Gott er að vita hvað má segja og hvað má ekki

Hallo,
jæja þá er annar dagurinn næstum að enda kominn. Dagurinn byrjaði á föstum liði, skólanum. Í fyrri tímanum gerðum við margt eins og t.d. að tala um hjúskaparmiðla á internetinu. Þegar að ég var spurður hvort að ég hefði sjálfur notað svona síður eða þekkti einhverja sem hefðu notað þetta rifjaðist upp fyrir mér góðir tímar úr Verzló. En þá skráði hann Jón Briem, vinur minn mig inn á einkamal.is. Ekki skráði hann mig þó beint heldur hana Söru, 18 ára mær úr sveitinni sem væri nýflutt í bæinn og langaði til að kynnast góðum manni. Einnig var Jón svo góður að skilja eftir númerið mitt neðst á síðunni. Ekki létu viðbrögðin standa á sér, ég held að ég hafi aldrei fengið jafn mörg sms á einu kvöldi og aldrei fengið jafn mörg símtöl frá karlmönnum í kvenmannsleit. Svona hélt þetta áfram næstu daganna þangað til að Jón lokaði aðgangnum. Þetta þótti fólkinu sem eru með mér í bekk bara hin besta skemmtun.

Næsti tími byrjaði og það fyrsta sem kennarinn gerði var að ganga rakleiðis upp að mér og biðja mig um að lesa fyrir allan bekkinn söguna sem ég hafði skilað til hans „Josef Fritzl in Traumland“(Josef Fritzl í draumalandi). Þar sem að kennarinn virtist vera mjög vonsvikinn með mig byrjaði ég á því að spyrja hann hvort að honum þætti þessi saga móðgandi. Hann sagði að þetta væri hið versta mál hérna í Austurríki og algjört taboo. Ég baðst því virkilegar afsökunar á þessu og sagði honum að á Íslandi væri þetta almennt talið frekar fyndið(Hermann og Hinrik, ef þið eruð að lesa þetta mæli ég því með að þið skiljið Josef Fritzl húmorinn ykkar eftir heima ef þið farið til Austurríkis). Ég náði því að tala mig út úr þessu og skildum við, ég og Alex við hvorn annan í hinu mesta bróðerni og skilningi. Ég er því búinn á þessum 10 dögum að skjóta mig tvisvar allrækilega í fótinn hvað varðar húmor Austurríkismanna(hef líka einu sinni sagt frekar grófann Hitler brandara við hinn kennarann minn). Ég ætla því alfarið að spara þá kleppsbræður á meðan ég er hérna.

Eftir skóla fór ég heim og hafði það náðugt í dágóðann tíma. Í tilefni að því að ég var búin að lofa strákunum að ég mundi elda í kvöld(plús það að ég er orðinn nett þreyttur á pasta) dreif ég mig niður í búð og keypti hráefnin. Ég eldaði því í kvöld kjúklingarétt sem mun vonandi endast næstu 2-3 daganna svo að pastað verði sparað.

Að mat loknum fór ég að kíkja á æfingu hjá liði í grenndinni en komst að því að ég var orðinn of seinn og enginn var þar lengur. En ég náði hins vegar að finna e-mail adressur svo að þetta var ekki eintóm fýluferð.

Jónas þakkar fyrir sig

Fastir liðir:
Þýska dagsins: Oida(gaur! á Austurrískri þýsku)
Mynd dagsins:
IMG_1026
Ég nýbúinn að elda ofan í gesti og gangandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband