Íslenskar stelpur geta einnig stigið tryllta afríska ættbálkadansa

Sunnudagur:

Bonjour,
við vöknuðum þann daginn upp við fuglasöng, hvín í trjám, Belga að borða baguette og sólargeisla, nei djók. Við bjuggum rétt hjá einhverjum verksmiðjum þannig að umhverfið var ekkert upp á rosalega marga fiska þrátt fyrir að hótelið hafi verið algjör snilld.
Þetta var klassískur dagur, Inga fór í æfingabúðir og ég kom til hennar í pásunni hennar og að þeim loknum fórum við upp á hótel...

Að þessu sinni vorum við bara ansi snemma á því og fórum við út að borða um svona 8 leytið(vorum vanari að vera mætt um svona 10 leytið). Fórum á ítalskan stað, sem seldi jú að sjálfsögðu pizzur. Þar sem að ég er orðinn ansi vanur ítalskri pasta menningu þá ákvað ég í staðinn að fá mér flatböku og var Inga bara sammála mér í því. Á staðnum sáum við mesta menningarmóhoka sem við höfum séð. Það var maður þarna sem var einn og slakur á því með rosalega góða mottu að lesa bók með góðu rauðvíni á borðinu og notaði saltstaukana til að halda blaðsíðunum niðri á meðan að hann gæddi sér á girnilegri máltíð. Verst að við náðum ekki mynd af honum!
Á matseðlinum sá ég ansi girnilega flatböku sem hét eitthvað á frönsku en ég náði að skilja það þannig að kokkurinn mundi velja hvað hann setti ofan á þá kringlóttu. Þetta tók Inga líka vel í og varð hún því fyrir valinu. Þegar maturinn kom sáum við að kokkurinn hafði svo sannarlega ekki brugðist okkur og gengum við bæði fersk, södd og glöð útaf staðnum.

Þar sem að þetta var síðasti dagur okkar í Brussel og Inga búin í æfingabúðunum ákváðum við aðeins að lyfta okkur upp. Næsta Pakistana hornbúð varð fyrir valinu og keyptum við einhverja fljótandi gleði af þeim ágæta manni Jawaharlal Nehru, nei djók hann hét Manmohan Singh.
Það var gott að sjá hve gleðin var mikil hjá Ingibjörgu og löbbuðum við inná stað sem hét Le Passion-Afrikan bar. Eins og giska mátti á voru einungis menn frá myrkustu skógum Afríku þarna og steig Ingibjörg trylltan dans með einni vinkonunni þarna. Svo tryllt var Ingibjörg að hún var farinn að segja oft og reglulega og nokkuð hátt: „Úggabúgga“ og annað í svipuðum gír við vinkonuna sem svaraði til baka með öðrum afrískum frösum(mjög fyndið að fylgjast með þessu)
Að þessu loknu fórum við að athuga hvort að við gætum fundið meira líf í borginni. En því miður er ekki hægt að segja að Líege sé djammhöfuðborg Belgíu í nóvember á sunnudagskvöldum og létum við því gott heita og fórum heim og hvíldum lúginn bein. Brottför frá hótelinu daginn eftir var svo áætluð kl. 6:30 daginn eftir, þar sem að lestin sem við þurftum að taka fór kl. 07:00

Mánudagur:

Hann má eiga það þessi morgunn að hann var ansi strembinn. Vöknuðum hálf sex því sumir áttu eftir að pakka. Þegar að við tékkuðum okkur útaf hótelinu tróðum við eins miklum mat og við gátum ofan í plast poka auk hnífum og skeiðum(mest af þessu var reyndar tekið af mér í öryggishliðinu seinna um daginn, en meira um það seinna)

Hoppuðum upp í lest á lestarstöðinni sem var í 2 mín og 27 sek fjarlægð frá hótelinu okkar. Stefnan var sett á Brussel midi og tók það lestina klst að komast þangað. Þar veltum við okkur út og því miður gafst ekki mikill tími til að kveðja því næsta lest sem Ingibjörg þurfti að ná kom 13 mín seinna á öðru spori. Við fundum lestina og Ingibjörg klöngraðist upp í. Þetta var gríðarlega erfið kveðjustund og féllu þónokkur íslensk tár á belgíska grundu. Það var meira en orð fá lýst erfitt að horfa á eftir stelpunni sinni fjarlægast mig á vélvæddri eimreið eftir að hafa eytt með henni 5 sólarhringum af hreinni gleði. Við erum þó sífellt núna byrjuð að tala um hve stutt það er í jólin því þá munu fjölskyldan mín og Inga koma til mín til Vín og dvelja þar í tvær vikur og get ég ekki beðið eftir jólunum(er í fyrsta skipti sem ég er glaður með að sjá jólaauglýsingar í byrjun nóvember)

Eftir þessa leiðinlegu kveðjustund þá fann ég næstu lest og var hugsunin að koma sér til Charleroi sem er flugvallarbærinn við Brussel. Eftir að allt hafði gengið eins og í sögu var næst komið að öryggishliðinu á flugvellinum(ba ba baramm). Þar sem að við höfðum gleymt að láta Ingu taka nestispokann á lestarstöðinni þá var ansi mikið sem ég mátti ekki ferðast með sem var ofan í pokanum því ég var eingöngu með handfarangur. Bara á einu bretti var því rifið af mér járnhníf(skiljanlega), jógúrt, tvær plastflöskur, nútelladollu(mjög pirrandi!) og geldollu.
Var ég svo svolítið stressaður þegar að ég var að koma að hliðinu mínu að fluginu því ég var að ferðast með Ryan air og á þeim bæ má aðeins hafa eina tösku sem má mest vera 10 kg. Ég rétt slapp og var góður á því.
Þegar ég var komin upp í flugvélina dundi annað áfallið yfir mig, ég hafði verið svo vitlaus að henda brottfararspjaldinu mínu rétt áður en ég kom inn í flugvélina og var úr heilmikið mál, ég fékk yfir mig ágætis spurningaflóð en með því að (þykjast) vera vitlaus túristi og blikka yfirflugfreyjuna á réttan hátt náði ég að vinna mér inn sæti í flugvélinni.

Þegar ég lenti í Bratislava tók ég rútu til Vínar og hér er ég svo í Kastnergasse 9, nýbúinn að skokka um stræti Vínarborgar og góður á því.

Fastir liðir:
Þýska dagsins: Ich vermisse dich(ég sakna þín)
Mynd dagsins:
koss í líege

Ég og Ingibjörg á járnbrautarstöðinni í Líege með geimskutlunni úr Tinnabókunum í bakgrunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Jónas. Það hefur verið erfitt að kveðja Ingibjörgu, en ég er viss um að hún hefur gaman af að lesa bloggið þitt eins og við hin sem fylgjumst með því sem þú ert að gera þarna í útlandinu. Þú ert alltaf með skemmtilegar fyrirsagnir og svo má ekki sleppa þýsku dagsins og mynd. Kveðja pabbi

Guðmundur Jónasson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 08:45

2 identicon

Já takk pabbi, gott að þú kannt að meta föstu liðina og fyrirsagnirnar en já það var ekkert grín að kveðja hana

Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband