12.11.2012 | 12:35
Hvað er það sem er fullt hús matar sem engar dyr eru á?-Gólfið mitt
Góðan daginn,
á síðasta föstudag var síðasti dagurinn minn í skólanum, þannig að í þessari viku byrja ég að vinna. Ég að mæta á eftir kl. 14 til að hitta herra Jörgen sem er eigandi staðarins Salm Bräu(veitingastaður sem bruggar sinn eigin bjór) og mun hann fara yfir með mér hvað ég mun koma til með að gera á staðnum.
Ég fór á fótbolta æfingu og var það mjög gaman auk þess að ég kynntist mínum fyrsta Gunther hér í Austurríki, það var mjög mikilvægt augnablik fyrir mig þar sem að ég er mikill áhugamaður um Gunthera. Einnig á ég alltaf eftir að segja að það er geðveikt að við hendum alltaf sveittu fótboltagöllunum okkar í hrúgu og svo eru þau þvegin og fersk fyrir næstu æfingu. Ég er mjög hrifin af þessu fyrirkomulagi verð ég að segja.
Að æfingu lokinni þegar að ég kom heim mætti mér ansi mikil æt hamingja. Foreldrar hans Ceco(gaurinn sem ég bý með) höfðu komið í heimsókn og bara komið með svona 40 kg af mat sem er algjörlega geggjað! Ekki nóg með að allir skápar voru fullir heldur einnig gólfin. Um kvöldið komu þau svo til okkar og við borðuðum saman þar sem að mamman eldaði. Foreldrar hans Ceco eru algjörir fagmenn og er mamma hans mjög skemmtileg og pabbinn einn mesti silfurrefur sem ég hef kynnst. Þar sem að þau eru frá Süd-Tirol sem tilheyrði Þýskalandi þangað til að Versalasamningarnir voru undirritaðir eftir fyrri heimstyrjöldina þá er menning þeirra töluvert frábrugðin menningu t.d. fólks frá Róm. Helmingurinn af fólkinu í bænum sem þau búa í tala t.d. þýsku. Þetta útskýrir af hverju Mo-Do er þýsku mælandi Ítali og er Gema tanzen mállýska frá Süd-Tyrol (Þeir sem vita ekki hvað ég er að tala um geta hlustað á eftirfarandi lag: http://www.youtube.com/watch?v=savFCAxjCvM). Einnig er ég búinn að kenna strákunum að segja alltaf gut, gut, super gut.
Auk þess sem þessir Ítalar tala ekki nærrum því jafnmikið með höndunum og flestir ítalar mundu gera en þau eru samt alltaf að segja mamma mia(án gríns, alltaf)
Um kvöldið var svo haldið út á lífið en þar sem að það voru allir svo þreyttir var farið snemma heim sem var svosem allt í góðu.
Á laugardaginn hitti ég svo íslenskan dreng sem er nýfluttur hingað í húsið. Gaman er að segja frá því að ég þekkti hann ekki neitt fyrirfram en eftir smáspjall komst ég að því að ég vissi bara alveg hver þetta var og hvað hann hét. Hann heitir nefnilega Sigurður Ýmir Richter og var í Verzló bara í þriðja bekk. Hann hafði nefnilega verið með krökkum úr bekknum mínum í bekk í Verzló þannig að ég hafði heyrt eitthvað um hann auk þess sem það vakti ansi mikinn áhuga hjá mér að hann væri barnabarn Sigurðs H. Richters hins mikla meistara sem stýrði þáttunum Nýjasta tækni og vísindi sem ég horfði á dáleiddur þegar ég var minni
(brot úr þætti: http://www.youtube.com/watch?v=j11sglsWisI)
Um kvöldið buðu foreldrar hans okkur út að borða og var að sjálfsögðu haldið á ítalskan veitingastað. Í sporvagninum á leiðinni settist ég niður og á næstu stöð kom alveg gjörsamlega sjúkur trúður með gula hárkollu og settist við hliðina á mér. Við getum bara orðað það þannig að ég var þá orðinn töluvert lítill í mér því að frá því ég var lítill hef ég alltaf verið ansi hræddur við trúða og létti það mjög af mér þegar að hann fór út. Við fengum okkur pizzu og enginn var glaðari heldur en strákarnir því að þeir höfðu ekki fengið pizzu í þrjár vikur og voru þeir farnir að fá fráhvarfseinkenni. Ég fékk mér pizzu af matseðli sem hét eitthvað pepperoni. Svo kom pizzan og þá komst ég að því að þetta var bara alls ekki það pepperoni sem ég var að búast við, neibb þetta var einhvers lags chilli rót og þar sem að ég er ekki með sterkustu bragðlauka í heima ákvað ég að gefa Ceco bara allt pepporonið mitt. Þegar reikningurinn kom ætlaði ég svo að fá að borga fyrir matinn minn en foreldrarnir þvertóku fyrir það gjörsamlega. Ekki nóg með að þau komu með svona 40 kg af mat fyrir okkur heldur bættist pizza við í þokkabót! Sögðu að í kvöld væri ég gestur þeirra.
Sunnudagurinn leið eins og vera ber og hélt ég í ferð með íslendingunum sem búa hérna í smá bæjarferð, þeim Silju og Sigurði. Silja er frá Akureyri og Sigurður úr Hafnafirði. Við fórum í þessa klassísku túristaferð skoðuðum hallir og bæinn. Silja þurfti svo að drífa sig í vinnuna og ég kenndi Sýma(Sigurður Ými) að borða kepab þar sem að hann hafði orðið fyrir slæmri kebap reynslu í Bratislava.
Fastir liðir:
Þýska dagsins: Schnupfen(kvef, frekar fyndið hvernig þetta er borið fram)
Mynd dagsins:
Allur maturinn sem foreldrarnir komu með(þetta er meira að segja ekki allt!)
Athugasemdir
Hæ Jónas minn
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt
sonur sæll. Gott að vita til þess hvað foreldrar ítalska vinar þíns hafa gert vel við þig. Vonandi getum við launað greiðan þegar við mætum á staðinn og gert eitthvað fyrir hann. Bið kærlega að heilsa þessum heiðurshjónum. Gangi þér vel í vinnunni á morgun Jónas minn.
Bestu kveðjur og góða nótt.
Mamma
Hanna Ingibjörg Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 22:50
„gut, gut, super gut“ flott að þú ert farinn að kenna þýskumælandi ítölum þýska frasa. Annars gangi þér vel í nýju vinnunni og auðvitað líka í boltanum.
kveðja pabbi
Guðmundur Jónasson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 08:56
Þakka ykkur æðislega fyrir, já það væri gaman að ef við gætum gert eitthvað saman mamma. Annars treysti ég á það pabbi að þú segir ekkert annað í vinnunni heldur en gut, gut, super gut við samstarfsmenn þína og sérstaklega þegar þú ert á einhverjum mikilvægum fundum.
Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.