Föstudagur:
Sælt veri fólkið,
eftir ég hafði fengið að gista hjá því mjög svo gestrisna fólki Bjarka og Báru, lögðum ég og Steinn af stað með hippa/húsbílnum hans Steins í heljarinnar för til Slóvakíu með smá stoppi í Ungverjalandi en meira að því seinna.
Við lögðum af stað frekar seint um svona sex e.h. För okkar var heitið til Bratislava og sveitanna allt í kring án GPS tækis því að eins og að Bjarki(maðurinn sem ég bjó hjá) sagði þá er miklu leiðinlegra að ferðast með GPS tæki, miklu betra að villast aðeins.
Við komum því til Bratislava um svona átta leytið, fundum okkur bílastæði þar og ákváðum að þar mundum við gista þar þá nóttina.
Við lögðum af stað frá bílnum svo og leituðum okkur að veitingastað, á leið okkar villtust tveir Ástralir(Simon og Grant) á leið okkar sem höfðu þekkt hvorn annan í þrjár klst. Þeir voru báðir einir á interrail um Evrópu og var annar búin að vera að þrjá mánuði og ætlaði að vera mánuð í viðbót. Við fórum með þeim út að borða á eitt klassískt slóvakískt veitingahús. Þeir höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja frá ferðum sínum í Evrópu og frá Ástralíu. Þeir hlökkuðu báðir rosalega til að sjá snjó því hvorugur þeirra hafði gert það þrátt fyrir að annar var 24 og hinn 21 árs.
Annar strákurinn hafði lent í því að hafa verið á farfuglaheimili í Króatíu og hafði svo tekið við stjórn hostelsins því maðurinn sem hafði verið að vinna þar hafði átt konu sem var að eignast barn og hann gat ekki fengið neinn annan til að sjá um það fyrir sig. Ekki vildi svo betur til en að ástralinn vekur alla á hostelinu kl 5 að nóttu til og segir við alla að þeir þurfi að drífa sig út því sjóræningjar eru að gera árás. Það var einn maður sem vildi ekki taka hann trúverðugan þannig að hann hljóp út á næstu húðflúrsstofu og lét húðflúra yfir alla puttana sína ýmis konar sjóræningja merki(sjóræningjafána, fjársjóðskort, o.s.frv.)
Hann dreif sig því svo niður aftur á hostelið og benti þessum manni á húðflúrið og sagði whos the pirate now, cunt!. Þannig að alla tíð síðan mun okkar maður líta á puttana á sér og hugsa um góðu daganna í Króatíu.
Eftir mat skildu leiðir okkar og fórum við á hið klassíska bæjarrölt. Komum við auga á einhver alveg klikkuð ljós upp í næturhimninum sem voru svipuð og friðarsúlan nema bara á bullandi hreyfingu. Við gátum því ekki gert neitt annað heldur en að komast til botns í hvaðan þau kæmu. Leið okkar lá út að bökkum Dónáar(sem er áin sem rennur í gegnum bæði Bratislava og Vín) þar sem að við komumst að því að ljósin komu frá partýbát sem var fastur við bakkann. Auðvitað fórum við um borð en komumst að því að þetta var vinnustaðapartý(mig grunar þó að þetta var eitthvað mafíupartý miðað við fólkið sem var þarna)
Þá voru góð ráð dýr og fórum við í staðinn á bátinn við hliðina á okkur. Þar reyndist bara vera hin besta stemmning enda tvítugsafmæli í gangi. Við pöntuðum okkur drykki og settumst niður, við komumst svo að því að báðum okkar fannst barþjónninn vera alveg eins og Ron Jeremy. En því miður að þegar að við tókum mynd af honum þá brosti hann eitthvað svo skringilega að hann var ekkert líkur honum þá.
Kvöldið leið og við drifum okkur niður í bæ og komumst að því hvar aðal staðirnir væru. Við römbuðum inn á einhvern stað sem var svo sannarlega ekkert líkur staðnum sem krakkarnir í Eurotrip fóru inn á í Bratislava þegar það kemur að verði. Ég og Steinn hentum okkur í einn ískaldan Apple Martini því Steinn hefur verið dáleiddur af honum síðan að hann fór til Póllands með Verzló þegar hann var í 5 bekk(vorið 2010). Þetta var auðsjáanlega bara elíta Bratislava sem var þarna og höfðum við okkur á brott þegar að við höfðum klárað drykkinn.
Við héldum því rölti okkar áfram og vorum við við það að fara að gefast upp þegar Steinn benti mér á staðinn Babylion. Þetta var nokkuð drungalegur staður ofan í kjallara og kostaði 5 evrur að komast inn. Við tókum áhættuna og komum okkur inn á staðinn. Það var rosalegt dubstep þarna í gangi en ekki margir út á gólfi og lítil stemmning. Við settumst því aðeins niður og hvíldum lúin bein. Eftir smá stund spurði ég Stein hvort að það væri ekki ráðlegt að kíkja aðeins út á gólf. Hann svaraði jú þetta er hellað dub og með þeim orðum lögðum við af stað.
Vorum við því eins og óðir menn næstu þrjá klukkutímanna þar sem að við leyfðum dúndrandi teknóbassa hljóðunum að fljóta í gegnum okkur og lifðum við algerlega í okkar eigin heimi. Stemmningin varð svo bara betri með kvöldinu og var þetta ansi skemmtilegt. Ég var þó farin að taka eftir því mér til þó nokkurra óþæginda að um svona þrítugur sköllóttur karlmaður var búin að vera að horfa á mig í þó nokkurn tíma. Hann fer eitthvað að taka í hendina á mér og spjallar eitthvað smá. Hann hverfur svo í smástund en kemur til baka með drykki fyrir okkur báða. Þar sem að ég hef heyrt ýmsar svipaðar sögur var ég fljótur að hugsa og neitaði honum alfarið. Hann var ekki alveg sáttur og fór eitthvað að þræta en ég stóð fastur á mínu. Guð má vita hvað hefði getað gerst. Ég var því orðinn nokkuð hræddur og bara sáttur með kvöldið þannig að ég og Steinn fórum bara aftur á bílastæðið inn í miðri Bratislava og lögðum okkur þar, himinlifandi og sáttur og ég extra sáttur með að ekkert meira gerðist í sambandi við þennan mann.
Jónas þakkar fyrir sig
Fastir liðir:
Þýska dagsins: Willst du etwas zu drinken?(Má bjóða þér eitthvað að drekka?)
Mynd dagsins:
Steinn með vini okkar sem er ógeðslega líkur Ron Jeremy þegar að hann brosir ekki
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.