Anyway, like I was sayin', shrimp is the fruit of the sea

Góða kvöldið kæra fólk,
nú eru menn komnir heim eftir langt og gott ferðalag um US and A og siglingu um Karabíska hafið.

Síðast þegar að ég skildi við ykkur vorum við fjölskyldan að stíga frá borði eftir viku siglingu um Karabíska hafið, ævintýrið sem það var!
Ég hef verið í sambandi við plötusnúðinn á skipinu og hann er reglulega að senda mér hvað er í gangi og núna er eitthvað sem heitir Holy Ship! sem er þannig að öllu skipinu er breytt í einhvern veislubát og það er samfleytt teiti þar í fjóra daga. Það er örugglega eitthvað.

Eins og alltaf í US and A þá þurfti að byrja á að leigja bíl, síðan var keyrt að húsinu sem var rétt hjá Orlando, þar sem við gistum. Þann dag var bara 14 stiga hiti og það var skítkalt!
Húsið sem við gistum í var eins og allt í US and A, töluvert stærra en það þarf að vera. Auk þess var að sjálfsögðu líka sundlaug og net yfir henni eins og í öllum hinum húsunum í hverfinu.
Það var svo maður sem kom og hreinsaði sundlaugina. Hann sagði fyrst við okkur að hann væri að leita að krókódílum enda klassískur brandari. Ég ákvað að djóka eitthvað áfram í honum um að ég hafði líka heyrt það að krókódílar væru svo litlir að það þyrfti sérstök áhöld til að finna þá.
Hann nennti því ekki neitt!

Á gamlárskvöld var okkur svo boðið í teiti til Helgu og Eiríks sem eru vinafólk mömmu og pabba. Stórfjölskyldan þeirra var með þeim þar svo það var í kringum 30 manns þarna örugglega. Þetta var því heljarinnar fjör og allt að frétta. Var meðal annars farið í mjög skemmtilegt pub quiz þar sem að maður átti t.d. að giska á hvaða fræga manneskja þetta væri miðað við lítinn andlitsbút af þeim. Við fjölskyldan fórum svo heim til okkar rétt fyrir miðnætti og héldum þar upp á áramótin ásamt fyrrnefndum systrum þeim Elísu, Guðbjörgu og Selmu Skúladætrum.
Það var mjög skemmtilegt og getum við bara orðað það þannig að mamma á töluvert meiri framtíð fyrir sér í beer pong heldur en pabbi.

Daginn eftir var horft á áramótaskaupið og get ég ekki neitað því að ég hafði mjög gaman að því. Ennþá skemmtilegra fannst mér að pabbi fór inn á facebook og sá að vinkona frænku minnar hafði gert status á facebook sem fjallaði um það að af öllum veislugestum hennar sem voru 18 talsins hafði enginn hlegið yfir áramótaskaupinu þrátt fyrir frábæran efnivið. Frænka mín hafði þá skrifað athugasemd hjá þessari vinkonu sinni að heima hjá henni hefði 14 manns verið og af þeim höfðu 13 manns grátið úr hlátri. Svona er fólk mismunandi.

Um kvöldið var svo haldið í Disney World þar sem ekki þurfti að borga inn.
Bjóst ég við að sjá svona margar búðir þarna? Neibb
Bjóst ég við að sjá svona mikið af fólki? Neibb
Bjóst ég við að sjá svona marga töffarahjólastóla? Jájá það kom ekki mikið á óvart
https://fiercefatties.files.wordpress.com/2012/08/yhst-13787673511982_2222_2527285.jpg
Kaninn kann að selja, það er þinglýst.
Klukkan 8 um kvöldið var svo rosalegasta ljósasýning sem ég hef séð (https://www.youtube.com/watch?v=NUYAPg-8SY0) . Þá var búið að koma 300 flýgildum(drónum) fyrir á himnum og þeir látnir lýsa með mismunandi litum og hreyfingum, mjög tilkomumikið.

Þar sem að við vorum stödd í Orlando, Flo Rida gekk náttúrulega ekki annað en að ég og Golfrekur skyldum skella okkur í golf.
Við skruppum þá í golf á völl sem var rétt hjá húsinu sem við gistum í. Við áttum rástíma með kanadískum bónda sem hét Kevin. Eins og gengur og gerist með Kanadabúa var hann innilega kurteis og ferskur maður. Þar sem að ekki er hægt að spila golf á vellinum nema á golfbíl gerðumst við ekki lögbrjótar og fékk ég og Bílrekur sitt hvorn bílinn. Það var virkilega gaman en ég hafði aldrei áður notað svona bíl í golfi. Bíllinn hjálpaði mér nú reyndar kannski ekki mikið með gæði högganna en ég fékk þó reyndar einn fugl. Ég væri þó reyndar að ljúga ef ég sagðist hafa fengið eitthvað par...stöðugur leikur af minni hálfu semsagt. Það er líka algjör óþarfi að minnast á hvernig Skollreki gekk.

Um kvöldið fórum við svo í Universal Studios þar sem að við hittum fyrir frænda og frænku okkar, systkinin þau Jón Frímann og Ragnheiði Jónsbörn.
Jón Frímann er jafn gamall Patreki(19 ára) og er mikill áhugamaður um golf. Hann náði því að plata systur sína hana Ragnheiði til að koma með sér því að 19 ára töffarar eiga ansi erfitt með að leigja sér bíl. Auk þess held ég að Ragnheiður hafi mjög gaman að vera með bróður sínum í US and A.
Við fórum saman á veitingastaðinn Bubba Gump sem er afsprengi ein af mínum uppáhalds bíómyndum, Forrest Gump. Frá því að myndin kom út árið 1994 hafa verið opnaðir 44 veitingastaðir og ganga þeir allir út á þessa 142 mínútna mynd, mjög vel nýttar 142 mínútur!
Í miðri máltíð(sem auðvitað innihélt rækjur) kom þjónninn til okkar og tók okkur í spurningakeppni úr Forrest Gump. Ég hafði virkilega gaman að því og gátum við svarað flest öllum spurningunum nema númer hvað Forrest Gump var þegar að hann keppti í ruðning og hvað Bubba vinur Forrest hét fullu nafni. Svör eru birt neðst á blogginu.

Öll ævintýri verða svo einhvern tímann að enda og það gilti það sama um þetta.
Ég vil enda þetta blogg mitt á að þakka mömmu minni og pabba kærlega fyrir að bjóða okkur bræðrunum í þessa yndislegu ferð sem gleymist seint.

16010310_10154834104012464_1119204783_o

 

 

 

 

 

 

 

Ég, Golfrekur og King Kevin að velta því fyrir okkur hvort það væri betra að taka "Hollenska hookið" eða "Slóvenska slicið"

Svör frá Bubba Gump veitingastaðnum:

1.44

2.Benjamin Buford Blue
(You can barbecue it, boil it, broil it, bake it, saute it. Dey's uh, shrimp-kabobs, shrimp creole, shrimp gumbo. Pan fried, deep fried, stir-fried. There's pineapple shrimp, lemon shrimp, coconut shrimp, pepper shrimp, shrimp soup, shrimp stew, shrimp salad, shrimp and potatoes, shrimp burger, shrimp sandwich. That- that's about it.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband