Hversu mörg mínusstig fær maður í himnaríki ef maður jarðar óvart skinkusalat í staðinn fyrir ösku móður sinnar?

Hejsa,
á sunnudaginn síðasta var allt fólkið í húsinu hans Jóns vaknað um átta leytið þrátt fyrir að hafa verið að skemmta sér nokkuð seint fram á nótt kvöldið áður. Ég og Steinn gátum því heldur ekki verið minni menn og rifum okkur upp þennan morguninn enda þarf maður að nýta daginn þegar að maður er á skíðaferðarlagi. Jón var að vinna þannig að við gátum alveg kysst hann bless.

Ég og Steinn skelltum okkur í fjallið hérna í Zell am See og var það alls ekki verra en það sem var í Kisztsteinhorn. Endalaust nóg af flottum brekkum, enda er þetta vinsælasta skíðasvæðið í Austurríki hef ég heyrt. Steinn var nýbúinn að láta vaxa brettið sitt svo að hann var farinn að upplifa nýjar víddir á brettinu og get ég með nokkuð mikilli vissu sagt að tilfinningin hjá honum var svipuð og þegar að Aladeen í myndinni „The Dictator“ uppgötvaði sjálfsfróun í fyrsta skipti rúmlega fertugur að aldri (http://www.youtube.com/watch?v=FT4h8FnRBao).
Eftir að hafa skíðað allan daginn þurfti ég svo að skila skíðaskónum sem ég hafði fengið leigða. Þegar að ég skilaði skónum komst ég að því mér til mikilla óþæginda og leiðinda að nýju Timberland skórnir sem ég hafði fengið í jólagjöf frá mömmu og pabba voru horfnir. Konan sem var að vinna þarna fór öll í kerfið og hjálpaði mér að leita útum allt og leit það allt út fyrir að ég mundi ekki ganga meira í þeim skónum. Að lokum mundi hún þó eftir því að einhver maður hafði komið og tekið mjög marga skó með sér þar sem að hann var með stórum hóp hérna. Hún hafði upp á því á hvaða hóteli hann gisti en því miður kom það í ljós að hann var þá farinn frá Zell am See. Hann hafði sem betur fer skilið eftir netfang og náðist því þannig í hann. Ég bað hann svo vinsamlegast bara að senda skóna mína heim til mín til Íslands og vona ég að hann geri það. Þessi ferð hefur því ekki beint verið alltaf einhver dans á rósum og hefur pirrmælirinn stundum sýnt nokkuð háa tölu.

Um kvöldið, eftir að við vorum búinn að borða var svo einhver snilldar Dani sem ákvað að henda Klovn þáttunum í gang og fyrir þau ykkar sem þekkja mig ágætlega hljóta að geta skilið það að ég gat ekki beðið um mikið betra sjónvarpsefni. Þetta var því ansi góð kvöldstund með mörgum klassískum bröndurum á borð við það þegar að Kasper spurði grænlenska lögregluþjóninn hvort að það væri satt að það væri hægt að binda um augun á Grænlendingum einungis með tannþræði(hehe). Fyrir svefninn spilaði ég svo FIFA 12(fótboltatölvuleikur) við hann Lars sem býr hérna með Jóni.

Eftir góðan nætursvefn kom svo mánudagurinn í öllu sínu veldi og gátum við þá loks sett bílinn inn á verkstæði þar sem að öll verkstæði eru lokuð yfir helgar. Eins ólöglegt og það er þá keyrðum við bílnum, númeralausir á verkstæði. Ég held að ég hafi aldrei séð Stein jafn stressaðan. T.d. tók Steinn alls ekki vel í það þegar að ég bað hann að leggja bílnum við hliðina á lögreglubílnum sem var lagður á verkstæðisbílastæðinu. Mér fannst það nefnilega mjög fyndið en Steinn var ekki sammála því, ekki á þessum tíma allavega(seinna hló hann þó rækilega með þessu).
 Þeir inná verkstæðinu gátu ekkert sagt til um það hvort að bíllinn verði tilbúinn á dag eða á morgun en auðvitað óskaði maður þess að hann væri tilbúinn sem allra fyrst því að það er ekkert frábært að búa inn á fólki sem hafði þegar fyrir ekkert rosalega mikið pláss.

Þannig að dagurinn einkenndist af því að við þurftum að spá mikið í þessu bílaveseni en auk þess þurfti ég að kaupa mér nýja skó þar sem að skórnir sem ég fór í hingað eru núna einhvers staðar í Vestur-Austurríki eða á leiðinni heim til Íslands.
Ég og Steinn skildumst svo frá hvorum öðrum, hann hélt áfram að spá í þessu með bílavesenið en ég skellti mér inn á kaffihús því að mig langaði til komast aðeins inn á netið og setja t.d. inn bloggið sem ég hafði skrifað fyrr um daginn. Á kaffihúsinu fékk ég hringingu frá honum Steini sem var þannig að að það væri búið að gera við bílinn það þyrfti bara að setja ný dekk undir hann en þar sem að Bjarki(maðurinn sem Steinn vinnur hjá) var búinn að finna mjög ódýr dekk á netinu vildi Bjarki frekar koma með þau dekk til okkar í staðinn fyrir að kaupa dýr dekk frá verkstæðinu.

Við strákarnir hættum því bara að stressa okkur á þessu þá og skelltum okkur í staðinn á veitingastað. Á veitingastaðnum fékk Steinn hringingu frá Bjarka sem sagði honum það að þessi dekk mundu bara alls ekki passa undir pólóinn, þannig að vandræðin héldu áfram.
Þar sem að ég er í alveg rándýrum þýskuskóla og er þegar búinn að missa af einum degi auk þess að ég var kominn með nettan nennisolnboga gagnvart því að vera þarna lengur hugsaði ég því með mér að ég yrði að komast heim og tók því lestina heim til Vínar. Lestin kostaði mig reyndar u.þ.b. eitt nýra plús litlu tánna í þokkabót en ég komst þó heim að endalokum. Mér líður þó illa yfir því að hafa skilið Stein svona eftir í skítnum en ég veit það fullkomlega að hann spjarar sig alveg enda mjög vanur maður þrátt fyrir að árin telja aðeins 21 ár(skeggrótin segir allt sem segja þarf).
Á meðan að ég beið eftir lestinni fórum við aftur upp í hús. Þar hafði einhver meistari skellt „Waterboy“ í gang með Adam Sandler og verð ég því að segja að ég er mjög hrifinn af kvikmyndasmekk fólksins í húsinu hans Jóns.
Lestarferðin tók svo fjóra tíma, ég þurfti að skipta um lest tvisvar sinnum á leiðinni en þetta hafðist þó á endanum.

Ég vaknaði svo í dag(þriðjudagur) til að drífa mig í skólann og eftir það var bara komið að síðustu fótboltaæfingunni minni. Ég fór á hana og hafði gaman að.
Ég get svo ekki beðið eftir því að föstudagurinn komi því að þá skelli ég mér heim aftur á klakann. Í millitíðinni ætla ég svo að halda tortilla matarboð fyrir mína helstu vini sem ég hef eignast hérna

Fastir liðir:
Þýska dagsins:Diese Burgparty war so geil!(Þetta kastalapartý var geggjað!)
Mynd dagsins:
IMG_1168

 

 

 

 

 

 

 

Steini fannst sniðugt að detta allrækilega á nývaxaða brettinu sínu til að leika jólasveininn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband