Keyptur miði, er góður miði

Góðan og blessaðan daginn og langt síðan við höfum sést af tveimur mögulegum.

Já nú eru bara liðnir heilir þrír dagar síðan að ég bloggaði síðast og líður mér bara hálf illa yfir því. Margt gott hefur drifið á daga mína síðan þá og ætla ég því að skrifa nokkrar línur um það.

Sunnudagurinn hjá mér reyndist bara vera nokkuð rólegur og var það bara allt í lagi. Gerði mest lítið, kíkti þó reyndar aðeins með ítölunum niður í bæ yfir daginn og keyptum okkur vikupassa í lestarkerfið hérna.

Í gær(mánudagur) var svo margt annað upp á teningum. Ég byrjaði daginn á því að fara í skólann og þessa vikunna reyndist ein rússnesk mær(Rada) vera komin í staðinn fyrir brasilísku eldri borgarana. Hún talar mér til mikils ama þýsku með ekkert rosalega miklum rússneskum hreim(var að vonast eftir bullandi rússneskum hreim). Einnig var mér tilkynnt það að næstu viku verð ég færður upp um hóp.

 Eftir skóla ætlaði ég að gerast svo flottur á því að drífa mig upp á æfingasvæðið hjá fótboltaliðinu Wiener Sportklub til að spyrja þá hvort að ég gæti æft með þeim. Enginn var á svæðinu og var þetta því svoddan fýluferð. Dreif mig heim og beið þá Francesco með mat eftir mér(hvað er að frétta af þessum ítölum? Ég er búin að krefjast þess að fá að elda ofan í þá á miðvikudaginn)

Fyrir kvöldmat ákvað ég svo að drífa mig aftur upp á æfingasvæðið hjá Wiener Sportklub, ég kíkti á þá en fékk þær leiðinlegu fréttir að ég gæti ekki æft með þeim vegna þess að æfingahópurinn þeirra væri fullur og ég mundi vera svo stutt hérna að ég gæti ekki spilað með þeim. Þeir bentu mér í staðinn að kíkja á lið sem heitir Halfort 15 sem er hérna í grenndinni, ég ætla að tékka á þeim á morgun.

Þegar ég kom svo heim voru strákarnir tilbúnir með pasta fyrir mig(hvernig geta þeir alltaf borðað pasta?)
Eftir mat tók ég gott samtal við Ingu á skype þar sem að við ákváðum að ég skyldi koma og heimsækja hana í karateæfingabúðum sem eru í Líege, Belgíu 31 okt- 5 nóv. Ég verð að viðurkenna það að ég er orðinn mjög spenntur fyrir því að hitta hana þar. Þetta var því mjög gott samtal
Sama kvöld talaði ég við Stein Orra sem útskrifaðist úr Verzló árið 2011. Hann býr í bæ sem er í u.þ.b. 1 klst fjarlægð frá Vín með lest. Þar spurði hann mig hvort að ég væri ekki til í að koma með honum i roadtrip einhver staðar í austur-evrópu og þar sem að ég er með svo brenglaða mynd af Bratislava í hausnum á mér eftir að hafa horft á Eurotrip gat ég ekki gert neitt annað en að segja hiklaust já við því.
Hann er víst nýbúinn að fjárfesta í húsbíl sem er 80‘ módel og verður það farartæki okkar um næstu helgi. Næstu tvær helgar verða því alveg uppbókaðar hjá mér. Fyrri helgin austur-evrópa með einum grjóthörðum Steini, seinni helgin listaparadísin Líege í Belgíu með kærustunni minni, algjör classicer.

Um kvöldið reyndi ég að lesa í „Von Habsburg bis Hitler“ en ég verð að viðurkenna það að ég skildi svona 16. hvert orð. Vonandi mun ég skilja svona 12. hvert orð eftir svona tvær vikur.

Í dag fór ég svo í skólann og gerðum við margt í skólanum þann daginn. T.d. skilaði ég inn sögunni „Josef Fritzl in Traumland“ og einnig áttum við að búa til eina hrós setningu um hvert og eitt. Ég fékk það að ég er með „interrestant Haar“ og „interessant das seine Augen Brauer ist blond“( ég veit ekki alveg hvort það er hrós en það er allt annað mál).

Um kvöldið fór ég svo á mína fyrstu jógaæfingu hér í Vín. Það var bara mjög gott nema það hvað ég er rugl stirður miðað við hitt fólkið. Sumar æfingarnar þarna tóku verulega á, kennarinn var samt svo góður að hann lét mig fá einhvern bekk ef hann sá að ég gat ekki gert æfingarnar.
Eftir jóga tímann kom ég við á einum döner stað sem er hérna í grenndinni, það er rugl hvað þetta er gott.

Jónas þakkar fyrir sig

Fastir liðir:
Þýska dagsins: Einatmen(anda inn, heyrði þetta orð þó nokkuð oft í jóga í dag)
Mynd dagsins:

 actilingua

Flest krakkana sem eru með mér í skóla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Jónas, það er meiriháttar gaman að fá að fylgjast mið þér í Vin. Það er nóg að gera hjá þér. Kveðja pabbi

Guðmundur Jónasson (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband