Óður til gleðinnar í Líege

Sælt veri fólkið,
síðustu dagar hafa verið aðeins tíðindaminni heldur en dagar mínir í Bratislava um síðustu helgi. Margt gott hefur þó gerst og mun gerast næstu daga, hæst ber þar að nefna fund minn með ástinni minni í Líege í Belgíu á morgun.

En ég mætti í skólann kl 14:15(það er nýi tíminn sem ég mæti á) á mánudaginn og var ég þá komin í nýjan bekk með nokkrum gömlum bekkjarfélögum einnig.
Eins og gamli bekkurinn minn er hann alls ekki svo einsleitur, nýju nemendurnir sem ég hef kynnst eru ein stelpa um tvítugt frá Ítalíu, Silvia, ein stelpa um tvítugt frá ítölsku mælandi Sviss, Frederika, einn strákur frá Kólumbíu sem er 18 ára en lítur út fyrir að vera svona 28, Sebastin, tvítug stelpa frá Taívan kölluð Rachel(heitir samt eitthvað allt annað). David frá frönskumælandi Sviss, algjör mottupardus og loks Jorge, mexíkóskur maður um svona sextugt.

Þar sem að skólinn var þá búinn um svona hálf sex leytið þurfti ég að drífa mig heim þar sem að mér hafði verið boðið í matarboð í minni eigin íbúð. Vinir og kærasta herbergisfélaga mína höfðu þá verið boðin í mat. Ótrúlegt en satt þá var spaghettí í matinn. Þetta matarboð byrjaði bara ansi vel, flestir ítalarnir töluðu bara góða þýsku og talaði ein stelpan við mig heillengi um Sigurrós. Svo versnaði gamanið aðeins og allir byrjuðu að tala ítölsku við matarborðið. Ég sat því þarna eins og illa gerður hlutur í þó nokkurn tíma.

Í dag fór ég svo í skólann bara ferskur á því og lauk honum með þá tilhugsun að ég mun ekki stíga fæti mínum þar inn fyrr en á næsta þriðjudag útaf för minni til Belgíu. Það er svoldið leiðinlegt hérna að það er alltaf orðið dimmt eftir að ég er búinn í skólanum. Ætli það sé þó ekki nokkuð eðlilegt þar sem að ég er búinn alltaf um hálf sex.

Eftir skóla dreif ég mig á jógaæfingu og held ég að ég hafi verið smá betri en í síðasta tíma en það er bara mitt hlutlæga mat. Eftir jóga fór ég að leita mér að fótbolta liði og heimsótti liðið Helbfahrt 15 sem er í grennd við heimili mitt hér í Vín. Mér til mikillar gleði leyfði þjálfarinn mér að mæta á æfingu á næsta þriðjudag og geri ég fastlega ráð fyrir því að mæta. Þetta lið æfir þrisvar í viku og spilar einn leik. Ég held að það henti mér bara ágætlega.

Svo er ég bara búin að vera að pakka og annað síðan þá fyrir stóra daginn á morgunn þegar að ég fæ loksins að eyða einhverjum tæplega sex dögum með stelpunni minni(Ingibjörgu) í Líege. Þannig að menn eru orðnir ansi spenntir fyrir því

Jónas þakkar fyrir sig

Fastir liðir:
Þýska dagsins: Sternelf(Starálfur, lag eftir Siggurrós)
Mynd dagsins:
IMG_1094
Ég að borða pasta með fimm þýskumælandi Ítölum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Helga Pálsdóttir

Það er nú gott að þú tókst fram hver stelpan þín er.

Góða skemmtun annars!

Kolbrún Helga Pálsdóttir, 1.11.2012 kl. 23:13

2 identicon

Það er betra að hafa það a hreinu

Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband