Síðan hvenær hefur það verið bannað að grínast í lögregluþjónum sem ætla að sekta mann?

Komið þið sæl,
eins og gengur og gerist þegar að ég fer með Steini eitthvert í skíðaferðalög lendir maður í einhverjum ævintýrum og það var einnig raunin í þetta skiptið.

Föstudagurinn byrjaði bara nokkuð klassískt. Vaknaði ferskur og skellti mér upp í lest til Wiener Neustadt þar sem að Steinn a.k.a Lean mean Stein machine(I'm so proud of it I put my name on it: http://www.ehow.com/how_5669317_use-lean-mean-grilling-machine.html#page=0) kom og sótti mig. Við þurftum aðeins að koma við hjá honum til að sækja eitt og annað. Þennan dag hafði verið haldið barnaafmæli á þessu heimili og eins og siður er til þá fylgir oft mikil sykurneysla barnaafmælum. Það var því nóg af öskrum og látum þegar að menn mættu á svæðið.
Eftir nóg af öskrum og látum var okkur ekki til setunnar boðið og keyrðum af stað til hans Jóns Briems sem er skíðakennari í Zell am See eins og hafði verið ákveðið áður. Á leiðinni stoppuðum við í bæ sem heitir Wagrain. Ég hafði nefninlega talað við hann Snorra Stefánsson sem var í 6-X í fyrra í Verzló og hann sagði að hann væri staðsettur í þessum litla skíðabæ ásamt fjölskyldu sinni. Það var því alveg upplagt að heilsa aðeins upp á hann. Ég, Steinn, Snorri og vinur hans Sölvi duttum því inná ítalskan veitingastað þar sem að við sátum á borði með fullt af nokkuð ölvuðum Dönum. Þar sem að ég hef nú búið í Danmörku áður og svoleiðis tala ég nú ágætis dönsku og reyndi ég að tala dönsku við þá. Mér til mikils óhugnaðar komst ég þó að því að ég gat það varla ekki því að ég var alltaf að blanda þýsku inn í dönskuna.

Við Steinn héldum svo ferð okkar áfram og komumst loks til Zell am See en þar lentum við í því að löggan tók okkur í svona random check. Það reyndist vera allt í góðu með ökumanninn og öll skjöl. En svo þegar löggan fór að líta á farartækið sjálft kom annað hljóð í lögreglumanninn. „Das ist kaputt, das ist kaputt und das ist kaputt“(þetta er bilað) var eitthvað sem að heyrðist nokkuð reglulega frá lögreglumanninum. Á sama tíma bauð Steinn þeim uppá bjór en því miður létti það ekki mikið skap lögregluþjónanna. Einnig létti það alls ekki heldur skapið þeirra þegar þeir báðu Stein að stöðva vélina. Þá sögðu þeir „stop“ og ég stóðst því ekki mátið því að segja „hammer time“(http://www.youtube.com/watch?v=otCpCn0l4Wo). Við þurftum því að fara með þeim upp á lögreglustöð og Steinn talaði við þá. Hann þurfti að borga sekt upp á rúmlega 250 € auk þess þá átti hann eftir að borga fyrir viðgerðina en samt endaði samtalið á því að Steinn bauð þeim að gista heima hjá sér á Íslandi einhvern tímann líkt og sönnum fagmanni sæmir.

Jón kom svo og náði í okkur á tveimur jafnfljótum. Þar sem að við höfðum ekki neinn bíl til að styðjast við þurftum við að labba með allt dótið upp í húsið hans Jóns. Það var töluvert mikið mál því að oftast þegar að maður fer í skíðaferðir þá fylgir mikið dót með. Við skelltum þar af leiðandi öllu dótinu á nokkurs konar segl því að við höfðum sett það yfir allt skottið þar sem að bíllinn lyktaði eins og hestur(Steinn vinnur við það að járna hesta). Við héldum því á því til hans Jóns en á leiðinni hittum við pólskan vin hans Jóns, Lukasz og hjálpaði hann okkur að halda á dótinu. Hann sagði okkur það að hann hafði aldrei ímyndað sér í sínu villtustu draumum að einn daginn mundi hann hjálpa þremum Íslendingum með skíðadótið þeirra á segli á föstudagskvöldi.

Við mættum svo til hans Jóns og er þetta hús sem hann býr í nokkuð sérstakt. Það hefur víst ekki verið búið í því í 10 ár og var það nokkuð greinilegt. Hann býr með níu öðrum útlendingum en þó aðallega Dönum. Eftir smá spjall og svoleiðis var skellt sér í rúmið.

Daginn eftir var vaknað og ég, Jón og Steinn skelltum á skíði enda var Jón í fríi. Þennan daginn fórum við á skíðasvæði sem ég og Steinn höfum áður verið á og heitir Kitszsteinhorn(held að það sé skrifað svona) og renndum okkur. Það voru algjörar toppaðstæður þennan daginn enda sól og mjög gott skyggni. Það var þó að hrjá mig ansi mikið að ég var í of litlum skíðaskóm og það er ekkert frábært. Fæturnir mínir fengu ansi vel að kenna á því. Það haftraði mér þó alls ekki að henda mér á stökkpallana enda er ég orðinn ansi háður þeim eftir að ég var með strákunumí Schladming(bangsapabbi(ákveðinn vinahópur stráka kallar sig þetta sem voru saman í 6-X í Verzló)).

Við komum okkur svo aftur til Zell am See eftir góðan skíðadag og skelltum okkur á indverskan/ítalskan veitingastað(eitt skrítnasta kombó sem ég veit). Ég og Steinn hentum okkur auðvitað á þann rétt sem okkur fannst fyndnasta nafnið á en Jón var bara leiðinlegur og fékk sér lasagna. Ég fékk mér svo einhvern klassískan indverskan gulróta eftirrétt sem reyndist vera ansi góður þrátt fyrir að vera ekki sá girnilegasti. Langt og gott bananasplitt freistaði hinna drengjanna.
Við héldum svo heim á leið að hitta hina krakkana í húsinu. Þau höfðu keypt fyrir sig og okkur miða í partý í kastala sem var í grendinni. Var því ekki annað í stöðunni en að fara þangað.
Þetta var ansi flott partý enda haldið í kastala sem var þúsund ára gamall. Sögunördinn í mér vaknaði þarna ansi vel. Partýið var þó reyndar ekkert upp á rosalega marga fiska en það skipti engu máli, þetta var haldið í eldgömlum kastala! Síðan var haldið heim á leið og lagt sig fyrir skíðaátök morgun dagsins.

Þýska dagsins:Halt, hammer Zeit(Stop, hammer time)
Mynd dagsins:

IMG_1165

 

 

 

 

 

 

 

 

Útsýnið frá Kitszsteinhorn, þetta er Steinn þarna í gula jakkanum. Alltaf auðvelt að finna hann í fjallinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband