17.10.2012 | 20:29
Á miðvikudögum er löglegt að fara í menningarferðir
Whats up vanillas?
Í dag byrjaði ég á því að drífa mig í skólann og var mættur bara nokkuð fyrir 9. Skólinn gekk sinn vanagang og ég var búin kl 12:15
Eftir skóla var ekki annað í stöðunni en að drífa sig heim og leggja sig aðeins því að ég hef bara sofið 5 klst síðustu þrjár nætur.
skólanum höfðum ég og þrjár aðrar stelpur mælt okkur mót í Schönebrunn Schloss(höll) kl hálf 4. Ég dreif mig því þangað og hitti þær(ég er eini strákurinn í bekknum sem er um tvítugt, það er bara einn annar maður en hann er fertugur tjetjeníu búi. Reyndar eru bara átta í bekknum en það er allt annað mál). Þessar stelpur eru allar frá mismunandi löndum ein frá BNA, önnur frá Tyrklandi og sú þriðja frá Sviss, þannig að þetta mjög hvetjandi umhverfi til að tala þýsku í. Það er frekar gaman að því að þessi stelpa sem er frá BNA talar þýsku með bullandi amerískum hreim.
En talandi um Schönbrunn þá var þetta alveg ótrúlega falleg höll. Alveg fáránlega flottir garðar sem eru örugglega snyrtir allir daglega. Við vorum þar í örugglega svona þrjá tíma að dást að þessu og taka myndir.
Eftir að hafa verið þarna í ágætis tíma drifum við okkur á kaffihús rétt hjá höllinni. Ein stelpan í hópnum Julia frá Sviss sagði við okkur að við yrðum að prófa melange sem er mjög týpískur austurrískur kaffi drykkur. Ég sagði bara já þrátt fyrir að ég er ekki mesti kaffi unnandi sem sögur fara af. Fyrir mér var þetta bara mjög klassískur kaffi drykkur þannig að með því að setja nægan sykur og nægan rjóma ofan á náði ég að pína þessu ofan í mig.
En allaveganna eftir þessa yndislegu kaffidrykkju fór ég heim. Á leiðinni heim keypti ég mér litla stílabók til að skrifa í öll orð a þýsku sem mig vantar. Þegar ég kem svo heim á kvöldin ætla ég að setja það svo inn í excel og þýða orðinn(mér fannst þetta vera alveg frábær hugmynd hjá mér).
Þegar heim var komið annar Ítalinn(Christian) heima. Þar sem að garnagaulirnar voru byrjaðar að öskra á okkur báða ákváðum við að elda saman mat. Hann sauð pylsur og hrísgrjón með tómatsósu og grænum baunum á meðan að ég steikti egg í brauði. Þetta var því bara dýrindis máltíð sem var svo fullkomnuð með ricola salati.
Þar sem að ég er búin með bloggið núna fyrir miðnætti(ótrúlegt en satt) þá held ég að eina vitið sé að læra fyrir prófið á morgun en það er úr þýskri málfræði(Präteritum). En ef maður er svo heppinn þá ætti ég líka að geta heyrt í fólkinu mínu á Íslandi í gegnum skype. Þetta lítur því bara út fyrir dýrindis kvöld.
Fastir dagskrá liðir:
Þýska dagsins: das Eichhörnchen(íkorni, mjög skemmtilegt hvernig þetta er borið fram)
Mynd dagsins:
Ég og Yagmür, stelpa frá Tyrklandi(hún minnir mig mikið á Stóma-Stínu, ekki beint í útliti heldur frekar í persónuleika og stærð)
Smá hugleiðingar um Austurríki:
Austurríkismenn elska endurvinnslu, sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt en getur verið smá pirrandi. Við erum með einhverjar fimm mismunandi tegundir af tunnum til að endurnýta hluti. Allt hérna er bara mjög hreint og ég held að þetta sé hreinasta stórborg sem ég hef komið í
Athugasemdir
Flott hja ther Jonas minn. Mer finnst thu vera ad fa thad besta ut ur svona ferd eins og frekast er unnt. Godur skoli ad kynnast svona fjølbreytileika bædi i borginni og folkinu sem thu kynnist. Gott veganesti ad taka med ser ut i lifid.
Bestu kvedjur sonur sæll fra mømmu a vakt a gjørgæsludeildinni i Tønsberg.
Hanna Ingibjørg Birgisdottir (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.