18.12.2012 | 16:15
Mitt fyrsta þrítugsafmæli í Austurríki er staðreynd
Sælt veri fólkið, nú er er klukkan tíu um kvöld og ég er í Austurrískum alpakofa ásamt sjö strákum og einni stelpu að blogga að bíða eftir að því að við erum að leggja af stað inní bæinn að skemmta okkur.
Í gær átti ég gott kvöld í gær þar sem að ég, Jón og Tóta byrjuðum á því að kíkja í teiti hjá gamla þýskuskólanum mínum. Það var bara hin besta skemmtun og var fólk frá hinum ýmsu löndum þar(Tyrklandi, Japan, Spáni, Bandaríkjunum o.s.frv.).
Fyrir það teiti hafði stelpa frá Sviss sem var í þýskuskólanum boðið okkur í þrítugs afmæli hjá bróðir kærasta hennar (fyrsta skipti sem ég fer í þrítugsafmæli í Austurríki). Við fórum því að loknu þessu teiti hjá Actilingua(gamli þýskuskólinn minn) í þetta þrítugsafmæli hjá honum David. Það var bara hin besta skemmtun og áttum við góða stund þar. Hafði ég t.d. einstaklega gaman að tala við austurríska nafna minn hann Jonas um allt á milli himins og jarðar ásamt því að borða laufblöð af vínberjatrjám og kúskús.
Að því loknu þurftum við að drífa okkur heim því að við vorum á leiðinni morguninn eftir að hitta Stein og vini hans á skíðasvæði hér í mið-Austurríki í Schladming, en reyndar bjuggum við í Fortenstau.
Þar sem að Steinn hafði sagt mér að vakna kl. sex og hringja í hann þá, þá gerði ég það. En þar sem að þeir félagar(Steinn og gamlir bekkjarbræður hans úr Verzló) hefðu verið að fá sér eitthvað aðeins sterkara en appelsín kvöldið áður þá svaraði enginn þeirra. Ég brá því á það ráð að sofa aðeins lengur og leyfa Stein að hringja í mig.
Nokkrum stundum seinna hringdi hann í mig og sagði mér ásamt mínu hafurteski að drífa okkur út á Wiener Neustadt þar sem að hans fólk myndi hitta mitt fólk. Ég og mitt fólk hittum hans fólk í Wiener Neustadt þar sem að við keyrðum til Fortstau. Þar leigði ég skíði og fór að renna mér með félögum Steins úr Verzló(Vilhjálmur-Wilcox, Bjarki Brynjars, Oddur Björns, Matti-Jón Oddur og Jón Bjarni og Ólafur Axel-Óli á mæknum(semsagt Bangsapabba hópurinn)). Þeir voru allir alveg ofurpeppaðir í þetta(Bjarki var meira að segja í netahermanna undirfötum, bol og sokkabuxum(Bjarki er í norska hernum)) og meira en til. Það var því hin besta skemmtun að skíða niður, reyndar var skyggnið ekki hið besta og ég var með Malibu sólgleraugu(ódýr týpa af Ray Berry gleraugum sem ég fann á gólfinu á skemmtistað í Vín) en það er allt annað mál. Þannig að ég var alltaf að taka þau af mér og setja þau aftur á mig því að bæði var jafn óþægilegt því að skyggnið var lélegt og mikil snjókoma.
Eftir að hafa verið í fjallinu tókum ég, Matti og Óli það á okkur að vera eftir því að það var einfaldlega of mikið dót í bílnum til að rúma okkur alla, auk þess sem að Tóta og Jón voru ekki komin niðrí bílastæði eftir að hafa verið að renna sér á einhverjum austurrískum sleðum sem er víst geðveikt! Hinir strákarnir keyrðu upp í fjallakofann sem við leigjum og á meðan höfðum við það gott í Schlatming. Við röltum um bæinn og sáum eitt og annað skemmtilegt t.d. lamadýr og pónýasna. Óli hafði talað um það í töluverðan tíma að hann yrði að fá sér Wiener Schnitzel þannig að það var ekki annað hægt en að fá okkur af því. Eftir að hafa fengið okkur að borða á þessum veitingastað(Óli var reyndar ansi ósáttur með að ég hafði fengið mér Schnitzel með sveppasósu, sem mér fannst að sjálfsögðu geggjað!) fundum við skemmtistað sem var mjög nálægt. Þetta var mjög stór skemmtistaður með mörgum hæðum og það skemmtilega við hann var það að það var aðallega töluvert eldra fólk inn á honum í skíðaklossum og ennþá í skíðagallanum og kl. var bara átta um kvöldið. Ætli það sé ekki útaf því að fólk fer bara ansi snemma að sofa til að geta farið í brekkuna daginn eftir um átta leytið.
Steinn kom svo og skelltum við okkur upp í hús með honum. Þessi vegur sem að við keyrðum var ansi drungalegur og mætti halda það að Steinn væri bara að leiða okkur að stað þar sem að auðvelt væri að afhausa menn og fela líkin á góðum stað. Að lokum komumst við þó og urðum við ekki vör við neinar axir né lík á leiðinni sem var töluvert jákvætt. Einnig kom það í ljós að þessi kofi sem að við sofum í er alls ekkert slor, mjög stórt og fallegt hús með fullt af herbergjum.
Strákarnir buðu okkur því velkomin og var fagnað þessum herlegheitum með góðri veislu um kvöldið auk þess að við kíktum í saununa sem var inn í húsinu. Þetta var því bara hið besta kvöld og fólk var tilbúið fyrir næsta skíðadag.
Fastir liðir:
Þýska dagsins: So du kommst aus Island?(Svo að þú kemur frá Íslandi?(ansi vinsæl spurning í afmælinu, gaman að því))
Mynd dagsins:
Alpakofinn sem að við leigðum af góðvini Steins honum Bernhard Kornberger í Fortenstau
Athugasemdir
Ég hélt að maður ætti bara einu sinni þrítugsafmæli og skiptir ekki máli
hvar í heiminum..
Til lukku með daginn engvu að síður.
M.b.kv
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.