hún sagðist ætla að bíða eftir mér til að fylgja mér út og hló ég bara að því og hélt að hún væri að grínast. En neibb, hún var ekki neitt að grínast hún bara beið eftir mér. Mjög sérstakt fannst mér!

Um kvöldið fórum við svo og hittum vin hans Einars sem heitir Fabio og er frá Þýskalandi(meikar fullkomið sens). Með honum í för var kærasta hans, systir hans og vinkona þeirra. Við ætluðum að fara með þeim út að borða en þar sem að það var svo löng röð þá nennti ég og Einar ekki að borða með þeim og fengum okkur Shawarma á Lunds Falafel(mjög gott!).

Þau ætluðu á tónleika í Malmö og ætluðum ég og Einar með þeim á það. Staðurinn sem tónleikarnir áttu að vera haldnir á hét Plan B og létu þau okkur fá adressuna og sögðu okkur að mæta þangað. Þegar að ég og Einar mættum þangað eftir gott ferðalag kom það í ljós að þetta var einhver endurskoðanda skrifstofa. Ekki beint hinn fullkomni tónleika staður!
Ég og Einar gerðum því bara gott úr þess og kíktum niður í miðbæ Malmö og var það yndislegt.

Morguninn eftir kvaddi ég Einar með bros á vör. Það gæti líka tengst því að hann var óþægilega jákvæður fyrir því að eiga til kartöflur og hrísgrjón og gat því búið til kartöflu og hrísgrjónarétt um kvöldið.
Hann endaði svo ferðina mína um Lund með því að kenna mér að skúra eins og fólk skúrar í Lund(klassískur brandari úr Næturvaktinni)

 

Fastir liðir:

 

Sænska dagsins:Åka skidor(Að skíða, borið mjög skemmtilega fram)

Mynd dagsins:

vandrarhem-fyrbaddscellejWC2

 

 

 

 

 

 

Dæmi um "fangaklefa" sem ég gisti í


Ótrúlegur gestgjafi

Góðan daginn kæra fólk,
nú er leikdagur númer tvö runninn upp hér í Marseille og því gráupplagt að segja frá hvað á daga okkar hefur drifið síðan síðast.

Síðast þegar að ég bloggaði þá vorum við í þann mund að upplifa stórkostlega lífsreynslu. Dagurinn byrjaði á því að allur herskarinn vígvæddist og fór í alls konar Íslandsbúninga. Það var svo heldur betur ekki leiðinlegt að labba niður að vellinum þar sem horft var á okkur eins og við værum einhyrningar eða eitthvað álíka sjaldgæft og enginn þekkti búninginn.

Áður en við fórum inn á völlinn í St. Etienne var öllum kindunum smalað inn í svokölluð Fan Zone og var það hin besta skemmtun að vera þar. Þá fyrst tók maður eftir hvað það var rosalega mikið af Íslendingum á svæðinu.
Einhver staðar heyrði ég það að 1 af hverjum 2000 karlmönnum á Íslandi á aldrinum 20-40 ára væri í íslenska landsliðshópnum. Ég get því ímyndað mér að hlutfallið af sama hópi á vellinum sé u.þ.b. 1 af hverjum fjórum. Það sem gæti þó hafa blekkt mig að einhverju leyti var það að mikið var af Englendingum í íslensku treyjunni og sumir voru meira segja í Iceland innkaupa poka sem var mjög flott og sungu íslenska stuðningsmanna söngva.

Inn á vellinum er ég nokkuð viss um að ég tala fyrir allan hópinn þegar að ég segi að það var rosalegur fiðringur sem fór um mann. Ég og Tólfubjörg vorum á sama svæði og tólfan(Stuðningsmanna klúbbur Íslands) og það var því ekki sest niður allan leikinn. Það var yndislegt. Stemmningin var gífurleg og hef ég farið á nokkra leiki í útlöndum en enginn er samanburðarhæfur við þennan.

Portúgalarnir voru fleiri en við á vellinum en þar sem að þeir gerðu ráð fyrir einföldum sigri á Íslandi var mjög takmarkað líf í þeim. Það er því auðvelt að ímynda sér líðan þeirra þegar Birkir jafnaði leikinn og allt varð gjörsamlega vitlaust í Íslands stúkunni. Fyrir framan mig og Fótboltabjörgu í stúkunni voru 5 Portúgalar og var eins og þeir vildu vera með leiðindi. Í fyrsta lagi þá reyktu þeir allan tímann þrátt fyrir að það væri bannað og það var ekki fyrr en vörðurinn var búinn að þurfa að segja þeim það þrisvar að þeir mættu ekki reykja sem þeir hættu. Anti-reykingabjörg gekk líklegast harðast fram í þessum málum og uppskar hún fyrir erfiðið eina stóra löngutöng beint frá fimmtugum portúgala.
Eftir að þeir hættu að reykja stóðu þeir í staðinn upp á stólinn og lokuðu á útsýnið fyrir litla íslenska stráka sem voru fyrir aftan. Við báðum þá um nokkrum sinnum að fara niður og var það ekki fyrr en Ísland jafnaði sem þeir fóru niður.

Í stúkunni var mikið gert út á klappa tvisvar og öskra svo „HÚ!“. Við fengum allskonar spurningar um þetta frá útlendingu og héldu sumir að það væri einhver djúp merking á bakvið þetta. T.d. að við værum að segja „blár“ eða „hvalur“. Því miður þýðir þetta ekki neitt meira en bara „HÚ!“

Daginn eftir var förinni heitið til Marseille. Þar tók við okkur líklegast hjálplegasti maður allra tíma að nafni Guy. Hann sótti okkur á lestarstöðina og fór með okkur að húsinu sínu. Hann hafði keypt fullt af mat og drykkjarföng fyrir okkur því hann vissi að við værum svöng. Einnig hafði hann sérstaklega keypt fótbolta rásina fyrir okkur því hann vissi að við vildum horfa á fótboltann. Eins og það væri ekki nóg þá krafðist hann þess að daginn eftir myndi hann fara með okkur og hjálpa okkur að leigja bílaleigubíl og gaf sér góðan tíma í að segja okkur hvað hægt væri að gera í húsinu og í hverfinu.

Dagarnir hér í Marseille hafa verið ósköp notalegir.  Mikið slakað á og haft það notalegt auk þess sem að herra Guy hefur hjálpað okkur með hina og þessa hluti eins og að kaupa lestarmiða, prenta út miða og eyða fjórum klukkutímum í að finna bílaleigubíl. Við erum því ótrúlega þakklát honum.

Guy er fyrrverandi lýtalæknir sem er sestur í helgan stein en hann segist ekki hafa neinn tíma til að leggjast í helgan stein. Það hefur líklegast eitthvað að gera með hversu hjálplegur hann er.
Húsið sem við höfum er virkilega flott og er heitur pottur í kjallaranum.

Í gær fórum við niður í bæ og hittum þar fyrir fullt af drengjum sem við könnuðumst við. Voru þeir allir hinir peppuðustu. Því var farið í söngstríð við Ungverjana, þar sem stutt er síðan Rússarnir voru hérna í Marseille er lögreglan tilbúin öllu. Það munaði því kannski ekki svo miklu að lögreglan hefði skorist í leikinn þrátt fyrir að söngstríðið fór fram í miklum frændskap.

Nú er staðan þannig að við erum farin að undirbúa brottför á leikinn og er mannskapurinn orðinn ansi peppaður, sérstaklega þar sem mikið er hlustað á íslensk ættjarðarlög.

Au revoir

 

Lag dagsins(Texti: Where are you Netherlands?, Lag: Rigoletto La Dona e mobile):

Where are you Netherlands?,
where are you Netherlands?,
you did not qualify,
you did not qualify,
is it because of us?,
is it because of us?,
yes it‘s because of us,
yes it‘s because of us.

Mynd dagsins:

Næ ekki að setja inn mynd en hún er af hópnum fyrir leikinn gegn Portúgal


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband