Ameríkanar hafa líka gaman af Einz, zwei, Polizei

Góða kvöldið kæra fólk,
eins og staðan er núna sit ég eins ferskur og það gerist að keyra á milli Fort Lauderdale og Marathon sem staðsettir eru á Florida skaganum í US and A ásamt fjölskyldunni minni(Guðmundur Jónasson a.k.a. Prince of partying, Hanna Ingibjörg Birgisdóttir a.k.a. Princess of partying og Patrekur Gísli Guðmundsson a.k.a. King of partying!).

Þessi ferð okkar verður þriggja vikna löng og byrjaði á því að við heimsóttum frænku okkar Elleni sem býr rétt hjá St. Louis í Missouri sem var að útskrifast úr háskóla sem endurskoðandi. Síðan munum við halda áfram og fara til Florida þar sem við munum dvelja á hinum og þessum stöðum í þrjá daga, fara svo í skemmtiferða siglingu um Karabíska hafið í eina viku og klára svo ferðina í Flórída, nóg af sól, nóg af vitleysu

Ævintýrið byrjaði eins og mörg önnur góð ævintýri með því að ég kláraði síðasta prófið mitt þessa önnina í HÍ í forritunarmálum hjá Snollvélinni a.k.a. Snorri Agnarsson.
Síðan drifum við okkur öll upp á flugvöll með hjálp frá Magnúsi Thorlaciusi vini mínum og rokkstjörnu sem ætlar að passa húsið og köttinn Depil a.k.a. Partypussy meðan við verðum í burtu ásamt kærustunni sinni.
Chicago var fyrsti áfangastaður en þar var bara töluvert kalt og fyrsta skipti í langan tíma sem við sáum snjó.
Eins og gengur og gerist þegar að maður er í US and A þá þarf maður að leigja sér bílaleigubíl og var það gert. Konan sem hleypti okkur útaf því svæði var skilgreiningin á skemmtilegri svartri konu. Þegar að pabbi var ekki að finna einhvern takka sem þurfti að ýta á þá kallaði hún eitthvað á vinkonu sína og þær gáfu alls konar leiðbeiningar þar sem var meðal annars sagt „Look up in the sky baby!“ (sagt með miklum svertingja hreim, mjög skemmtilegt!).

Við keyrðum svo inn til Chicago þar sem að við gistum eina nótt. Það var bara mjög fínt og gerðist ég svo djarfur að prófa sundlaugina þar. Morguninn eftir keyrðum við til frænku minnar Ellenar sem er systir Danna Deutsch, frænda míns og alls ekkert skyld Ellen DeGeneres eða Pitbull ef einhver var að velta því fyrir sér.

Ellen býr í litlum bæ sem heitir Labadie sem er rétt hjá St. Louis, Missouri ásamt eiginmanni sínum Joe Lohmeyer.  Þar fyrir voru Lollý frænka mín (mamma Ellenar), Danni Deutsch (bróðir og puttastríðs félagi Ellenar) ásamt Marjani kærustu Deutscharans. Húsið þeirra er í mikilli brekku og sem betur fer lentum við í mestu hálku sem verið hefur á þessu svæði í þrjú ár. Það var því ekkert skemmtilegra en að renna sér niður brekkuna á skónum og var ég orðinn ansi góður vinur 8 ára strákanna i götunni(https://www.youtube.com/watch?v=Uyx8Sx6bBOs&feature=youtu.be). Það var reyndar eitthvað erfiðara að keyra við þessar aðstæður en maður verður jú alltaf að fórna einhverju fyrir góða skemmtun.

Um kvöldið fórum við svo í útskriftina hennar Ellenar. Þar gerðist ekki mikið fyrir utan allt það sem að gerðist og er mér það sérstaklega minnistætt þegar að þjóðsöngurinn var spilaður og allir lögðu hönd á brjóst og horfðu í átt að bandaríska fánanum. Ég tók að sjálfsögðu þátt í því og hafði mjög gaman af! Ekki má gleyma að monta sig yfir því að Ellen fékk viðurkenningu fyrir námsárangur.

Þegar herlegheitin voru liðin hjá var ákveðið að fara út að borða. Við enduðum að fara á stað sem heitir Olive garden en Patrekur var ansi svekktur þegar hann tók eftir því að hægt var að panta öðruvísi rétti en ólífu rétti. Á veitingastaðnum gerðist ég síðan uppvísa að mestu byrjendamistökum sem hægt er að gera í US and A, ég pantaði mér forrétt og borðaði hann allan! Þá er bara ekki einn einasti séns að klára matinn sinn en við doggy(böguðum) bara matinn sem kláraðist ekki(taka matinn með sér heim).

Morguninn eftir vöknuðum bæði ég og mamma eldsnemma enda bæði stillt inn á íslenskan tíma(6 klst. tímamunur). Við ákváðum því að fara í göngutúr án þess að kíkja á neina hitamæla, sem reyndist vera mjög sniðugt. Þar sem Ellen býr fer enginn í göngutúr. Hvað þá þegar að það er 16°C frost. Við fengum því tilboð um far en afþökkuðum það. Lærin voru ansi nálægt frostmarki þegar að við vorum svo komin heim.

Um hádegið var svo haldin alvöru útskriftarveisla „miðríkja style“. Nóg af veigum, bæði í vökva og föstu formi.
Fyrsti drengurinn til að mæta á svæðið hét Mike og er frændi Joe, eiginmanns Ellenar. Ég kynnti hann inn sem „Mike the punisher“ og eftir það var erfitt að stoppa hann. Við getum bara orðað það þannig að þegar hann mætti á svæðið leit hann út fyrir að vera dagfars prúður heimilisfaðir sem myndi varla fá sér neitt sterkara en appelsín en hann endaði á því sofa alla nóttina á La-Z Boy stólnum hennar Ellenar. Mjög gaman af honum!

Ég hafði virkilega gaman af þessu partýi og það var þannig í enda kvöldsins að ég var búinn að kenna flestum Ameríkönum þarna tvo mikilvægustu frasanna sem til eru að mínu mati.

  1. Einz, zwei, polizei!
  2. Alla som inte dansar är våldtäktsmän

Það að Mike hafi sofnað á La-Z Boy stólnum hennar Ellenar má að einhverju leyti rekja til þess að hann var full duglegur að segja einz, zwei, polizei!

Daginn eftir vöknuðu allir heimilismenn eldferskir og var förinni heitið að skoða helsta umhverfi Ellenar. Fyrst komum við til St. Louis og var skoðað þar ýmislegt eins og „the Arch“ og borgarminjasafnið. Ég hef mjög gaman að Bandaríkjamönnum og sagði einn maðurinn þar „Hey big fellah, you know what the time is“ með miklum Suðurríkjahreim, mjög skemmtilegt.

Eftir að hafa skoðað St. Louis fórum við í heimsókn til foreldra Joe sem búa á sveitabýli töluvert fyrir utan St. Louis. Pabbi Joe‘s sem heitir Tom tók á móti okkur og er það maður sem er maður að mínu skapi. Það að segja að hann tali mikið er vanvirðing við orðið „mikið“. Þegar ég og Patrekur mættum á svæðið þá byrjaði hann að faðma Patrek að sér og segja við hann „the sensible brother“ síðan sneri hann sér að mér og faðmaði mig að sér og sagði „the weird brother“. Mjög fyndið fannst mér. Hann hafði verið í veislunni kvöldið áður.
Þau rækta aðallega geitur en það eru líka nokkrir hestar þarna. Sem betur fer hafði einn kalkúnn sloppið inn fyrir geita girðinguna nokkru áður og var mjög fyndið að heyra geiturnar vera í kappræðum við kalkúninn.

Í dag vöknuðum við svo eldsnemma og brunuðum beint upp á flugvöll. Við kvöddum Elleni og Joe þar sem að þau áttu bæði eftir klst keyrslu eftir til að fara í vinnuna. Þegar ég ætlaði að rífa í spaðann á Joe til að þakka honum fyrir sagði hann svo yndislega: „Brothers don‘t shake hands, brothers hug“, mjög krúttlegt fannst mér.

Til að komast til Fort Lauderdale þurftum við fyrst að millilenda í Atlanta. Þar sem að ég er svo vanur því að geta sagt hvað sem er við fjölskylduna mína án þess að nokkur annar skilji þá sagði ég óvart svoldið hátt „Housenigger“ þar sem að ég var að tala um svertingja sem bjuggu á bómullarökrunum hérna áður fyrr og unnu inni í húsunum. Sem betur fer held ég að enginn hafi heyrt í mér.

Fastir liðir:

Enska dagsins: Dinghy(lítill árabátur sem er festur á stærri báta, mjög skemmtilegt orð fannst mér)

Mynd dagsins:

15657796_10207814601659132_1565467868_o

 

 

 

 

 

 

 

Eins og maður á versla þegar maður verslar í WalMart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband