Make America gay again

Hey Joe, what do you know you know? You come from Mexico?

Nú eru menn staddir á 28.310413, -81.641191 einnig þekkt sem Four Corners sem er rétt hjá Orlando, Florida, US and A, N-Ameríku. Í dag var mikill sorgardagur hjá okkur fjölskyldunni enda síðasti dagur okkar um borð í skemmtiferðarskipinu Norwegian Epic sem sigldi um Karabíska hafið. Ég held þó að ákveðið líffæri sem getur orðið að skorpu og seytir gallrauða í gall hafi þó reyndar hoppað hæð sína af gleði enda komið í kærkomið frí fram að áramótum(dagsfrí). Við getum bara orðað það þannig að það hefði verið mjög heimskuleg ákvörðun ef við hefðum ekki keypt drykkjarpakkann á skipinu.

Síðast þegar að ég skildi við ykkur vorum við á hóteli í Flo Rida að fara upp í rútu að skipinu. Það var svo sem ekki mikið að frétta í þessari rútuferð fyrir utan það að fararstjórinn(Skúli Sleggja) var með free comedy allan tímann. Draumur í dós.

Fyrsta kvöldið var byrjað að fara á veitingastað með allan hópinn. Þar sat ég við hliðina á ferskum sjóara frá Hafnafirði sem kenndi mér allt um muninn á línuveiðum og netaveiðum. Ég get því með stolti sagt ykkur frá því að sjómílan er 1852 metrar. Um kvöldið kynntumst ég og Pattinegger svo dætrum Skúla Sleggju þeim Guðbjörgu, Selmu og Elísu sem urðu vinnufélagar okkar þessa siglinguna. Mjög gaman að þeim.

Dagurinn eftir var líklegast eðlilegasti aðfangadagur sem ég hef upplifað. Mætt var á eyju í Bahama eyja klasanum sem skipafélagið átti. Þar var gjörsamlega allt til alls(Arnar Grand, Vala Grand, hvort viljiði?) sandur, sól, gleði, klósettpappír, kokteilar, nefndu það bara.

Eitt það fyrsta sem maður tekur eftir varðandi þessa siglingu er hvað það er mikil hræðsla um matareitrun sem er nokkuð skiljanlegt. Væri nett svekkjandi ef Maggi Texas fengi að elda fyrir alla gesti(4.000 manns) og allir yrðu veikir. Það er því regla á skipinu að ef maður fer inná veitingastaði þá þarf maður að spritta á sér hendurnar. Á sumum veitingastöðunum unnu fólk við að spritta mann og sú allra skemmtilegasta var stór svört kona sem sagði með rosa blíðri röddu: „Washy, washy, happy, happy, smiley, smiley!“

Um kvöldið var svo haldið fótbolta mót þar sem að við vorum nokkrir Íslendingar saman í liði á móti US and A mönnum. Við vildum auðvitað halda uppi heiðri Íslands og gera alla skíthrædda við okkur sem endaði á því að við unnum þá 11-0. Hef líklegast aldrei verið jafn stoltur að vinna fótbolta leik þrátt fyrir að hann var spilaður gegn mönnum sem hafa varla snert fótbolta á sinni ævi á leikvelli sem er gerður aðallega fyrir krakka yngri en 12 ára. Maður verður að halda uppi öllum merkilegri lífssigrum sínum.

Næsta stopp var Cayman eyjur. Eins og flestir hjartahreinir Íslendingar byrjuðum við á því að sækja arfinn okkar vegna sölu bílaumboðs í einn bankann. Að því loknu gat fjörið fyrst byrjað.
Við hoppuðum upp í rútu til að fara í skoðunarferð um eyjuna. Það átti eftir að vera algjör draumur enda paid comedy. Leiðsögumaðurinn okkar um eyjuna var eyjarskeggi að nafni Everton. Hann byrjaði bara strax á einum laufléttum til að fá mannskapinn yfir á sitt band. Við keyrðum þá fram hjá KFC og þá sagði hann að á Cayman eyjum væri KFC kallað „Keep you from cooking“. Klassískur brandari enda stór hluti eyjaskeggja blökkumenn og eins og allir vita hata þeir ekki Colonel Sanders.

Síðan hélt grínið/fróðleikurinn bara áfram. T.d. þá sagði hann að á eyjunum sem u.þ.b. 60.000 manns búa á væru 650 bankar og 600 tryggingafyrirtæki. „We call them washing machines“ bætti hann við svo með sínum yndislega Cayman hreim.

Á Cayman eyjum eru engir sem sjá um póstútburð heldur er allur póstur settur á miðlægan stað í pósthólf á eyjunni og sækja heimamenn póstinn sinn þangað, „So if you don‘t want the bills, don‘t go there“ sagði hann um pósthólfin.
Annað sem er skemmtilegt varðandi Cayman eyjur er að villtar hænur eru útum allt. Það var því mjög kaldhæðnislegt þegar að hr. Everton benti okkur hænurnar sem voru fyrir utan KFC.

Síðan liðu dagarnir og var hver annar betri, ég og mínir ferðafélagar fórum að kynnast mikið af fólki af borði þarna á skipinu og var það þannig að ég var orðinn þekktur sem mr. Iceland.
Meðal þess fólk sem við kynntumst hvað best var drengur frá Púertó Ríkó sem hét Gabriel Jesus, klassískt að taka Jesús brandarann á hann. Hann var yndislega ferskur drengur sem langar mikið til að flytja til Skandinavíu seinna í framtíðinni. Eitt kvöldið var hann að spjalla við þýska stelpu. Í sakleysi mínu kenndi ég honum mína allra bestu þýsku og bað hann um að segja við hana „Deutschland, Deutschland, über alles“ sem ég sagði við hann að væri falleg kveðja á þýsku.
Sem betur fer vissi hann ekki að þetta var upphafs línan í þjóðsöng Þriðja ríkis Adolf Hitlers og sagði hann því þetta við hana. Henni fannst þetta ekki jafn fyndið og mér. Ég bað Gabriel svo um að segja við hana „Arbeit macht frei“ sem ég útskýrði fyrir honum að þýddi að hún væri yndisleg. Því miður trúði hann því ekki enda rökrétt ályktun þar sem að það var aðalslagorð nasista í útrýmingarbúðum þeirra.
Einnig kynntist ég vel bandarískum dreng sem heitir Paul McClure og er í háskóla í Washington. Hann hafði farið á 8 svona siglingar auk þess að hafa farið útum allan heim meðal annars Íslands. Við höfðum mjög góðan sameiginlegan grundvöll enda báðir einstaklega hrifnir af biluðu bulli og þess að leysa hnúta á skóm fólks.
DJ-inn á skipinu hét svo Rommel Alegre og var frá Filippseyjum, hann var ferskari en allt sem heitir ferskt og var svo ánægður með að hafa kynnst okkur Íslendingunum. Það var alltaf hægt að fara til hans ef manni langaði að heyra Basshunter eða eitthvað álíka.

Það má svo að sjálfsögðu ekki gleyma að kynna rækilega systurnar þær Elísu, Guðbjörgu og Selmu Skúladætur til leiks enda vorum ég og Patrekur mjög duglegir að vinna yfirvinnu með þeim auk þess sem að fjölskyldur okkar borðuðum nokkrum sinnum saman. Foreldrar þeirra höfðu verið með mömmu okkar í menntaskóla auk þess sem mamma spilaði körfubolta með mömmu þeirra, Hörpu um árabil. Við gerðum ýmislegt sniðugt saman, sérstaklega þegar eitthvað sterkara en Appelsín var við höndina.  Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að þær hefðu ekki gert þessa ferð skemmtilegri.

Það sem kom líka skemmtilega á óvart var hvað það var mikið af samkynhneigðum ungum karlmönnum um borð. Má þar t.d. nefna hann Tanner Young sem sást aldrei án derhúfunnar sinnar sem á stóð „Make America gay again“.  Hann hnýtti líka einu sinni skóna mína mjög skemmtilega eftir að Paul hafði leyst reimarnar mínar.
Einnig var þar annar drengur sem var rosalega góður að syngja og dansa eins og Nicki Minaj og þegar að ég segi að dansa eins og hún þá virkilega meina ég það.
Gabriel Jesus var það líka en hann var ekkert sérstaklega mikill Páll Óskar, við komumst í raun ekki að því fyrr en á þriðja degi þegar að hann tilkynnti okkur það og baðst afsökunar á því að vera ekki búinn að tilkynna okkur það fyrr. Okkur gat auðvitað ekki verið meira sama og hann sagði að það væri stærsta ástæðan fyrir því að hann vildi flytja til Norðurlandanna. Síðast en ekki sístur var svo einn töffari sem ég man ekki hvað heitir en ég hef líklegast aldrei séð karlmann hrista mjaðmirnar jafn vel. His hips don‘t lie!

Eitt sem var líka svo frábært við þetta skip var öll aðstaða. Alltaf var hægt að fá að borða og það voru vatnsrennibrautir um borð sem var unaðslegt.  Einnig var rækt þarna og alltaf hægt að fara í fótbolta og körfubolta við litla stráka á íþróttavellinum(viðurkenni, mjög skrítið að skrifa þetta. Var samt mjög skemmtilegt).

Næst síðasta daginn var svo stoppað á mexíkóskri eyju sem hét Cozumel sem er rétt fyrir utan Cancun. Þar fórum ég og Patti að snorkla. Sólheimaglottið sem myndaðist á Patta eftir snorklið hefur ekki verið hægt að þurrka af honum eftir það og er það fyrst núna að verða að Kleppsglotti (sex dögum seinna). Ef Patti myndi deyja á morgun væri þetta það himnaríki sem hann myndi vilja fara til.
Um kvöldið var svo haldið til baka á skipið og var þar slegið upp heljarinnar Glow stick partý sem var svoldið mikið gaman. Þá klæddum við okkur upp í okkar fínasta hvíta púss og helltum glow stick vökva yfir okkur líkt og Grikki sem hellir yfir sig þýskum skuldum. Ég fékk bæði vökvann í augun og munninn en „beauty is pain“. Maður kemst ekki í gegnum lífið án þess að fá óbragð í munninn endrum og sinnum.

Komið var svo að loka deginum. Mikil sorg sem það var.
Þegar að ég lá í hægðum mínum í sólbaði spurði mexíkanskur fjölskyldufaðir mig um að taka mynd af fjölskyldunni. Bað mig um að fara upp á þak og taka myndina að ofan. Ég gerði fastlega ráð fyrir því að þetta yrði í mesta lagi svona 10 manns en svo hélt fólkið bara áfram að koma út úr lyftunni, líkt og mexíkanar sem koma út úr vinnutrukk að tína appelsínur. Í heildina held ég að þetta hafi verið 25 manns, mjög fyndið fannst mér.

Um kvöldið var svo kíkt aðeins út á lífið og kvatt allt fólkið sem við höfðum kynnst þar. Sama kvöld kynntist ég fólki frá Kansas. Þeim fannst alveg ótrúlegt að ég væri 24 ára, ógiftur og barnlaus. Þau voru sjálf öll í kringum tvítug og flestir vinir þeirra voru bæði giftir og áttu börn. Þegar að ég sagði þeim að það væri algengt á Íslandi að eignast börn áður en fólk giftist þá urðu þau næstum kjaftstopp og fólk giftist mjög oft eftir þrítugt. Svona er heimurinn mismunandi. Þeim fannst líka frekar fyndið þegar að ég sagði þeim að mér fyndist mjög sérstakt að hvar sem maður væri í Bandaríkjunum væri maður alltaf spurður „How are you?“ jafnvel þó að fólk meinti ekkert með því. Þau höfðu aldrei pælt í þessu áður og þegar að þau spáðu í því fannst þeim það líka frekar skrítið. Ég meina, er starfsmanni sem vinnur í WalMart ekki nákvæmlega sama hvort manni líður vel eða illa?
Ég og Patti ræddum það oft að svara „Not well, I was just diagnosed with cancer today and Scunthorpe just beat Yeovil Town“. Því miður höfum við ekki ennþá gerst svo djarfir en það mun koma að því.

Mynd dagsins:

15841833_10208311713815748_1136606181_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allt rangt við þetta

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband