14.12.2012 | 11:20
Að vera laus frá vinnunni gerir mann frjálsann
Heilt veri fólkið,
nú er liðinn töluverður tími síðan að ég bloggaði síðast, en eins og þið ættuð að geta séð þá er ég núna með íslenska stafi. Því að ég er búinn að fá nýju tölvuna sem að ég er mjög sáttur með. Margt hefur komið uppá hjá mér síðustu daga og munt þú lesandi góður kynnast því hér.
Fyrstu daganna í þessari viku var ég bara að vinna frekar mikið og var því bara frekar slakur. Á síðasta miðvikudag bauð Silja sem býr með Spánverjum mér, Tótu og öðru fólki sem býr í húsinu í smá litlu jóla veislu því að allir Spánverjarnir eru meira og minna að fara heim til sín. Seinna um kvöldið kom svo vinur minn hann Jón Briem til okkar frá staðnum sem hann er á í Austurríki. Einnig kom stelpa sem var með mér í málaskólanum og kærastinn hennar. Þetta var bara hin besta skemmtun og upplifði ég þar góða jólastemmningu.
Daginn eftir(fimmtudagur) dró svo til tíðinda. Ég fór í vinnuna og eftir að hafa verið þar í svona u.þ.b. klst rak Florin mig heim úr vinnunni þennan daginn vegna þess að ég missti öskubakka í gólfið og við það myndaðist töluverður hávaði en sem betur fer brotnaði hann þó ekki. Þegar ég kom svo aftur inn á barinn sagði Florin við mig að ég ætti ekki að gera neitt eða snerta neitt á meðan að eigandinn væri að borða hérna. Tveim mínútum seinna bað hann mig svo að halda á nokkrum flöskum fyrir sig, ég spurði hann því hvort að hann væri alveg viss um að ég ætti að gera það þar sem að hann hafði sagt við mig stuttu áður að snerta ekki neitt. Við það varð hann mjög reiður og rak mig heim.
Þetta var líklegast það besta sem hann gat sagt, því að um leið og hann sagði þetta þá hugsaði ég einfaldlega, ég ætla að hætta í þessari vinnu. Af hverju að vinna á stað sem gerir mig niðurdreginn og hjálpar mér voðalega lítið að læra þýsku? Ég meina, ég er hérna til að hafa gaman og læra þýsku. Reyndar sagði hann mér að hjálpa aðeins iðnaðarmönnunum sem voru að vinna við að innrétta íbúð. Þetta aðeins breyttist svo í nokkra klst en það var allt í góðu.
Þannig að núna þarf ég ekki að hafa einar einustu áhyggjur af því að ég verði að vinna eitthvað yfir jólin á meðan fjölskyldan mín og Ingibjörg eru hérna og einnig get ég farið með Steini og vinum hans í skíðaferð á morgun, sem er gjörsamlega geggjað!
Í janúar þá ætla ég svo að fara í þýskan málaskóla og koma svo heim fyrsta febrúar. Eftir vinnu hitti ég svo Jón og fórum við bara heim þar sem að ég eldaði ágætis pasta(varla til neitt annað á heimilinu eftir að foreldrar hans Albe komu í heimsókn með fullt af mat).
Í dag kíkti ég svo á skrifstofuna hjá fyrirtækinu sem sér um þetta hjá mér og sagði ég upp störfum. Það reyndist ekki vera neitt mál og er ég að fara á morgun í gott skíðaferðalag
Fastir liðir:
Þýska dagsins: Gehe nach Hause!(Farðu heim!)
Mynd dagsins:
No more Salm Braü(Ég veit, mad paint skills!)
Athugasemdir
Til hamingju með að vera hættur á þessum skrýtna vinnustað. Það er um að gera að hafa það skemmtilegt og líka að læra málið. Þú gerðir alveg rétt í þessu. Það er gott að vita að þú komir heim 1.febrúar Jónas minn. Kær kveðja frá okkur afa. Amma.
Margrét (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 17:11
Gott hjá þér að hætta, ég var búinn að heyra á þér að þér leið ekki vel á þessum vinnustað. Ég vona bara að þú skemmtir þér vel í skíðaferðinni og svo hlökkum við til að vera saman um jólin. Bestu kveðjur pabbi
Guðmundur Jónasson (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 18:04
Takk æðislega fyrir, nú sit ég hér í Schladming og er búinn að komast inn á ókeypis net. Ætla núna að setja inn bloggið mitt
Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.