Það er gott að hafa hlustað á Snæbjörn í gegnum árin

Sæl verið þið, þið miklu meistarar,
afsakið mig hversu langt er síðan að ég bloggaði. Málið er það einfaldlega að ég hef ekki haft tíma í það. Nú er ég í tvöföldu þýsku námi og það tekur bara sinn tíma að stunda það nám og að skrifa eitt svona blogg er nokkuð tímafrekt og stundum verður maður því miður bara að velja og hafna.

Eins og mætti búast við þá er eitt og annað búið að gerast hjá mér þessa síðustu eina og hálfa viku frá því að ég bloggaði síðast.
Um síðustu helgi var ég ansi mikið með honum Kai, þýskum vini mínum sem er 23ja ára og er leikskólakennari hérna í Vín en kemur frá Stuttgart(hann þekkti ekki Ásgeir Sigurvinsson, was?). Hann er algjör fótboltaaðdáandi þannig að það er ansi auðvelt fyrir mig að spjalla við hann um eitt og annað. Vil ég sérstaklega þakka honum Snæbirni vini mínum fyrir að hafa frætt mig um þýskan fótbolta í gegnum tíðina, þar sem að hann er nú gífurlegur áhugamaður um þýskan fótbolta og gæti hann örugglega stillt upp frábæru þýsku landsliði í gegnum tíðina og skilyrðið væri að allir leikmennirnir þyrftu að vera með M&M(möllet og mottu).

Á föstudagskvöldið síðasta fórum við félagarnar(ég og Kai) saman út á lífið og fórum við á klúbb sem er hérna í nágrenninu sem heitir Ride Club en því miður fyrir mig var enginn Matthias Schweighöfer á staðnum eins og helgina áður.
 Daginn eftir fórum við svo saman strákarnir saman að horfa á leik hjá Rapid Wien, en það er eitt af tveimur bestu liðunum hérna í Austurríki. Þetta var æfingaleikur gegn einhverju fjórðu deildarliði svo að það var ekki beint hægt að segja að þetta hafi verið mest spennandi leikur sem ég hef einhvern tímann séð(Rapid vann 8-0).

Húsið þar sem ég bý í er búið að vera nokkuð tómlegt síðustu vikurnar, en í þessari viku þá er búið að flytja inn fullt af fólki og núna er búið í hverju einasta herbergi. Fyrst fluttu inn þó nokkuð mikið af Spánverjum og Ítölum og tala þau öll meira og minna ensku þannig að það er í góðu. Er búinn að kynnast ágætlega einum spænskum dreng sem býr í næsta íbúð og heitir hann Rafael. Hann er að vinna hjá Salm Bräu líkt og ég gerði. Eftir að hafa unnið þar í viku, hætti hann. Mér fannst því gott að sjá að ég var ekki einn um þetta.

Seinna í vikunni gerðist svo alveg undur og stórmerki þegar rosa stór hópur af Frökkum flutti hingað inn og eignaðist ég tvo nýja íbúðarfélaga. Þeir tala næstum enga ensku og hvað þá þýsku. Hversu geggjað? Þessi hópur eru samansettur af krökkum sem eru í bakaranámi í Frakklandi, réttara sagt í Brittany og eru að vinna í bakaríum hér í Vín í þrjár vikur. Strákarnir vakna alltaf á hverjum degi rétt rúmlega fjögur því að þeir þurfa að vera mættir í vinnuna klukkan fimm. Samt fara þeir alltaf að sofa á eftir mér, veit ekki alveg hvernig þeir höndla þetta.

Ég fór svo í fyrradag niður í ráðhús því að ég þurfti að skrá mig út úr landinu því að ég er alveg að fara heim. Þrátt fyrir að mér líki bara ágætlega við dvölina hérna verð ég að segja að ég er orðinn ansi spenntur fyrir heimkomu.

Í gær var ég svo í skólanum líkt og alla virka daga nema föstudaga og þar sagði kennarinn okkur frá sið sem er víst nokkuð algengur í Austurríki en þó meira út til sveita og mér finnst furðulegur. Fjörtíu dögum fyrir páskasunnudag er það hefð hjá mörgu fólki að fasta og lifa einungis á vökva og hefst það því þann 8. feb. Ok, Jesú gerði þetta í fjörtíu daga þegar að djöfullinn var að reyna að freista hans en í alvörunni að fólk geri þetta ennþá finnst mér bara stórfurðulegt.
Um kvöldið fór ég svo á mína fyrstu fótbolta æfingu eftir vetrarfrí og var það bara ágætt. Ekkert frábært reyndar því að við skokkuðum alltof lengi á rosalega lágu tempói í kringum völlinn í lok æfingar og var ég mjög sáttur þegar að þjálfarinn sagði okkur að hætta.
Eftir hlaupið hélt hann svo ræðu sem að ég skildi bara ekki eitt einasta orð í. Ástæðan er sú að hann talar Vínarþýsku og ráðlegg ég þeim öllum sem hafa áhuga á því að fara og læra þýsku að gera það frekar í Þýskalandi þar sem að háþýska er töluð. Ekki nóg með að Vínarbúar tali með allt öðru vísi hreim og áherslum heldur hafa þeir líka töluvert annan orðaforða. Ég hef séð austurískar-þýskar orðabækur sem eru bara þykkar og oft á tíðum skilja Þjóðverjar Austurríkismenn ekki og öfugt.

Hjá mér er svo planið um helgina að heilsa uppá hann Stein vin minn og saman ætlum við að fara til hans Jón Briems á skíði. Þannig að það verður vonandi bara snilld.

Fastir liðir:
Þýska dagsins: Wer die qual hat, hat die wahl(Sá á kvölina, sem á völina(eitthvað grunar mig að við Íslendingar höfum stolið þessum málshætti))

Mynd dagsins: 

Voller

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Rudi Voller kæmist vafalaust í liðið hans Snæbjarnar, enda afburða leikmaður með afburðagott M&M 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög gómsætt blogg herra Jónas!

Matthías (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 21:30

2 Smámynd: Jónas Guðmundsson

Ja bitte, danke schön

Jónas Guðmundsson, 25.1.2013 kl. 00:41

3 identicon

Alltaf jafngaman að lesa bloggið þitt. Frönsku bakaranemarnir eru eflaust komnir til Vínar að læra að baka Vínarbrauð.  Flott að þið Steinn farið á skíði til Jóns Briem. Þetta er síðasta helgin þín í Austurríki áður en þú kemur heim, góða skemmtun.

Kveðja pabbi 

Guðmundur Jónasson (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 09:46

4 identicon

Kæri Jónas okkar.   Gaman að fá bloggið frá þér eins og venjulega. Það hlýtur að vera nóg að gera hjá þér að stunda nám í 2 skólum. Mikið ert þú duglegur að kynnast nýju fólki.  Gætir þú sagt mér hvað þýðir Afi rotaði rjúpur í dag? og eins Afi skar hrúta ?  Hvað þýðir það.  Ef þú veist þetta ekki skal ég segja þér það þegar þú kemur heim.  Það verður gott að fá þig heim aftur. Kveðja. Afi og amma.

Jónas Ragnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband