Það er til eitthvað sem heitir að vera reglusamur og eitthvað annað sem heitir að vera mjög reglusamur!

Heilir og sælir kæru lesendur,
ég vaknaði bara fresh fresh í gær og dreif mig í vinnuna ásamt ítölunum mínum. Þeir voru sendir í að hjálpa eitthvað til með að mála og yfirfara geymsluna þannig að ég sá þá ekkert meir þann daginn. Við getum orðað það svoldið þannig að dagurinn byrjaði ekkert rosalega vel og leið mér hreint út sagt bara illa um morguninn vegna þess að rúmenski maðurinn sem var yfir mér á þessum tíma á örugglega við einhver geðræn vandamál að stríða og þolir ekki auk þess nýtt starfsfólk, sem er mjög slæmt þar sem að Salm Braü sem ég vinn hjá er alltaf að fá nýtt útlenskt starfsfólk og sum kunna takmarkaða sem enga ensku hvað þá þýsku. Honum líkar semsagt mjög illa hvað ég geri allt hægt og hvað ég sé lélegur(minnir mig líka mjög oft á það og hefur margoft sagt við mig að hann langi til að reka mig heim). Hann er auk þess bara mjög dónalegur og hef ég verið að velta því fyrir mér hvort að það sé eitthvað sem er eitthvað tengt við austur-evrópu lönd því að ítölsku strákarnir sem búa með mér segja að einn annar rússneskur þjónn sem vinnur þarna sé ennþá dónalegri en hann. Auk þess sem fólkið í St. Pétursborg var mjög dónalegt þegar Verzló fór þangað.
Þennan daginn vann ég með strák frá Spáni sem er viðskiptafræðingur sem hafði búið í Vín í sex mánuði. Skemmst er frá því að segja að hann talaði að sjálfsögðu enga þýsku og mjög, mjög takmarkaða ensku þar sem að hann er alltaf bara með Spánverjum hérna(hvernig fara þeir að þessu?). Mér finnst nógu erfitt að tala ekki mjög góða þýsku hérna!

En með tímanum fór þetta að batna ansi vel og undir lok dagsins leið mér bara ágætlega, ég kom með Freyjumix fyrir starfsfólkið og var það mjög vinsælt og var ég farinn að gera allt hraðar og betur og gera færri mistök og þar með var ég farinn að fá færri og færri skammir frá vini mínum honum Florin(mér fannst þó alltaf betra þegar hann fór út í reykingapásur). Það gæti líka verið að hann linast með deginum því að á hverjum morgni setur hann á sig stór headphone og hlustar á þau í klst. Við það peppast hann mjög mikið upp held ég, en svo róast hann þegar áhrif tónlistarvímunnar(eða einhverjar annarar vímu) renna af honum.

Svo ég tali nú eitthvað um staðinn þá er þetta mjög flottur staður, hann virkar frekar lítill að utan en svo er þetta mjög stórt þegar maður kemur inn vegna þess að það er heilmikill kjallari undir honum og hefur verið bruggaður bjór í þessu húsi síðan 1516.
Einnig finnst mér frekar skrítið með þennan stað miðað við allt annað í Vín hvað hann er óumhverfisvænn. Það er notað bara pappír í allt og alveg rosalega mikið af honum, það er ekkert grín(eitt af því sem Florian hefur skammað mig fyrir er hvað ég nota lítinn pappír!)
Ég hef líka mjög gaman að því að það kemur á hverjum degi ein mjög reglusöm manneskja til okkar. Hún heitir Frau Eliz og er um áttrætt, frekar tannlaus og kann að segja góðan daginn á íslensku og fullt af öðrum tungumálum. Hún kemur alltaf klukkan þrjú, fær sér einn bjór, fer svo á klósettið kl. kortér í fjögur, er þar í akkúrat hálftíma, fær sér svo annan bjór og fer svo kl. 5. Þetta hefur hún víst gert í einhver þrjátíu ár og talar að sjálfsögðu með rosamiklum austurrískum hreim, ég er bara ekki frá því að þessi austurríski hreimur minni bara töluvert mikið á skoskan hreim, hann er það slæmur.

Þegar ég var búin í vinnunni fór ég á fótbolta æfingu en kom við í H&M til að kaupa mér svartar buxur fyrir vinnuna. Ég sofnaði auðvitað í U-bahninum og kom því of seint á æfingu(mjög pirrandi vandamál oft á tíðum). Um kvöldið bauð Steinn(sem fór með mér til Bratislava) mér svo með sér á skíði og ætlum við að kíkja til vinar míns hans Jóns Arnar Briem þar sem að hann er skíðakennari í einum litlum skíðabæ hér í Austurríki og svo kemur frænka hans og fyrrverandi bekkjarsystir mín hún Þórhildur Briem á næsta sunnudag og mun hún koma til með að vera hérna í Vín í mánuð í þýskuskóla(mætti halda að ég væri bara mættur upp í Skot(Briem-ættar óðalið))

Í dag mætti ég svo og fékk þær góðu fréttir að maðurinn sem mundi vera yfir mér héti José og væri spænskur(ítölsku strákarnir höfðu talað um að það væri best að vinna með honum). Það reyndist bara vera alveg satt því að hann var bara mjög fínn, sultuslakur og talaði bara fína þýsku. Reyndar var hann Florian líka að vinna en hann var ofan í kjallara og gerðist það því mjög sjaldan að ég þurfti að vinna með honum. Reyndar var það svo gott að einu sinni fékk hann eitthvað reiðiskast og sagðist ekki vilja með mér langur og fór því bara ofan í kjallarann og var þar restina af deginum, ég þakkaði honum að sjálfsögðu bara pent fyrir það þannig að hann heyrði.

Seinna um daginn var ég mjög sáttur þegar að nokkrir þjónar voru að fara yfir listann hverjir höfðu pantað borð. Þá fóru þeir allir að hlægja og ég skildi ekki af hverju, þá var það útaf því að einhver Herr Fritzl hefði pantað borð. Ég hló að því að sjálfsögðu með þeim og sagði þeim frá sögunni minni í skólanum þegar að ég skrifaði um „Jósef Fritzl í draumalandi“. Þeim fannst það mjög fyndið og finnst mér gott að vera búin að finna austurríska menn sem finnst þetta líka fyndið.
En jæja þá er komið nóg af þessu. Nú þarf ég að fara að pakka ofan í töskur því að ég er að fara að hitta hann Stein og saman ætlum við að renna okkur niður brekkur á hinum ýmsu farartækjum.

Fastir liðir:
Þýska dagsins: Servus(Hæ á Austurrísku, fólk notar þetta miklu meira en „Grüss gott“ og fólk skilur varla þegar ég segi „Hallo“)
Mynd dagsins:
IMG_1107
Ég með Frau Eliz sem hefur keyrt í sig tveimur bjórum kl. 3 á hverjum degi hérna í Salm braü síðustu þrjátíu árin

P.s. Fyrir þá sem ekki vissu það þá er ég bara hættur við að fara til Spánar og kem ég því bara alveg heim í febrúar, sorrý lean mean Stein machine(Steini Grand) að ég get þá ekki notað Borat-skýluna sem að þú gafst mér í afmælisgjöf á ströndum Spánar, ég held að ég lúkki samt bara alveg jafn vel í henni í Nauthólsvík. Mér fannst þetta bara vera nóg komið að vera fram i febrúar. Ég get bara einhvern tímann seinna flutt út til Spánar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Servus í líka hérna í suður þýskalandi, ásamt Gruess gott. Enda er ég ekki mikið meira en 100km frá landamærum Austurríkis

Snorri Stefánsson (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 19:54

2 identicon

Elsku Jónas.   Ósköp er gaman að heyra frá þér. Ágætt að fá þig heim í febrúar.  Allt gott að frétta af okkur.  Kveðja.  Amma og afi.

Margrét (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 15:08

3 identicon

Já ok það er gaman að vita Snolli, þetta er þá ekki alveg bundið við Austurríki. Bara suðræn-þýskumælandi lönd.

Annars er gott amma og afi að frétta svona af ykkur og gott að ykkur finnst fínt að ég komi heim

Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband