Landlægur hársjúkdómur er örugglega staðreynd í Líege

Sælir kæru lesendur, nú er ég staddur á flugvellinum í Brussel að bíða eftir fluginu mínu til Bratislava. Fyrir ekki svo löngu síðan var ég að kveðja stóru ástina mína hana Ingibjörgu og kem ég ekki til með að sjá hana fyrr en um jólin. Maður á erfitt með að ímynda sér hvað það er erfitt að kveðja á svona stundu og er þaði í raun ekki fyrr en maður prófar það á eigin skinni sem maður finnur hvað það er erfitt og óska ég engum að þurfa að upplifa það. Síðustu fimm sólarhringar eru búnir að vera hreint út sagt yndislegir og fóru fram úr mínum björtustu væntingum þótt að þær höfðu verið gífurlega miklar fyrir.

Föstudagur:

Föstudagurinn var nokkuð klassískur hjá okkur. Inga mætti í æfingabúðirnar og ég kom svo þegar hún hafði pásu. Þar sem að það var H&M búð inn í miðbæ Líege gat Inga ekki staðist mátið við að kíkja þar inn og fór ég að sjálfsögðu með henni. Þar sem að tískan er víst frekar öðruvísi þar en heima þá var víst ekkert rosalega í boði fyrir hana. Við keyptum okkur belgíska vöfflu og drifum okkur svo aftur að stað í æfingabúðirnar.
Í æfingabúðunum kom það mér svo lítið á óvart að þessi mikli karate meistari Sensai Junior Lefévre, grjótharður margfaldur heimsmeistari í karate kyssti alla karlmenn þegar hann heilsaði þeim. Ég hafði reyndar aðeins verið að taka eftir þessu en þarna kom það greinilega í ljós að allir frönskumælandi belgískir karlmenn kyssa hvorn annan þegar að þeir heilsast!
Á leiðinni heim úr strætó sá ég einnig það þegar að við mættum öðrum strætó, þá sendu strætóbílstjórarnir hvorum öðrum fingurkoss eins og að þeir ættu lífið að leysa eins og þeim fannst auðsjáanlega ekkert eðlilegra.

Um kvöldið höfðu svo krakkar frá Luxembourg sem voru með Ingu í karatebúðunum boðið okkur með sér út að borða á veitingastað í grenndinni. En þar sem að sérstök áhersla hafði verið lögð á höfuðhögg í æfingabúðunum um daginn var Inga með bullandi hausverk(já það er ekkert grín að vera í karate) og var því ekkert sérstaklega sniðugt kannski að fara með. Stelpan ætlaði aðeins að taka sér létta kríu til að reyna að ná þessu úr sér en úr varð ansi langur fálki. Þar sem að ég var orðinn ansi svangur fannst mér ansi sniðugt að fara í smá matarleit. Eftir ágætt bæjarrölt fann ég líbanskan veitingastað og þar sem að ég er ansi mikið fyrir það að prófa framandi mat þá skellti ég mér á hann og tók matinn með upp á hótel. Ingibjörg var svo líka þessi lifandi ósköp ánægð með matinn enda líka alveg glorsoltin og eins og allir vita þá elskar hún líbanskan mat.

Laugardagur:

Við vöknuðum um morguninn og fengum okkur morgunmat á hótelinu sem er algjör munaður og unaður. Inga dreif sig svo upp í karate búðirnar og ég var slakur uppi á hóteli á meðan. Þegar Inga fékk hvíld frá karate búðunum þá dreif ég mig til hennar og hjálpaði henni með smá heimanám sem hún hafði fengið í eðlisfræði. Þá kviknaði áhugasami eðlisfræði nördinn í mér og hafði ég bara gaman að því.

Þar sem að æfingabúðirnar voru búnar ansi seint hjá henni þá fórum við frekar seint út að borða. Við röltum af stað og vorum við í leit að mjög belgískum stað. Við fundum einn þannig og henti ég mér bara í úllen dúllen doff aðferðina þegar maður átti að panta matinn þar sem að ekki var möguleiki að skilja matseðilinn. Ég endaði á því að fá einhverjar kanínu kjötbollur sem reyndist bara vera hið mesta lostæti og Inga endaði á að við höldum í kjúklingarétti sem var líka mjög fínn.

Að mat loknum var förinni næst heitið á tívolíið sem var í grenndinni. Þar tókum við ástfangna parið á þetta og hentum okkur í parísarhjólið en ekkert í sjúku tækinn því að þau snérust öll rosalega hratt og ég get alls ekki farið í tæki sem snúast mjög hratt, þá fer ég bara að æla og þar sem að ég er ekkert rosalega nettur þegar að ég æli(ekkert rosa flinkur í drekanum) auk þess að Ingibjörgu finnst kanínur krúttlegar, þá ákváðum við að sleppa því. Við gæddum okkur í staðinn á crepes með auka nutella(Ingibjörg bað að sjálfsögðu um meira nutella).
Þegar að við röltum svo heim eftir góða tívolí fórum við að spá í því hvort að einhver landlægur hársjúkdómur væri í Belgíu. Við trúðum allavega ekki öðru miðað við allan þennan fjölda hárkollubúða sem við höfðum séð á þessum fáu dögum

Góður dagur var þá á enda liðinn og komin tími á endurnærandi hvíld

Fastir liðir:
Útlenska dagsins:Plus nutella s'il vous plaît(meira nutella, vinsamlegast)
Mynd dagsins:
SDC10535

Við fyrir framan parísarhjólið í Líege


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband