15.11.2012 | 00:21
Það er ekkert grín að vera starfsmaður í þjálfun
Góða kvöldið kæru hálsar,
í gær staulaðist ég á lappir og dreif mig í vinnunna á veitingastaðinn/bjórhúsið Salm Braü. Var ég bara þokkalega jákvæður fyrir vinnunni og hlakkaði meira að segja bara svo lítið til að byrja þrátt fyrir að ítalarnir sem ég bý með séu alltaf að væla yfir henni(enda lít ég á þá sem talsverða aumingja).
Um leið og ég kom fann ég samt ansi vel fyrir því að ég væri nýi gæinn, ég var látinn í öll auðveldustu verkefnin eins og það á auðvitað að gera við nýtt starfsfólk. Í byrjun vaktar var ég að sjálfsögðu látinn sækja allt og fara með allt þar sem að það er mjög auðvelt og kostar ekki mikla reynslu. Í einni(af svona 37) af þessum ferðum mínum tók ég eftir nokkrum ansi skemmtilegum ljósmyndum á veggjunum og sú sem stóð að sjálfsögðu upp úr var af þeim mikla meistara Hugo Chavez þar sem hann var með nokkrum refum að hafa gaman. Ég var því mjög stoltur að vinna á stað sem hefur tekið við peningum frá félaga mínum honum Hugo.
Ég hafði smá verið að vonast eftir því að fá að vinna í Lederhosen(októberfest búningur) en því miður varð ég ekki svo heppinn og má sjá mynd af mér í hinum rétta vinnu búningi hér fyrir neðan. Seinna komst ég að því að fólkið sem er í svona búningum hafa öll unnið í svona 5 ár eða meira þannig að það er ansi ólíklegt að ég fái að gera það miðað við að ég verði hérna í 2 og hálfan mánuð í viðbót.
Þegar vaktin svo byrjaði var ég svo heppinn að Silja(íslenska stelpan sem býr í sama húsi og ég) var látin sýna mér á allt. Ég fékk því mjög góða kennslu en svona tekur því miður bara tíma að læra og vonandi verð ég orðinn góður eftir nokkra daga. Silja sagði mér það að þjónarnir hérna væru ansi mikið fyrir það að rembast við það að segja brandara(því miður eru þeir oftast frekar slæmir) og tók ég strax eftir því. Það leið ekki langur tíma þangað til að ég var farinn að heyra klassíska brandara á borð við wie gehts JonAAAAAAAS(hvað segiru JonAAAAAAAS? og hasst du ein Bruder Jonasbrother?(átt þú bróðir Jonasbrother?). En ég hló bara að þeim, hef örugglega heyrt báða þessa brandara samtals svona 184 sinnum.
Starf mitt eins og staðan er í dag felst aðallega í því að vera á bakvið barinn og hella ýmsum drykkjum í glös og þrífa þau svo. Þetta hljómar eins og starf sem er ekkert rosalega mikið að gera í en þetta er alveg frekar mikil vinna því að þetta er mjög stór staður og mikið stress alltaf í starfsfólkinu því að það er alltaf mikið að gera(já austurríkismenn eru alveg að fá sér bjór kl. 10 á mánudögum og borða Spareribs með því)
Þegar að ég var búinn í vinnunni fór ég á æfingu en átti nokkuð erfitt uppdráttar þar sem að ég var ansi þreyttur eftir fyrsta vinnudaginn. Þegar ég var búinn á æfingunni hoppaði ég upp í sporvagn og kom mér heim með þó léttu stoppi í kjörbúð því að okkur vantaði eitt og annað á heimilið. Í búðinni varð ég nett hræddur eftir að konan sem var fyrir framan mig fékk gjörsamlega brjálæðiskast eftir að henni fannst hún fá 10 centum of lítið í afgang. Hún hélt alveg einn grimman reiðilestur yfir aumingjas asísku kassadömunni og hélt áfram þessum reiðisöskrum út alla búðinna. Ég vona að hún hafi frekar verið bara snargeðveik heldur en klikkaður rasisti. Nema að rasismi sé bara ákveðin tegund af geðveiki?
Þegar ég kom út úr búðinni sá ég búð sem seldi bara Play station 1 og Nintendo 64 leiki. Ég veit ekki alveg hvernig þannig búð getur lifað af en það er auðsjáanlega bara nóg af fólki hér í Vín sem þarfnast þessarar þáþráar(nostalgíu).
Daginn eftir vaknaði ég og kom mér aftur í vinnuna. Nú mætti ég deginum ríkari en þó kannski ekkert mikið betri. Við gerðum þessi klassísku verk, ég fór út með ruslið, sótti eitthvað inn á lager og fyllti á. Þegar að það var svo komið að hádegismatnum var sagt við mig að ég mætti panta hvað sem er af matseðli og þurfti bara að borga helmingsverð, ég skellti mér því að sjálfsögðu á Spare ribs. Þegar að ég var við það að fá matinn þá kom maðurinn sem var yfir mér og hélt yfir mér ágætis reiðilestri(einn af mörgum þennan daginn). Þar sem að hann sagði að ég mætti ekki panta mér spare ribs því að það tæki alltof langan tíma að gera og borða og auk þess fengi ég ekki helmingsafslátt af mat sem kostaði yfir 10 evrur af matseðli. En ég fékk þó að borða þetta því að ég var nýr og vissi ekki af þessu auk þess sem ég fékk afsláttinn góða.
Þessi sami maður hélt mér svo reglulega uppfærðum þar sem að hann skammaði mig fyrir eitt og annað,(þokkalega pirraður gæi frá Rúmeníu, örugglega á kókaíni og er svona 150 cm með alltof stórann haus miðað við líkama(frekar fyndinn týpa)) enda var ég nýr og gerði margt vitlaust auk þess sem að það er ekkert rosalega mikið pláss hérna á vinnustaðnum og finnst mér ég alltaf vera fyrir. Einnig er ég stundum ekki alveg viss á því hvernig ég eigi að taka því að það er einn karlkyns kokkur sem er alltaf að brosa til mín og hefur nokkrum sinnum gefið mér fingurkoss.
Fastir liðir:
Þýska dagsins: Rote Teppisch(rauða teppið, það þýðir að ég eigi að sópa af rauða teppinu. Gerist mjög reglulega)
Mynd dagsins:
Ég í vinnugallanum mínum
Athugasemdir
Ég hugsa að þú hafir ekki notið þess að borða uppáhalds matinn þinn, Spare ribs eftir reiðilesturinn hjá yfirmanninum. Þú færð þér líklega ekki aftur þennan mat í vinnutímanum. Vonandi slípast þetta og vinnan verður verður skemmtilegri. Kveðja pabbi.
Guðmundur Jónasson (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 10:03
Hæ Jónas minn
Best að hlægja af þessu öllu saman og gera góðlátlegt grín af þessu. Í því ert þú ansi góður. Busavígslun er aldrei skemmtileg og vandamál annarra getur maður lítið gert í.
Be happy
sonur sæll og njóttu þess í botn að vera í Vín og og safna þessari dýrmætu reynslu í pokann þinn. Þar er finna í sambland skemmtilegar, flottar, uppbyggjandi og þroskandi uppákomur þegar öllu er á botni hvolt þó svo að svo virðist ekki alltaf vera í fyrstu. Eigðu góðan dag Jónas minn.
kveðja,
mamma
Mamma (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.