Í Sviss borðar fólk fondue

Wie geht‘s?
Í dag byrjaði ég á því að ofmeta almenningssamgöngurnar hér og sjálfan mig. Þannig að til þess að gera langa sögu stutta var ég mættur aðeins of seint í skólann. Þannig er mál með vexti hér í Vín að maður verður að plana ferð sína vel áður en maður leggur af stað í langferð. Það er ekki bara hægt að hoppa upp í bíl og stilla gps tækið á áfangastað og gefa vel í.
Ég hafði það bara mjög gott í skólanum, ég held að ég hafi aldrei áður upplifað timann líða jafn hratt og í þessum skóla. Reyndar er hann bara frá 9:00-12:15 en það er allt annað mál.

Eftir skólann ákvað ég að gera mér kostakaup og kaupa eitt stykki regnhlíf. Það eru nefninlega allir hér í Vín með regnhlíf þegar að það rignir þannig að ég ákvað að gerast alvöru Vínarbúi. Á leiðinni heim fór ég svo sjálfur í smá menningarferð, skoðaði ráðhúsið og háskólann. Það er alveg makalaust hvernig næstum hver einasta bygging hér í miðbæ Vínar getur verið svona falleg. Það er örugglega stytta á flestum þeirra. Í háskólanum ákvað ég að fjárfesta í einni bók: „Von Habsburg bis Hitler-Österreich vor dem Anschluss“. Það verður örugglega alveg sjúklega erfitt að lesa hana en vonandi mun hún hjálpa mér að læra fyrr þýskuna.

Þegar að ég var svo komin heim var ekki annað í stöðunni en að seðja soltinn maga. Ég eldaði mér því alveg frábæran hádegismat: Soðnar pylsur, steikt egg og ricolasalat(ég veit, eitt furðulegt combo).

Í fyrradag komst ég að því að það er ein islensk stelpa sem býr í sama húsi og ég. Hún býr á Akureyri og hún er í alveg sama verkefni og ég og kærastinn hennar er að gera nákvæmlega það sama í París. Hún er búin að vera hér í mánuð og hefur því séð margt hér í Vín. Þar af leiðandi var ekki annað í stöðunni en að fara með henni í smá bæjarferð og fá hana til að ausa úr viskubrunni sínum. Þetta reyndist bara vera hinn besti túr, það hefði reyndar mátt vera betra veður en hún sagði mér margt um Vín sem ég vissi ekki og sýndi mér staði sem ég hafði ekki séð. Þegar klukkan var svo farin að nálgast sjö um kvöld þurfti ég svo að skilja við hana því að mér hafði verið boðið í fondue matarboð til einnar stelpu sem er með í skólanum og kærastans hennar.

Þegar að ég mætti á staðinn fékk ég mjög vinalegar móttökur og reyndust gestgjafar mínir vera miklir höfðingjar heim að sækja. Þetta reyndist vera hið besta matarboð og gestirnir voru ekki af verri endanum. Í þessu matarboði reyndust vera tveir austurríkismenn, einn svisslendingur, tveir tyrkir, einn japani og að sjálfsögðu einn íslendingur. Allar þessar manneskjur reyndust vera mjög spennandi(tveir voru götulistamenn) en japaninn stóð þó svo sannarlega upp úr. Hann heitir Teppei Chico og er 32 ára japanskur götulistamaður. Hann byrjaði að sýna listir sínar þegar hann var átján og er búin að vera að næstum stanslaust síðan þá. Hann hefur farið útum allan heim, allt frá Síle til Kína og allt þar á milli. Hann er búddisti og hélt fyrir mér heillangan fyrirlestur á heimspeki sína um það að maður eigi bara að njóta lífsins og gera það sem maður vill gera. Hann hefur aldrei átt gsm síma í sínu lífi og á heldur ekki bankareikning. Hann er alltaf á ferðinni og er í dag í Vín og eftir tvo daga í Salzburg og eftir það ætlar hann til suðaustur Asíu til að skemmta þar.
Í þessu matarboði var mikið talað þýsku og náði ég bara að halda uppi ágætissamræðum á þýsku. Er ekki frá því að ég er búin að læra fullt á þessum tveimur dögum.

Af þeim fáu austurríkismönnum sem ég hef kynnst er svo ekki hægt að segja annað en að þetta sé skemmtilegt fólk, mjög hjálpfúst og kurteist. En þeir eru þó fullfljótir að skipta yfir í enskuna finnst mér.

Fastir liðir:
Þýska orð dagsins:Es freut mich(Gleður mig að kynnast þér)
Mynd dagsins:

fondu3

Fondue er mjög góður og skemmtilegur matur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Jónas, það er svo gaman að fá að fylgjast með því hvað þú ert að gera þarna í Vín og hvað þú ert að upplifa. Ég bíð spenntur eftir að það komin nýr pistill frá þér.

Gangi vel hjá þér

Kveðja pabbi

Guðmundur Jónasson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 09:58

2 identicon

Við lifum ekki svo ólíku lífi sé ég, ég er allavega líka komin með regnhlíf og nota freue mich nokkuð oft!

Annars ertu hinn fínasti penni og það er gaman að fylgjast með þér, endilega haltu áfram!

Kolbrún (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 21:17

3 Smámynd: Jónas Guðmundsson

Þakka ykkur báðum fyrir, ég skal reyna að halda þessu áfram en ég held að eftir einhvern tíma verð ég ekki alveg jafn virkur. Ég mun þó reyna

Jónas Guðmundsson, 18.10.2012 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband