Af áramótum í Kaumberg

Heil verið þið kæru lesendur,
á mánudaginn síðasta var svo komið að gamlársdegi hjá okkur í Kaumberg, reyndar var gamlársdagur líklegast liðinn á Nýja Sjálandi en við vorum ekki að hafa miklar áhyggjur af því.

Dagurinn byrjaði á góðum göngutúr um bæinn. Þar sem að bærinn var ekki ýkja stór var hringurinn því ekki langur og líka kannski bara eins gott því að Ingibjörg hafði slasast á fætinum deginum áður en hún harkaði þetta ansi vel af sér og á hún hrós skilið fyrir það.
Við fundum miðbæinn og þar var alveg þokkalega mikið af fólki sem var allt í kringum einn Glühwein sölubás. En þessi sölubás var hringlaga og úr snjó-Grænland style, mjög töff fannst mér. Það var verið að undirbúa þar bæjarhátíðina sem átti að vera þar um kvöldið og við ákváðum að við ætluðum þangað þetta kvöldið.

Um kvöldið eldaði svo mamma ofan í okkur krómhjört, hún varð vægast sagt mjög ósátt með hann en hafði þó gert ráðstafanir með því að elda kalkún vegna þess að þetta var fyrsta skipti sem að hún eldaði krómhjört. Allir fóru því saddir og sáttir frá borði.
 Svo var hafist handa við að sprengja flugelda. Pabbi og Patti sáu um að kveikja á flugelda á meðan að við hin héldum á „stjörnuljósunum“ okkar, en það var semsagt reykelsis stangir sem að við héldum að væri stjörnuljós þegar að þau voru keypt. Stjörnuljós eru nefnilega alls ekkert það frábær fyrirbrigði finnst mér og reykelsisstangir eru sko miklu verri útgáfa, þið getið því ímyndað ykkur hversu frábær mér fannst þau. Á meðan að á sprengingunum stóð gekk hópur stelpna um svona 13 ára aldurinn fram hjá okkur og var það mjög fyndið að heyra hversu hátt þær öskruðu alltaf í hvert skipti sem að við sprengdum flugeld.
Eftir þessa mikilfenglegu flugeldasýningu hjá okkur var aðeins farið inn í hús til að skála. Þar var dropið á kampavíni, nema hjá honum Patta sem fékk sér „party for kids“. Síðan reyndi amma með ágætis árangri að fylla mig með Baileys og það var bara gaman að því.
Svo var rölt af stað á hverfishátíðina í Kaumberg. Justin Bieber hlýtur að hafa verið að spila þarna fyrr um kvöldið eða verið að dreifa ókeypis unglingabólulyfi eða eitthvað því að það voru örugglega allir unglingar sem eiga heima í svona 30 km radíus voru saman komnir þarna og ekki mikið var um manneskjur yfir svona 16-17 ára. Amma var því ansi góð á því þarna á dansgólfinu!
Eftir að hafa horft á flugeldasýninguna sem hófst um miðnætti hélt fjölskyldan heim á leið nema ég og Inga.

Okkur fannst það algjör skömm að inn í partýtjaldinu var fullt af fólki og brjáluð tónlist en enginn að dansa. Því fannst okkur við hafa skyldu gagnvart fólkinu í Kaumberg að kveikja í dansgólfinu og þrátt fyrir að ég segi sjálfur frá fannst mér við hafa náð því. Við vorum búin að fá fullt af fólki með okkur í lið og allir farnir að hafa rosa gaman. Svo var eitthvað um það að fólk bað okkur um að láta taka myndir af sér með okkur svo að okkur leið eins og við værum orðin smá celebs þarna. Ingibjörg olli mér svo smá vonbrigðum þegar að lagið „99 Luftballons“ (http://www.youtube.com/watch?v=9whehyybLqU) var spilað og spurði mig hvort að þetta væri þýska útgáfan af „99 red balloons“. Ég gat þó alveg fyrirgefið það stuttu seinna en það tók samt á þegar að hún sagði að enska útgáfan væri betri!
Þegar að við ætluðum svo heim bað ein stelpan mig um nafnið hjá okkur svo að hún gæti addað okkur á facebook. Þar sem að ég heiti örugglega einu algengasta nafni Íslands finnst mér mjög ólíklegt að hún muni einhvern tímann finna mig. Við komum okkur svo heim eftir ævintýri kvöldsins.

Daginn eftir skelltum við okkur svo til Vínar. Þar var gert eitt og annað til dundurs. T.d. þá skoðuðu þau veitingastaðinn sem ég vann á en hélt ég mig fyrir utan þar sem að mig langaði bara alls ekkert þangað inn. Þau höfðu þó gaman af að kíkja þangað inn og Ingibjörg útskýrði núna fyrir mér hvernig Frau Eliz tekst alltaf að vera 45 mínútur á klósettinu því að hún sá það gerast.
Eftir að þau höfðu dvalið í Austurríki í eina og hálfa viku fannst okkur vera kominn tími á Wiener Schnitzel enda mjög vandræðalegt að koma heim til Íslands án þess að meltingarkerfið hefði fengið að takast á við þann yndislega mat. Við leituðum því að stað sem matreiddi svoleiðis og fundum við einn mjög fínan ítalskan/austurrískan stað. Eftir máltíðina gengum við aðeins um Vín og sáum þar risastóran skjá sem hafði verið settur á óperuna til að sýna í beinni hina árlegu Nýárstónleika Vínaróperunnar sem voru að gerast á sama tíma inn í óperunni. Hversu svekkjandi að borga fullt til að komast inn þegar að þú getur horft á það sama á stórum skjá fyrir utan á sama tíma?

Ég og Ingibjörg urðum svo eftir í Vín á meðan að restin af fjölskyldunni fóru aftur til Kaumberg. Við prófuðum að glöggva eftir einhverjum skemmtistöðum sem voru opnir um kvöldið og við fundum einn sem hélt partýið „Tuesday 4 Club“. Við skelltum okkur því þangað og var þetta hin besta skemmtun. Sjúkrasaga Ingibjargar hélt svo aðeins áfram þarna því að inn á skemmtistöðum í Austurríki má reykja og fólk dansar með sígaretturnar á sér og lenti hún í því að stelpa inn á staðnum brenndi hana með sígarettunni. Já maður er vanur ansi góðu heima að hafa þetta reykingarbann. Eftir það ákváðum við að kíkja aðeins í smá ferskt loft og lentum við þar á góðu spjalli við dyraverðina sem voru króatískir og voru að horfa á uppáhalds grínmyndina mína allra tíma „You don‘t mess with the Zohan“.
Við héldum svo heim á leið nokkru seinna eftir gott kvöld.

Fastir liðir:
Þýska dagsins: Hier darfst du immer rauchen(Hérna máttu alltaf reykja)
Mynd dagsins:

P1030103

 


 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ég og Ingibjörg á gamlárskvöld 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú mátt skila því til Ingibjargar að ég mun aldrei aftur tala við hana, "þýska útgáfan af 99 red balloons". Aldrei á ævinni hef ég heyrt neitt sem gengur jafn harkalega fram af mér.

Briem-fantur (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband