Er hægt að bæta sjónina með gulrótum og réttum æfingum?

Góða kvöldið kæru lesendur,
í kvöld sit ég hér á hosteli í Osló eftir að hafa verið á ferðalagi um Stokkhólm síðastliðna þrjá daga.

Ævintýrið byrjaði eins og mörg góð ferðalög á því að stíga upp í flugvél á Leifsstöð. Með mér í flugvélinni var Brynja Þrastardóttir sem var í árgangi með mér í Verzló. Hún var að fara til Svíþjóðar til að hitta bróðir sinn. Eftir að Brynja hafði sýnt mér töfra lestarinnar frá Arlanda til miðborgar Stokkhólms þá hitti ég herra Kára Tristan Helgason, fyrrverandi bekkjarbróðir úr Versló. Það er margt hægt að segja um þann ágæta dreng, það sem er hins vegar ekki hægt að segja um hann er að hann geti ekki notað munninn til að koma sér út úr slæmum aðstæðum.
Hann vinnur hjá Google í Svíþjóð svo að hann bauð mér í yndislegan hádegismat. Eins og við var að búast er það virkilega flottur vinnustaður og sýndi Kári mér mjög vel um. Kári er með B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og er að vinna við að forrita aðferðir til að senda vídeó yfir netið eins og ég skildi hann. Í fyrirtækinu eru nokkrir Íslendingar að vinna og er yfirmaður hans Íslendingur. Við þurftum því að passa okkur hvað við vorum að segja sem er oft erfitt þegar maður er með manni sem er smargaðs medalíu í biluðu bulli frá kanaslaralega tækniskólanum í Heiner Brand.

Eftir að hafa eytt tveimur dásamlegum klst með herra Tristram hitti ég herra Þór Stefánsson sem var með mér í verkfræðinni í HÍ. Hann er í KTH(Kungliga tekniska hogskolan) að læra einhverslags vélmennaverkfræði(Robotics). Hann sýndi mér um svæðið sem er virkilega flott, virkilega vel staðsett og það mætti jafnvel halda það að skólinn hafði verið byggður sem höll en það var hann ekki. Við kíktum inn á barinn sem tölvunarfræði deildin rekur. Það kom ekkert á óvart þar. Kynjahlutföllin svona 95:5, strákar vs stelpur, einhver teknótónlist í gangi og menn að reikna stærðfræðigreiningu á meðan. Sannkallaður nördakjallari.

Við fórum svo heim til Þórs en hann býr í miðbæ Stokkhólms ásamt Jóhanni Birni sem var líka með okkur í HÍ og er að læra byggingaverkfræði í KTH. Jóhann var nýbúinn að sjóða sér einhverja kindabjúgu enda mjög svipaður og konan sem kunni bara að elda bjúgu (https://www.youtube.com/watch?v=ofiGrUKFCjs). Lyktin var alveg svakaleg þarna inni þar sem að þetta var engin venjuleg bjúga heldur einhvr bjúga sem þarf klst til að sjóða, alveg eins og Jóhann vill hafa þær, vel soðnar og fínar.

Þegar við vorum búnir að jafna okkur á bjúgulyktinni fórum við Þór að hitta herra Sindra Már Kaldal sem var með mér í bekk í Verzló og er að læra hugbúnaðarverkfræði í KTH. Við fórum að horfa á meistaradeildina í fótbolta ásamt suðrænum vinum Þórs sem eru frá Ítalíu og Venezúela. Það var einhver lauflétt þreyta að hrjá mig sem ég er mjög ósáttur með enda hafði ég fengið fjögra klst flugvélarsvefn um nóttina. Fáránlegt!
Ég gerði því það sem allir myndu gera og hristi hana af mér með korters blundi inn á klósetti.
Að leik loknum hittumst við fjórir(ég, Þór, Sindri og Jóhann) aftur í íbúðinni þeirra Þórs þar sem var bara talað um gáfulega og leiðinlega hluti,
pause not! (https://youtu.be/VT8uiT_rZ5k?t=39s)

Morguninn eftir vaknaði ég á hostelinu við hliðina á tælenskum dreng sem hét Theo.
Ég spurði hann að sjálfsögðu að þeirri spurningu sem allir sem myndu spyrja hann: „Er það ABBA safnið á eftir?“
Eins og allir sem eru ekki með greindarvísitölu undir 60 eða greindir með sjúkdóminn „boringus humanos“ sagði hann að sjálfsögðu já.
Við hentum okkur því beint á ABBA safnið. Theo varð þó fyrir þeirri leiðinlegu reynslu að leiða okkur inn á vitlaust safn sem hét Vasa safnið. Við borguðum okkur inn á það og héldum að við værum að fara að sjá glysgalla Björn Ulvaeus í allri sinni dýrð. Eftir smá stund spurði ég þó konuna í afgreiðslunni: „Det är inte ABBA-museum, är det?“

Hún tók laufléttan hlátur á þetta og gaf okkur skemmtilegan svip. Sem betur fer fengum við borgað til baka og græddi Theo meira að segja á þessu þar sem hann hafði borgað stúdentaverð en fékk borgað fullt verð til baka.

En til að lýsa ABBA safninu í einni setningu þá myndi ég segja: „Money well spent“. Við að labba þarna inn og það sem tekur á móti manni er taktfastur diskó taktur „Dancing queen“. Getur maður beðið um það betra?
Ásamt því að vera safn um alls konar hluti sem tengjast ABBA þá var líka hægt að gera þarna ýmislegt eins og að taka karíókí, taka upp tónlistarmyndband og klæða sig upp í sýndarveruleika ABBA föt. Við tókum að sjálfsögðu upp tónlistarmyndband við lagið „Dancing Queen“ og má sjá afraksturinn hér:
https://youtu.be/bEXYPcaD5fo

Eftir ABBA safnið gengum við Theo um bæinn. Þennan dag rákumst við á vinkonu mömmu minnar ásamt því að ég rakst aftur á Brynju sem hafði verið með mér í fluginu og bróðir hennar. Því hafði Theo sem aldrei hafði hitt Íslending áður rekist á fjóra Íslendinga af algjörri tilviljun sama daginn. Hann ætlaði reyndar til Íslands eftir að hafa verið í Stokkhólmi en hætti við vegna peningaleysis og fór í staðinn til Bucharest. Þetta var því það næst besta sem gat komið í staðinn.

Theo er að læra viðskiptafræði í Luxembourg og fórum við að hitta vini hans sem eru með honum í námi á hostelinu þeirra. Þau eru frá Kína, El Salvador og Spáni. Ég hitti þau svo reyndar aftur í dag hérna á hostelinu í Osló en meira um það í næsta bloggi.
Á hostelinu þeirra var spurningakeppni í gangi. Spurningakeppnin var um sænska menningu svo ég hafði óþæginlega mikið forskot enda spurt um margt af því besta í heiminum(ABBA og IKEA) og eina fólkið sem var að keppa voru frá löndum sem hafa ekki beina tengingu við Lars Lagerbäck. Það fór því svo að við unnum mjög sannfærandi en skemmtilegt var þetta. T.d. var spurt um hver skrifaði Línu Langsokk.

Við Theo skiluðum okkur svo inn á hostelið aftur um kvöldið en þá hafði bandarískur/indverskur strákur sem hét Karan komið sér fyrir í herberginu með okkur. Hann var á leiðinni til Íslands og kíktum við allir út með honum þegar leið á kvöldið.

Daginn eftir hitti ég svo á herra Kristófer Þór Magnússon sem var með mér í bekk í Verzló og í verkfræðinni í HÍ. Hann var auðsjáanlega búinn að mastera sænska lúkkið enda vel flottur á því. Frakki, flottir skór, þröngar gallabuxur og allt að frétta.
Hann er í Iðnaðarstjórnun(minnir mig) í KTH. Þennan dag var rosa gott veður, sex stiga hiti og sól. Hann sagði mér frá ýmsu sem hafði drifið á daga hans auk þess sem að við fórum upp á útsýnispall þar sem að við náðum að sjá Stokkhólm skarta sínu allra fegursta, mjög rómantískt!
Kristófer býr í norður Stokkhólmi í íbúð sem amma hans og afi eiga, nánar tiltekið í Täby. Hann æfir fótbolta í liði sem er í efstu sýslu deildinni og er að fá einhvern pening fyrir það, yndislegt. Það sem er hins vegar ekki jafn frábært er það að liðið er í suður Stokkhólmi og tekur það hann 1,5 klst að fara á æfingu. Heildartíminn að fara á æfingu er því sex tímar þar sem æfingin er 3 tímar, what a metnaður! Kristófer má svo sem eiga það að hann er mjög metnaðarfullur ungur drengur því að ekki nóg með það að hann hafi verið dúx í verkfræðinni og semí dúx í Verzló þá gerir hann líka augnæfingar og borðar augnbætandi mat svo hann þurfi ekki að nota gleraugu. Mjög fyndið finnst mér!

Við hittum svo Þór og Jóhann seinna um daginn, Þór var í Mínu mús bol sem var endalaus uppspretta klassískra brandara þann daginn.
Við gengum um Stokkhólm og skoðuðum vel. Jóhann var alltaf að leita af einhverjum lundi sem okkur fannst mjög fyndið en ennþá fyndnara fannst okkur hvað Þór var duglegur að lesa af einhverjum random skiltum og þýddu þau yfir á íslensku.
Eftir góðan dag þar sem gengið var um Djurgården og sagt var mikið af góðu gríni var komið að endalokum.
Ég þakkaði drengjunum kærlega fyrir mig þar sem var svo haldið á vit ævintýranna.

Mynd dagsins:
KariGoogle

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Strákarnir léttir, ljúfir og kátir í Google


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband