Að "djöggla" og spila á írskar flautur er góð skemmtun

Jæja hver er ready í smá champagne showers?
Í dag byrjaði dagurinn á því að ég fattaði að eitthverjar skrúfur voru lausar í hausnum á mér. Ég hafði tekið tvisvar í röð vitlausan sporvagn en með smá hugsun og ótrúlegri heppni náði ég að koma mér fyrir á skólabekk áður en skólinn byrjaði.
Í fyrri tímanum áttum við að útskýra fyrir öllum hvað við hefðum gert í lífínu, við hvað við hefðum unnið við o.s.frv. Ég verð að segja það að það var alveg eitt það erfiðasta sem ég hef gert en það er allt annað mál. Mér til mikillar undrunar kom það í ljós að brasilíska konan sem situr við hliðina á mér sem er núna komin á eftirlaun er doktor í skítaflugum og hefur rannsakað aðallega skítaflugur í hartnær 20 ár. Já fólk hefur mjög mismunandi áhugasvið.
Í seinni tímanum var svo fyrsta prófið sem ég hef farið í og gekk það bara nokkuð vel.

Eftir skóla gat ég ekki gert annað en að drífa mig heim og taka mér einn fálka(langa kríu). Ég vaknaði svo við yndislega tóna frá öðrum sambýlismanni mínum honum Francesco. Hann hefur ótrúlegan áhuga á írskri þjóðtónlist og kann mjög vel að spila á írskar flautur. Þeir fóru saman til Írlands og Skotlands síðasta sumar, báðir sambýlismenn mínir og þrír vinir þeirra og eru þeir báðir ásfangnir af þessum löndum.
Svo komst ég einnig að því í dag að þeir eru báðir ótrúlega góðir að „djöggla“(kasta mörgum hlutum upp í loft í einu grípa þá aftur). Annar þeirra getur „djögglað“ með sex bolta og líka með keilum. Ég stakk þá upp á því að þeir ættu að fara bara niður á Stefansplatz og reyna að græða smá aukapening. Þeir virtust bara frekar spenntir fyrir því.

Um kvöldið eldaði Christian svo Kartoffel Puffer(kartöflu kökur) með hrísgrjónum og öðru salati. Þar sem að þeir eru báðir ítalskir þá elska þeir báðir að elda. Ég hef því voðalega lítið gert í því að halda búsáhalda byltingu gegn þeim.

Fastir liðir:
Þýska dagsins: Mein Freund, Freund von mir(Kærastinn minn, vinur minn. Mjög mikilvægt að ruglast ekki á þessu)
Mynd dagsins:

IMG_1017

Kartoffel Puffel sem Christian eldaði, sehr schön.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ kæri sonur

 Hressileg lesning thetta og styttir manni stundirnar her a næturvøktunum i Tænsberg. Pabbi thinn og Patrekur mættir. Vid ætlum ad heimsækja Oslo a morgun, kikja a helstu stadi og hafa thad huggulegt. Gangi ther svo allt i haginn Jonas minn og skemmtu ther vel.

Bestu kvedjur,

mamma

mamma (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband