Menn eru mættir

Sælt veri fólkið,
fyrst að þú lesandi góður ert að lesa þetta blogg þá grunar mig að þú vitir eitthvað um í hvers konar ævintýri ég er að leggja af stað í. Þannig er mál með vexti að frá þvi að ég var lítill drengur(sem ég er reyndar enn) hefur mig alltaf langað til að kunna þónokkuð mörg tungumál og hef ég til að mynda búið í ekki verri löndum en Bretlandi og Danmörku og hef þar af leiðandi lært þær þjóðtungur. Næsta skref í þessari málþróun hjá mér hlaut því að færast yfir í hina ylhýru þýsku tungu. Ég lærði reyndar þýsku í Verzló en af einhverjum óskýranlegum ástæðum lærðist mér ekki að tala hana á þessum tveimur og hálfu ári þannig að ég gæti gert mig skiljanlegan eða skilið aðra á hinni glaðværðu sólarströnd El Arenal á Mallorca sem var þýsk sólarnýlenda.
Ég sá mig því knúin til að sækja um hjá Nínukoti þegar ég sá auglýsingu frá þeim um Work & Travel verkefni í Austurríki fyrir rúmlega ári síðan. Þetta Work & Travel verkefni gengur út á það að maður byrjar í málaskóla í mánuð og byrjar síðan að vinna þegar málaskólanum er lokið. Þegar maður sækir um þetta verkefni er í leiðinni hægt að sækja um svokallaðan Da Vinci styrk sem ég var svo heppinn að fá þannig að ég fæ skjólagjöldin næstum felld niður. Málaskólinn sem ég verð í er í hjarta Vínar og þegar ég verð svo búinn í honum hef ég vinnu í Austurrískum bjórkjallara sem er líka í miðbæ Vinar og heitir Salm Braü.

En svo að ég tali nú um daginn í dag,
ég vaknaði eldsnemma í morgun og dreif mig út á flugvöll ásamt mínu heittelskaða fólki, pabba og Ingibjörgu. Eftir erfiða kveðjustund fór ég upp í flugvél og nokkru seinna vaknaði ég í kongens Kastrup.
Þar sem að ég hafði mælt mér mót við Magnús Pétur Lýðsson aka „Steik & Blowdjob föstudagar“ aka mottu Maggi í jólaskapi, við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn ákvað ég að drífa mig upp í samgöngu úrbótina Metro(neðanjarðarlestakerfi Köben) og hitta hann. Miklir fagnaðarfundir urðu þegar við höfðingjarnir hittum hvorn annan og var Magnús að sjálfsögðu á helsta samgöngutæki Köben, stigvélinu(reiðhjól). Við félagarnir röbbuðum svo um daginn og veginn á meðan að hann sýndi mér töfra Kongens. Hann sagði mér frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið og til dæmis það að hann stundaði matreiðslunám í Lýðhásskóla hér í Köben. Þar sem að bestu stundir okkar Magnúsar hafa verið á dönskum knæpum var því alveg gráupplagt að henda sér í eina öl. Magnús stakk upp á einum ágætis stað og áttum við góða drykklanga stund þar. Það var því mikil nostalgía sem átti sér stað sem kristallaðist svo loks í því þegar að við félagarnir fórum í reiðtúr á stígvélunum okkar um bæinn. Þar sem að veðrið var nú ekki upp á jafn marga fiska og maður hafði vonað stakk Magnús upp á því að við skyldum koma okkur fyrir á einhverjum veitingastað bæjarins og kæta soltna maga.
Eftir að hafa skeggrætt þetta málefni hvert skyldi fara þá komst ég að því mér til mikillar undrunar og gleði að Maggi reyndist vera sushi pervert. Eftir góða máltíð á green sushi var þó komin tími fyrir mig að halda á leið á vit ævintýranna upp í næstu flugvél til Vínar. Ég kvaddi Magnús með þeim fögru fyrirheitum að hann mundi mögulega koma og heimsækja mig til Vín enda væri það ekkert nema sannur heiður fyrir mig að fá þann meistara í heimsókn.

Flugið gekk snurðulaust fyrir sig og er ég núna staddur í lest á leið frá flugvellinum til miðbæjar Vínar, nálægt þeim stað þar sem að ég mun búa á meðan á dvöl minni stendur hér í Vín.
Það lítur allt út fyrir að þessi ferð fari vel í mig, mér finnst mjög gaman að stíga svona út í óvissuna og hef ég til að mynda mjög lítið glöggvað um staðinn. Ég ætla frekar að upplifa þetta allt „first hand“. Ég hef þó reyndar litið aðeins á veðurspánna og verð ég að segja að hún sé ansi girnileg, um og yfir 20 stiga hiti út alla vikuna.

En jæja þá er lestaferðin næstum á enda tekinn,
grüss Jónas

Fastir dagskrá liðir:
Þýska orð dagsins:Gedämpfte Holzhändler(Gufusoðinn timbursali)

Mynd dagsins

Hérna bý ég i Kastnergasse 9


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband