Af hverju að fara í fangelsi þegar maður getur borgað fyrir að fara í fangelsi?

Hej allihoppa,

ég er núna staddur í lest á leið frá Lund í Svíþjóð til Kaupmannahafnar að hitta fyrir tvær fyrrverandi bekkjarsystur mínar úr Verzló þær Lovísu(Lobbu) og Ragnheiði(Röggu) og kærastan hennar hann Úlf. Ástæðan er sú að ég hef verið á einni laufléttri Skandinavíu reisu að njóta alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða enda í hjarta allrar siðmenningar.

Strax frá byrjun ferðarinnar vissi ég að eitthvað ætti eftir að gerast í henni þar sem að einn drengur sem ég þekki frá Verzló hann Einar Lúðvík Ólafsson var í sama flugi og ég en hann var með útrunnið vegabréf og komst því ekki með. Töluverður skellur! Hann keypti sér því nýjan flugmiða og beið á flugvellinum í einhverja 10 tíma.

Í staðinn var ég töluvert með töffara vinum hans úr Grafarvoginum. Þeir höfðu leigt sér íbúð á besta stað í Stokkhólmi og var þar fyrir vinur þeirra hann Gauti Gunnlaugsson sem var líka með mér í Verzló svo það var gaman að því.

Þar sem að ég var ekki með neina gistingu ákvað ég að taka fislétt rölt um Stokkhólm og finna eitthvað fýsilegt. Hvílík borg sem Stokkhólmur er!

Á endanum fann ég eitt yndislegt Hostel í Långholmen. Það hafði verið fangelsi til 1975 svo að ég var semsagt að borga fyrir það að gista í fangaklefa. Mjög gaman að því.

Um kvöldið hitti ég svo þennan mjög svo samheldna vinahóp úr Grafarvoginum og fórum við á Pizza Hut saman og að lokum kíktum við á ölkelduhús Stokkhólms.

 

Daginn eftir tók ég mjög góðan göngutúr um Stokkhólm og æfði mig eins og ég gat í sænskunni og þrátt fyrir að ég segi sjálfur frá þá gekk það furðuvel. T.d. er ég farinn að geta sagt 27 og 77 sem ég er mjög stoltur af. Einnig komst ég að því að låt þýðir lag(song) á sænsku en á dönsku(lort borið svipað fram) þýðir það kúkur. Ég hafði mjög gaman að því.

Eitt það helsta sem ég sá þó hvað mest eftir var að hafa ekki farið á ABBA safnið, en það gefur mér bara aðra afsökun til að fara til Stokkhólms svo það er jákvætt.

Um kvöldið fór ég á Pub Crawl í Gamla Stan. Pub Crawl er viðburður þar sem að fólk hittist á einum bar og röltir svo á milli staða með leiðsögumanni og hefur gaman. Ég hef sjálfur verið nokkrum sinnum leiðsögumaður í Pub Crawli í Reykjavík og mér finnst það vera alveg dásamlegt, ekki til mikið betri leið til að kynnast næturlífi borga finnst mér.

Síðasti staðurinn sem við enduðum á var latínó dans staður þar sem að fólkið hafði svo mikla dans takta að maður hafði ekki séð annað eins. Ég var því eins og belja á svelli þarna inni, en reyndi samt mitt besta sem því miður gekk ekkert sérlega vel!

Í lok kvölds fór ég upp á lestarstöð og lagði mig þar vegna þess að ég ætlaði að vera sniðugur og spara mér gistingu þar sem að ég var á leiðinni til Lund að hitta æsku vin minn hann Einar Þór Gunnlaugsson(Einsi kaldi úr eyjunum) morguninn eftir.

Því miður var bannað að leggjast niður á lestarstöðinni þannig að ég þurfti að leggja mig sitjandi en það var svo sem bara allt í góðu.

Á lestarstöðinni átti ég mjög gott samtal við mjög vinalegan mann frá Gambíu sem hafði búið lengi í London. Eftir langt og vinalegt samtal ákvað hann í lokin að spyrja mig hvort að ég þekkti einhverja kókaín sala í Reykjavík sem vantaði gott og ódýrt efni. Þá ákvað ég að það væri kannski sniðugt að fara eitthvert annað.

Í lestarferðinni til Lund að hitta Einar var ég bænheyrður enda fékk ég góðan lestarklefa og náði því að sofa prýðilega stærsta hluta ferðarinnar sem var sex tímar.

Þegar komið var til Lund hitti mig fyrir einn hrikalega vinalegur drengur hann Einar. Sýndi mér hann um bæinn sem er líklegast einn líflegasti bær sem hægt er að fara til enda búa næstum einungis ungt háskóla fólk þar.

Hann býr hjá konu sem leigir út nokkur herbergi til stúdenta. Meðal annars býr stelpa þar frá Þýskalandi sem heitir Leni. Því miður þá ákvað ég að vera sniðugur og spyrja hvort hún héti Leni Riefenstahl(aðal áróðursmála kvikmyndagerðar kona þriðja ríkisins). Henni fannst það ekkert sérstaklega sniðugt!(Mögulega heyrt það áður)

Á ferð okkar um Lund kíktum við á skólann hans Einars, mikið öfunda ég manninn að vera þarna enda rosa flottur staður.
Í miðju háskólahverfinu er ICA súpermarkaður(borið fram næstum því eins og Ikea og því mjög ruglandi) sem ég fékk að fara á klósettið á. Þar tók afgreiðsludaman á móti mér og fylgdi mér inn á lagerinn þar sem að ég fékk að fara á klósettið. Hún sagðist ætla að bíða eftir mér til að fylgja mér út og hló ég bara að því og hélt að hún væri að grínast. En neibb, hún var ekki neitt að grínast hún bara beið eftir mér. Mjög sérstakt fannst mér!

Um kvöldið fórum við svo og hittum vin hans Einars sem heitir Fabio og er frá Þýskalandi(meikar fullkomið sens). Með honum í för var kærasta hans, systir hans og vinkona þeirra. Við ætluðum að fara með þeim út að borða en þar sem að það var svo löng röð þá nennti ég og Einar ekki að borða með þeim og fengum okkur Shawarma á Lunds Falafel(mjög gott!).

Þau ætluðu á tónleika í Malmö og ætluðum ég og Einar með þeim á það. Staðurinn sem tónleikarnir áttu að vera haldnir á hét Plan B og létu þau okkur fá adressuna og sögðu okkur að mæta þangað. Þegar að ég og Einar mættum þangað eftir gott ferðalag kom það í ljós að þetta var einhver endurskoðanda skrifstofa. Ekki beint hinn fullkomni tónleika staður!
Ég og Einar gerðum því bara gott úr þess og kíktum niður í miðbæ Malmö og var það yndislegt.

Morguninn eftir kvaddi ég Einar með bros á vör. Það gæti líka tengst því að hann var óþægilega jákvæður fyrir því að eiga til kartöflur og hrísgrjón og gat því búið til kartöflu og hrísgrjónarétt um kvöldið.
Hann endaði svo ferðina mína um Lund með því að kenna mér að skúra eins og fólk skúrar í Lund(klassískur brandari úr Næturvaktinni)

 

Fastir liðir:

 

Sænska dagsins:Åka skidor(Að skíða, borið mjög skemmtilega fram)

Mynd dagsins:

vandrarhem-fyrbaddscellejWC2

 

 

 

 

 

 

Dæmi um "fangaklefa" sem ég gisti í


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband