Það verður seint sagt að kveðjustundir séu frábærar

Sæl verið þið,
nú er þetta síðasta bloggið frá því að Ingibjörg og fjölskyldan voru hjá mér.

Miðvikudaginn 2. janúar vöknuðum ég og Ingibjörg heima hjá mér í Vín eftir að við höfðum kíkt út að tjútta daginn áður. Við freistuðumst til þess að hrista aðeins slenið af okkur og var það gert með því að refsa járnunum sem voru staðsett í ræktinni sem er rétt hjá mér. Þar var einn gæi í ræktinni með sjúkasta ræktarsvip sem ég hef séð, mætti halda að hann ætlaði að drepa einhvern á meðan að hann var að lyfta en það var bara gaman að því. Einnig stundi hann rosalega hátt.

Við höfðum svo ákveðið það mörgum dögum áður að við mundum einhvern tímann kíkja í aida sem er rosalega bleikt konditori og er út um allt hérna í Austurríki. Við skelltum okkur þar á Berlínarbollu sem var mjög girnileg en var þó ekki með venjulegri sultu inn í heldur einhvers lags vanillu smjör, heitir Krapfen.
Við fórum svo og hittum fjölskylduna aftur upp í miðbæ Vínar en þau höfðu farið í svona hop on-hop off strætó þar. Þar héldum við áfram göngu okkar um Vín og enduðum á safninu um hana Sissi, fyrrverandi keisaraynju Austurríkis og er í raun hægt að segja að hún sé þekktust allra þeirra sem hafa tilheyrt austurrísku keisarafjölskyldunni. Á safninu var heljarinnar mikið vesen vegna þess að einn miðinn gilti ekki og það var búið að loka afgreiðsluborðinu en það blessaðist þó fyrir rest.
Að því loknu ákváðum við að fara á sushi train sem að var hægt að borða eins mikið á og maður gat. Á leiðinni þangað sáum við mér til mikillar gleði fjóra vini taka ghosting upp á næsta level með því að vera allir í kjólfötum, það var mjög töff fannst mér. Þeir sem þekkja ekki hina frábæru og virðulegu ghosting íþrótt geta fræðst um hana betur hér: http://www.youtube.com/watch?v=gYjn5QBfAUQ og fyrir þá sem nenna ekki að horfa á allt þetta vídeó geta líka séð annað styttra hér: http://www.youtube.com/watch?v=BzPRO4921So

Við fórum svo á þetta frábæra sushi train í Praterstern sem er garður svipaður og Central Park í New York og lærði ég af fyrri mistökum og reyndi að belgja mig sem minnst út og halda mig eins langt frá lestinni og ég gat. Fólk var almennt bara mjög sátt með þennan stað og fannst alveg fáránlegt að svona sé ekki komið til Íslands. Við fórum svo heim að mat loknum og lögðumst til hvílu.

Fimmtudagurinn var svo síðasti heili dagurinn sem að þau áttu eftir. Við fórum fyrst í óperuna og þar fengum við leiðsögn um óperuna. Þar var margt áhugavert að heyra fannst mér og það mest áhugaverðasta fannst mér var að heyra hversu mikið fólk var að borga fyrir sumar uppákomurnar þar. Við krakkarnir ætluðum svo í dýragarðinn að óperu lokinni en vegna þess hve mikið var byrjað að rigna ákváðum við að hætta við það og fundum okkur skjól inn í verslunarmiðstöðum Vínarborgar. Við skelltum okkur svo aðeins inn á Starbucks og svolgruðum niður hinum ýmsu aðföngum.

Svo var bara komið að því að þau þurftu að fara. Við höfðum pakkað niður deginum áður svo að það var ekkert vesen þegar að við vöknuðum. Fjölskyldan sem á húsið kom svo rétt áður en að við tókum af stað. Þau voru bara mjög hress og buðu mér að koma einhvern tímann yfir helgi og vera hjá þeim og fara að klifra aðeins.
Við héldum svo á flugvöllinn með smá stoppi heima hjá mér þar sem að ég henti af mér farangrinum mínum. Þegar þangað var komið lentum við í svakalegu veseni með að ná virðisaukaskattinum til baka og þegar að við héldum að það væri komið, komumst við loksins að því í lokinn að það þurfti að vera gert í Danmörku því að maður fær bara vaskinn til baka þegar að maður fer út úr Evrópu sambandinu. Þetta er allavega gott fyrir mig að vita þegar ég fer sjálfur heim 1 feb. Er núna búinn að panta flug heim og allt.
Við kvöddumst svo og fannst mér mjög leiðinlegt að sjá þau öll hverfa svona frá mér eftir góðar tvær vikur. En jæja, ég kem þó heim núna eftir tæplega fjórar vikur.

Fastir liðir:
Þýska dagsins: Wie viel kostet diese Hund in das Fenster, woof woof?(Hvað kostar þessi hundur út í glugga, voff voff?)

Mynd dagsins:
SDC10787

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Salur keisarans í óperunni, hann var ansi töff. Það er líka rugl dýrt að leigja hann en það er þó mögulegt ef einhver hefur áhuga 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband