Mikilvægt er að járna hesta á 8 vikna fresti

Hallo,
jæja í dag(26 okt) er þjóðhátíðardagur Austurríkismanna(dagurinn sem síðasti hermaður fór út úr Austurríki). Í tilefni þess höfum ég og Steinn Orri Erlendsson ákveðið að taka smá austur-evrópu reisu fram á næsta sunnudag í nýja bílnum hans(80‘ módel Volkswagen). Því mun því ekkert blogg verða skrifað fyrr en á sunnudagskvöldið.

En annars þá var gærdagurinn hjá mér bara nokkuð klassískur, skóli og annað gotterí. Horfðum á mynd í skólanum sem var alveg í furðulegri kantinum, þýsk spennumynd sem var samblanda af teiknimynd og leikinni mynd. Hún endurtók sig þrisvar sinnum en í hvert skipti var henni breytt aðeins þannig að endirinn breyttist alltaf.

Á leiðinni heim kom ég við á bókasafni og leigði mér Harry Potter og blendingsprinsinn á þýsku. Held að það sé þokkalega sterkur leikur þar sem að ég kann þessar bækur næstum afturábak og áfram og skil ég því nokkurn veginn mest af því sem er að gerast. Um kvöldið hoppaði ég svo bara upp í lest og ætlaði að fara til Steins þar sem hann býr í Mattesburg. Ég var því miður svo óheppinn að lestin tafðist og missti ég þá af tengilestin í einum bæ á leiðinni. Þá var gott að þekkja góðan mann og kom Steinn að sækja mig bara á þessa stöð sem var þó nokkuð frá þar sem hann býr. Við gistum svo heima hjá fólki sem Steinn er að vinna hjá.

Morguninn eftir rann svo þjóðhátíðardagurinn upp. Í Vín er haldið upp á hann með því að sýna heilmiklar hersýningar. En þar sem að ég er nú staddur í Mattesburg gat ég ekki orðið vitni að því. En í staðinn þá fór ég með þeim félögunum Steini og Bjarka(íslenskur maður sem Steinn er að vinna hjá) að járna hesta(setja skeifur undir hesti). Þannig að það var bara nokkuð cool. En þá er ég bara að leggja af stað í langferð. Jónas þakkar fyrir sig

Fastir liðir:
Þýska dagsins: Zauberer(Galdramaður)
Mynd dagsins:

feuer 

 

 

 

 

 

 

Eins og „nýi“ bíllinn hans Steins(hann var líka gamall slökkviliðsbíll)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessu.  Bjarki Steinn er tengdasonur minn.  Flott að fá svona óvæntar fréttir af fjölskyldunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2012 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband