22.12.2012 | 21:32
Part of the ship, part of the crew
Sæl verið þið öll,
nú sit ég hér í lest og er á leiðinni að sækja fjölskylduna og Ingibjörgu. Atburður sem ég hef beðið spenntur eftir ansi lengi. Í gær kvaddi ég og Steinn strákana og þökkuðum þeim fyrir góðar stundir. Þetta var rosalega skemmtileg ferð og hafði ég mjög gaman að félagsskapnum. Mér fannst mjög gott að upplifa hversu sterkur og samheldinn vinahópur þetta er og þakka ég þeim einnig fyrir að taka mig jafnvel inn í hjörðina.
En já gærdagurinn var þannig að við vöknuðum og tókum allt til í íbúðinni. Eins og við mátti búast þegar að sjö drengir búa saman þá á eldhúsið til að vera svoldið skítugt. Það tók því ágætis grettistak að koma eldhúsinu í lag en það hófst á endanum og var það orðið alveg silky smooth. Við lögðum svo af stað og þurfti í þetta skiptið ekkert að ýta bílnum. Við keyrðum svo til Vínar án frekari vandræða. Þar kíktum við drengirnir við á McDuff eins og Þjóðverjarnir kalla hann víst og voru sumir þar ansi sáttir að komast í smá internet tengingu.
Við kvöddum þá svo og reyndi þessi viðskilningur þó nokkuð mikið á strákana.
Ég og Steinn keyrðum svo inn í Vín þar sem að hann skilaði mér út á neðanjarðarjárnbrautarstöð og kom ég mér heim. Spjölluðum við Steinn um hvað hann ætlaði að gera yfir jólin og fékk ég það uppúr honum að hann ætlaði að vera á bretti. Ég bauð honum því að kíkja líka yfir jólin til okkar í Kaumberg og þakkaði hann mér ansi vel fyrir það.
Ég kom mér svo heim og kláraði ýmis mál sem ég átti eftir að gera. Lagði mig svo og vaknaði eldferskur í morgun til að gera mig kláran fyrir að hitta Vínarfaranna. En jæja þá er lestarferðin á enda komin og nýtt ævintýri að hefjast.
Fastir liðir:
Þýska dagsins: In Kaumberg gibt es nur Frölichkeit(Það er bara hamingja í Kaumberg)
Mynd dagsins:
Hluti af hópnum að stíga hinsta dans dagsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.