Að tala við þýskan strætóbílstjóra sem er á mörkunum við að vera nasisti getur verið skemmtilegt

Góðan morgun öll,
í gær var góður afslöppunardagur hjá mér. Svaf til hádegis og byrjaði í raun ekki að gera neitt fyrr en um svona 4 leytið.
Þá fór ég út að skokka hérna og komst að þvi mér til mikillar undrunar að bara mjög nálægt mér er frekar stór vínberjarakur(örugglega ástæðan fyrir því að borgin heitir Vín?) Það er alveg ótrúlegt að hann sé notaður til vínberjaræktunar þar sem að jörðin þarna er örugglega mjög dýr. Bara alveg við hliðina á stórum leikvangi hjá fótboltaliðinu Wiener Sportklub. Ótrúlegt líka hvað ég mætti mörgum manneskjum á hlaupahjólum, auðsjáanlegt að þessi tískubóla sprakk ekki hérna eins og á Íslandi fyrir 10 árum

Þegar ég var svo komin heim dreif ég mig í sturtu og alles og stuttu seinna var Christian búin að elda fyrir okkur pönnukökur í kvöldmat(was ist los?). Þetta var því frekar furðulegur kvöldmatur, pönnukökur með súkkulaði, sykri, sultu eða Philadelfia.

Eftir mat talaði ég aðeins við Ingibjörgu yfir skype og er hún að fara til Amsterdam og þaðan yfir til Líege þann 31 okt og verður þar í 5 daga í karate búðum. Það er því ágætis möguleiki á því að ég mundi fara þangað yfir og heimsækja hana. Ég er allavega mjög hrifin af þeirri hugmynd.

Um tíuleytið lögðum við fólkið sem búum hérna í húsinu af stað í langferð á írskan pöbb sem er hérna í nágrenninu. Francesco sem ég bý með hafði að sjálfsögðu stungið upp á því að fara þangað þar sem að drengurinn dýrkar Írland. Hann var því með sólheimaglott næstu klukkutímana eftir að hann hafði fengið í hendurnar einn Guinnes og einn Kilkenny(írskir bjórar).

Við hlið mér á borðinu okkar sat þýskur maður(hann var reyndar bara 21 árs en ég hélt að hann væri svona um þrítugt) sem hét Christian Wassermann. Hann býr í litlum bæ rétt hjá Berlín og er strætisvagna bílstjóri. Ég, hann og ítölsku vinir mínir spjölluðum saman allt kvöldið á þýsku. Eftir að hafa skeggrætt ýmis málefni þróaðist tal okkar allt í einu út í Berlusconi, þann mikla meistara. Ítalarnir töluðu um hvað þeir þoldu hann ekki og Christian talaði sömuleiðis um hvað hann þoldi ekki Angelinu Merkel. Ég spurði þá Christian í gríni hvort að það væri ekki bara betra að hafa Hitler í staðinn. Mér til mikillar undrunar var hann ekkert að neita því en hann sagði þó reyndar Hitler hafa gengið fullhart fram í ýmsum málefnum t.d. gyðingamálum. Hann er sérstaklega á móti innflytjendamálum Þýskalands og honum finnst Merkel taka allt of veikt á þeim. Það er samt örugglega frekar algengt hér í mörgum löndum Evrópu að fólki finnst of veikt vera tekið á innflytjendum. En engu að síður var þetta bara hinn skemmtilegasti drengur sem æfði handbolta og hafði því mikinn áhuga um að tala um íslenskan handbolta, hvernig við færum að því að búa til svona marga góða handboltaleikmenn þrátt fyrir að vera svona fá. Þá blossaði þjóðarstoltið að sjálfsögðu upp í mér. Eftir þessa góðu kvöldstund var svo lagt af stað heim á leið.

Fastir liðir:
Þýska dagsins: Bub(strákur á austurrískri mállýsku)
Mynd dagsins:

IMG_1022
Við að henda okkur í nokkra kolsvarta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband