Skildi Erpur vera hrifinn af stelpum í karate göllum?

Sælt veri fólkið,
akkúrat núna er ég að skrifa eftir að hafa verið á heillöngu spjalli við nýjan herbergisfélaga minn hann Niko og vin hans Tobi. En þeir eru báðir þýskir og ætla vera hérna í Vín næstu þrjá daganna því að þeir eru að heimsækja vin sinn sem býr í sama húsi og ég. En þeir kíktu aðeins yfir til Hollendinganna sem búa hérna við hliðiná og ákvað ég því að blogga í staðinn á meðan.

Þriðjudagur:
Dagurinn byrjaði bara nokkuð rólega og var ég í fríi í vinnunni til kl: 17. Eitt af því sem ég gerði á þessum tíma var að tala við gamlan skólafélaga minn frá Danmörku á facebook. Mér til mikillar undrunnar gat ég varla talað við hann á dönsku því að allt sem að kom upp úr mér var bara þýska með ágætis dönsku í þokkabót, „was machst du lige nu?“ er gott dæmi um það.

Ég fór svo í vinnunna og ein fyrsta spurningin sem ég fékk í vinnunni, var hvort að ég vildi vinna kauplaust. Það var hinn ágæti þjónn Günther sem var góður að spurja mig að þessu því að ég hafði gleymt að setja nafnspjaldið mitt á skyrtuna. Þetta var annars bara góður dagur í vinnunni, nóg að gera og ég vann með félaga mínum honum Albe sem var ansi gott.
 Ég er farinn að taka eftir öðrum fastakúnna hérna á Salm Braü, það er svona ca. sextugur maður sem mætti halda að halda að hefði verið í rokkhljómsveit þegar hann var yngri. Því hann er með svona rokkarabrag yfir sér, sítt hár, alltaf í gallajakka og buxum í stíl. Hann gerir það mikið að koma og kaupa sér einn svellkaldann Pils(týpa af bjór) og sest bara hjá einhverju random liði og byrjar að spjalla við það á fullu. Fólkið virðist þó alltaf bara vera sátt með það að fá hann á borðið og lítur bara út fyrir að vera hinn skemmtilegasti maður. Það er líka alls ekkert óalgent að fólk deilir borðum hérna með ókunnugum. Það er því ekkert rosalega óalgeng sjón að sjá kínversk hjón öðru megin á borðinu og hinum megin kannski austurrísk.

Þegar maður er svo búin í vinnunni hérna er svo oft ekkert grín svo að komast heim ef maður er á kvöldvakt og maður er að vinna á virkum degi. Til þess að komast heim þarf ég að taka tvær neðanjarðarlestir, við(ég og Albe) vorum svo heppnir að ná síðustu lestinni í fyrra skiptið og síðustu lestinni í seinna skiptið. Þannig að það var ansi heppilegt.

Miðvikudagur:
Þennan dag átti ég frí og nýttum við félagarnir, ég og Ítalarnir í að skoða okkur aðeins betur um í Vín á stöðum sem við höfðum ekki séð áður(það var sextán stiga hiti samkvæmt mælinum á Elterleinnplatz!). Við fórum út í Donau Insel, sem er eyja í miðri Dóna. Þessi Dóná er sjúklega stór, það er ekkert grín. Albe er mikill ljósmyndari og nýtti hann því tímann í því að taka ýmsar skemmtilegar myndir. Hann tekur svo myndirnar og vinnur með þær í fótósjopp, mjög flott!
Ég þurfti svo að drífa mig heim, því að ég þurfti að fara á yogaæfingu. Þar fóru með mér þær Tóta og Nikki. Á leiðinni á æfingu bað Nikki okkur um að kenna sér eitthvað á íslensku. Þaðvar því ekki annað í stöðunni en að kenna henni að segja „hvað segir kjééééééllinn?“. Á jógaæfingu var ég svo slakur að ég sofnaði í einni teygjunni og í lok tímans sofnaði ég eftir hálfa sekúndu í slökuninni, áður en kennarinn byrjaði að syngja á Sanskrít sem var frekar pirrandi að missa af.

Um kvöldið talaði ég svo ótrúlegt en satt við hana Ingibjörgu mína og mömmu og pabba á skype. Bæði höfðu frá ýmsu skemmtilegu að segja. Mamma og pabbi höfðu verið í barnaafmæli hjá litla frænda mínum og var Erpur Eyvindason á staðnum því að hann og Arnór, pabbi litla frænda míns og frændi minn eru góðir vinir og leigir Arnór Erpi herbergi í íbúðinni sinni. Mamma átti bara gott spjall við Erp og komst hún að því hve mikill kínavinur hann er(á dyrabjöllunni stendur Arnór Gíslason og kínamaðurinn knái búa hér). Ég hálf öfunda mömmu af þessu því að ég fýla Erp í ræmur.
Einnig sagði Ingibjörg mér frá því að útlendingur sem hún þekkir ekkert en er í karate hafði addað henni á facebook og gerir víst ekki annað heldur en að tala við hana um karate á hverjum einasta degi á facebook(Ingibjörg er í karate landsliði Íslands). Einnig hefur hann oft spurt hana hvort að hún vilji tala við sig í gegnum video call á facebook(svipað og skype) og loks lét hún verða að því. Þegar þau voru byrjuð að tala saman þá sagði hann við hana að hún yrði að vera í karate búning. Þar dró hún víst línuna og hætti að tala við hann. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það vera mjög fyndið. Menn eru með ýmsa hugaróra, það er víst bara þannig.

Fimmtudagur:

Í morgun hélt ég svo til vinnu og var mættur á staðinn kl. 10. Það kætti mjög mitt litla hjarta svo að heyra fyrsta jólalagið sem ég heyri í ár. Dagurinn leið alveg óvenjulega hratt sem er bara jákvætt enda nóg að gera. Einnig var ég svo heppinn að ég vann mér inn mitt fyrsta þjórfé upp á 10 evrur. Þá hélt ég á nokkrum borðum fyrir listaverkasala sem var að geyma borðin sín í geymslum Salm Bräu og á sama tíma var ég einnig að fá laun frá veitingastaðnum sem var ansi gott.
Á veitingastaðnum vinn ég mikið við það að fjarlægja tóm glös af borðum og vaska þau svo upp. Það sem er svo leiðinlegt við austurríska bjórmenningu er það að þeir skilja alltaf eftir bara örlítinn bjór og drekka hann ekkert fyrr en allir fara. Þannig að ég er mjög oft ekkert viss hvort að ég megi taka glösin þeirra. Sérstaklega í byrjun gerði ég það oft og þá urðu þeir bara svoldið móðgaðir. Einnig gera þeir það mikið að brjóta tannstöngla í pínulitla bita og setja þá í þennan botnfylli. Það er mjög pirrandi siður því að maður þarf þá alltaf að ná í hníf eða eitthvað til að skrapa föstu tannstönglana upp úr botninum þegar maður þrífur glasið.
 Ég sá mér það svo til töluverðrar undrunar að á einum sígarettu pakka(Winston) sem ég fjarlægði af borðunum úti var hægt að vinna ókeypis ferð til Íslands. Við Íslendingar erum því auðsjáanlega að markaðsetja okkur rétt!
Í lok vaktar lagði ég svo fram beiðni um það að ég fengi að vinna minna yfir jólin því að fjölskyldan mín og Ingibjörg eru að koma til mín. Ég vona svo sannarlega að þessi ósk verði uppfyllt.

Á leiðinni heim fann ég svo loksins fyrir sterkum vind. Ég hef bara alls ekki fundið fyrir neinum vind hérna allan tímann á meðan ég er búinn að vera hérna út í Austurríki því að það er bara alltaf logn hérna. Ég get samt ekki sagt að ég sakni íslenska vindsins eitthvað rosalega.
Á einu strætóskilti hérna tók ég svo eftir því að það er til eitthvað sem heitir Red Bull Mobil. Það er þá líka til símafyrirtæki sem heitir Red Bull! Mér finnst alveg makalaust hvernig þeir ná að troða sér inná hina ýmsu auglýsinga markaði. Til eru fjögur fótbolta lið sem heita eitthvað Red Bull, þrjú kappaksturfélög og eitt íshokký lið. Auk þess sem að Felix Baumgartner, geimstökkvarinn var sponsaður af þeim. 

En jæja nú ætla ég að kíkja á þessa hollendinga og þjóðverja sem ég er nýbúinn að kynnast, wiedersehen.

Fastir liðir: Þýska dagsins: Willst du heute arbeite gratis?(Viltu vinna kauplaust?) 

Mynd dagsins: 

DSC_0064
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það var svo heitt að við gengum um halfnaktir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert klárlega lead singah í boybandinu!

Ingibjörg (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 16:17

2 identicon

Hahaha, meiri vitleysan i ther

Jonas Gudmundsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband